Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.02.2004, Page 43

Læknablaðið - 15.02.2004, Page 43
FRÆÐIGREINAR / STARFSREGLUR LEITARSTÖÐVAR Starfsreglur Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins 2004 Leghálskrabbameinsleit Leghálskrabbameinsleit með töku hefðbundins frumustroks frá leghálsi (Pap-strok) hófst hér á landi í júní 1964. Leitin hefur að mestu beinst að konum á aldrinum 25-69 ára en neðri mörk skoðunaraldurs voru lækkuð í 20 ára aldur árið 1988 vegna fjölgunar forstigsbreytinga meðal yngri kvenna eftir 1980. Kon- ur eru boðaðar í skoðun á Leitarstöðinni og flestöllum heilsugæslustöðvum utan höfuðborgarsvæðisins á tveggja ára fresti en geta komið án boðunar ef þær telja þörf á. Sjálfstætt starfandi kvensjúkdómalæknar taka einnig þátt í þessu starfi. Árangurinn er ótvíræður og kemur fram í að nýgengið hefur lækkað um 65% og dánartíðnin um 76%. Reynslan staðfestir að reglu- leg mæting og öflugt eftirlit skiptir sköpum hvað árangur leitarstarfsins varðar. Eftir 1990 hefur orðið stöðnun í nýgengi og dánartíðni leghálskrabbameins sem staðfestir að nýsköpunar er þörf í starfsreglum leitarinnar ef ná á frekari ávinningi í leitarstarfinu. Sannað þykir að smit með hááhættustofnum HPV-veiru (human papilloma virus) sé orsaka- þáttur í myndun leghálskrabbameins. Talið er að um 25-40% ungra kvenna smitist af HPV en ónæmiskerfi þeirra myndar mótefni sem eyða í um 92% tilfella veirunni á næstu 18 mánuðum eftir sýkingu. Hjá þeim sem þróa forstigsbreytingar og krabbamein er talið að aðrir þættir þurfi einnig að koma til. Tíðni HPV-sýkinga og forstigsbreytinga fellur hratt með aldri og nær nokkru jafnvægi eftir 40 ára aldur. Viðvarandi HPV-sýking með há- áhættustofnum er talin vísbending um þær konur sem eru í hættu að mynda leghálskrabbamein. Að- gengileg er viðurkennd aðferð (HC II) með háu næmi og sértæki til greiningar á þessum veirum. Ný aðferð „liquid-based cytology“ hefur rutt sér til rúms við töku frumustroka frá leghálsi. Þessi tækni felur í sér að í stað þess að strjúka frumum og slími beint á glerplötu (hefðbundið Pap-strok) er frumum og slími komið fyrir í sérstökum vökva. Vökvinn er síðan settur í skilvindu sem aðskilur þær frumur sem þarf að skoða nánar. Talið er að þessi aðferð fækki ófullnægjandi strokum jafn- framt því sem nota má vökvann meðal annars til greiningar á HPV og klamydíu. HPV-bóluefni er nú til athugunar í alþjóðlegri rannsókn, meðal annars alls staðar á Norðurlönd- um. Talið er að bólusetning gegn HPV-16/18/31/33/ 45 geti leitt til um 85% lækkunar á nýgengi og um 95% lækkunar á dánartíðni af völdum legháls- krabbameins. Gagnsemi bólusetningar mun verða ljós innan fárra ára og mun þá beinast að ungum konum fyrir kynþroskaaldur. Það er því ljóst að slík bólusetning mun ekki gagnast konum sem nú eru á kynþroskaaldri. Fyrir þær er núverandi krabbameinsleit eini valkosturinn. Með hliðsjón af orsakasambandi hááhættu HPV-veira og leghálskrabbameins og tækni til að greina slíkar veirur (HC II prófun eða sambærilegt próf) þykir rétt að starfsreglur Leitarstöðvar kveði á um hvenær skynsamlegt sé að beita slíkri prófun. Rannsóknir sýna að slík viðbótargreining kemur aðallega til greina við endurteknar vægar forstigs- breytingar, við eftirlit eftir keiluskurð og við leit hjá konum eftir 35-40 ára aldur sem hafa fyrri sögu um eðlileg frumustrok. Hér á landi er ekki aðgengileg „liquid-based“ tækni og þarf því að leitast við að tengja HPV-viðbótargreiningu