Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.02.2004, Side 70

Læknablaðið - 15.02.2004, Side 70
UMRÆÐA & FRÉTTIR / BRÉF TIL BLAÐSINS Bréf til blaðsins Ofagleg umfjöllun um lyfjamál Ágœta rítstjórn Bjarni Sigurðsson Höfundur er lyfjafræðingur og markaðsstjóri Austurbakka hf. Tilefni þessa erindis er grein í 10. tölublaði 2003: Lyfjamál 118. Um skynsamlega lyfjanotkun eftir Eggert Sigfússon og Einar Magnússon. Undirrituð- um þótti afar miður að sjá umrædda grein þar sem Læknablaðið hefur verið talið af flestum hingað til fagtímarit, og það eina virka fagtímaritið á þessu sviði með mánðarlegri útkomu sinni. Þegar um slík tímarit er að ræða hljóta lesendur að gera þær kröfur, sem og ritstjórn, að umræða sem þar fer fram sé á faglegum nótum. Umrædd grein verður seint talin fagleg og verð ég að lýsa undrun minni á hvers vegna svona skrif hljóta birtingu í Læknablaðinu með eftirfarandi rökstuðningi: í greininni sem er á blaðsíðu 807 segir: „Ofnotkun einstakra lyfja umfram það sem annars staðar þekk- ist segir ekkert um dómgreind lækna sem þeim ávísa, en þeim mun meira um snjalla markaðssetningu sem miklu fé er varið til og greitt er fyrir það með einum eða öðrum hætti í háu lyfjaverði, bæði af sjúklingum sem og skattgreiðendum og notendum." Notkun orðsins ofnotkun er hvorutveggja í senn leiðandi og órökstudd fullyrðing. Er í fyrsta lagi of- notkun hér á landi eða er vandamálið vangreint er- lendis? í öðru lagi ef ofnotkun er fyrir hendi hlýtur það að leiða til eftirfarandi spurninga: - eru stjórnvöld ekki nógu dugleg við að kynna „eðlilega" lyfjanotkun? - eru læknar ginnkeyptari hér en erlendis? - eru lyijakynnar á íslandi mikið öflugri en kollegar þeirra erlendis? Fullyrði ég að hér á landi er ekki eytt hlutfallslega meiru til markaðsstarfs en í nágrannalöndunum nema síður sé. Einnig er fullyrt í greininni að lyfjaverð sé hátt hérlendis. Ekki ætla ég að mæla lyfjaverði bót en bendi á að lyfjaverð er helmingi lægra hér en í USA og innkaupsverð til apóteka er í mörgum tilfellum það sama hér á landi og í nágrannalöndum. I það minnsta markaðssetur Austurbakki tvö ný frumlyf með sama/sambærilegu innkaupsverði til apóteka og í Danmörku - framleiðslulandi lyfjanna. Skrifum af þessu tagi er að öllum líkindum ætlað að hafa áróðursgildi gagnvart læknum og fullyrði ég að ef lyfjaiðnaðurinn viðhefði aðferðir af þessu tagi myndu yfirvöld bregðast skjótt við. Auðveldlega má setja fram umræðu af þessu tagi í spurningaformi. Er ofnotkun tiltekinna lyfja á ís- landi? Ef ekki er ofnotkun hér ættum við þá að sjá sparnað í öðrum þjóðhagslegum stærðum? Títt hefur verið rætt um meinta ofnotkun þunglyndislyfja en spyrja má hvort það hafi leitt til færri veikindadaga af völdum þunglyndis og kvíða samanborið við ná- grannalönd? Ef ávinningur þjóðfélagsins, einstak- lingsins og aðstandenda er minni en kostnaður þá getum við talað um ofnotkun lyfja. Að lokum bendi ég á staðreyndapakka um lyfja- mál sem birtur er á heimasíðu Samtaka verslunar- innar www.fis.is undir lyfjamál - sírít um lyfjamál. Athugasemd frá Læknablaðinu Ofanritað bréf frá Bjarna Sigurðssyni lyfjafræð- ingi endurspeglar ákveðinn misskilning á eðli Læknablaðsins. Bjarni segir réttilega að Lækna- blaðið sé fagtímarit enda er hinn fræðilegi hluti blaðsins ritrýndur samkvæmt alþjóðlegum kröf- um sem gerðar eru til vísindatímarita. Á hinn bóginn er umræðuhluti blaðsins ekki ritrýndur. Þar er öllum frjálst að segja skoðun sína undir nafni, svo fremi það sé innan velsæm- ismarka. Greinin sem Bjarni gerir athugasemd við er rækilega merkt höfundum sínum og auk þess heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu og Landlæknisembættinu sem hafa haldið úti pistli um lyfjamál í blaðinu um nokkurt árabil. Blaðið þakkar Bjarna skrifin og hvetur alla þá sem hafa skoðun á málum sem þeir telja að eigi erindi við lesendur Læknablaðsins að viðra þær á síðum blaðsins. Til þess er það. Ritstjórn 166 Læknablaðið 2004/90

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.