við starfsreglur á þann hátt að unnt sé að meta áhrif hennar á stigun, vefjagerð og nýgengi leghálskrabbameins. Sótt- varnaráð hefur lýst stuðningi við tillögur Leitar- stöðvarinnar hvað varðar HPV-viðbótargreiningu, samanber bréf til ráðherra dagsett 8. janúar 2004. Nokkrar heimildir Cuzick J, et al. Management of women who test positive for high- risk types of human papillomavirus: the HART study. The Lancet 2003; 362:1871-6. Elfgren K, et al. Conization for cervical intraepithelial neoplasia is followed by disappearance of human papillomavirus deoxy- ribonucleic acid and a decline in serum and cervical mucus antibodies against human papillomavirus antigens. Am J Obstet Gynecol 1996; 174: 937-42. Elfgren K. et al. A population-based five-year follow-up study of cervica! human papillomavirus infection. Am J Obstet Gynecol 2000; 183: 561-7. Koutsky LA, et al. A controlled trial of human papillomavirus type 16 vaccine. N Engl J Med 2002; 347: 1645-51. Lorincz AT. Molecular methods for the detection of human papillomavirus infection. Obstet Gynecol Clin North Am 1996; 23: 707-29. Melkert PWJ, et al. Prevalence of HPV in cytomorphologically normal cervical smears, as determined by the polymerase chain reaction, is age-dependent. Int J Cancer 1993; 53:919-23. Nuovo J, et al. New tests for cervical cancer screening. Am Fam Physician 2001; 64:780-6. Richart M. A modified terminology for cervical intraepithelial neoplasia. Obstet Gynecol 75:131-3. Sherman ME, et al. Effects of age and human papilloma viral load on colposcopy triage: Data from randomized atypical squa- mous cells of uncertain significance/low-grade squamous intraepithelial lesion triage study (ALTS). J Natl Cancer Inst 2002; 94:102-7. Sigurdsson K, et al. Human papillomavirus (HPV) in an Icelandic population: The role of HPV DNA testing based on hybride capture and PCR assays among women with screen-detected abnormal pap smears. Int J Cancer 1997; 72:446-52. Sigurdsson K. The Icelandic and Nordic cervical screening pro- grammes: Trends in incidence and mortality rates through 1995. Acta Obstet Gynecol Scand 1999; 78:478-85. Sigurdsson K. Trends in cervical intra-epithelial neoplasia in Ice- land through 1995: Evaluation of targeted age groups and scree- ning intervals. Acta Obstet Gynecol Scand 1999; 78:486-92. Solomon D. The 2001 Bethesda System. Terminology for repor- ting results of cervical cytology. JAMA 2002; 287: 2114-9. Walboomers JM et al. Humam papillomavirus is a necessary cause of invasive cervical cancer worldwide. J Pathol 1999; 189:12-9. Legháls- og brjóstakrabba- meinsleit fer fram í Leitarstöðinni í Reykjavík, á heilsugæslustöðvum og sjúkrastofnunum lands- ins. Starfsreglur leitar- innar eru settar af yfir- læknum Leitarstöðvar, Frumurannsóknastofu og Röntgendeildar Krabba- meinsfélagsins að höfðu samráði við sóttvarna- lækni og landlækni sem er eftirlitsaðili leitarstarfs- ins. Samráð er jafnframt haft við sjálfstætt starf- andi kvensjúkdómalækna sem fylgja ákvæðum þessara starfsreglna og konur skoðaðar af þeim eru skráðar í mæt- ingarskrá og á svonefnt eftirlitssvæði Leitarstöðv- ar. Starfsreglur Leitar- stöðvar tóku fyrst gildi í ársbyrjun 1983 (Læknablaðið 1983; 69; 328-33), voru endurskoð- aðar1991 og 1997 (Læknablaðið, Fréttabréf lækna 9/1991; Lækna- blaðið 1997; 83; 604-8). Þessi endurskoðun tekur gildi 31. janúar 2004. Læknablaðið 2004/90 139

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.