Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2004, Blaðsíða 52

Læknablaðið - 15.02.2004, Blaðsíða 52
UMRÆÐA & FRÉTTIR / AF SJÓNARHÓLI STJÓRNAR LÍ mynd lækna og fagmennska Elínborg Bárðardóttir Sérgreinalæknar voru talsvert í fjölmiðlaumræðu í síðastliðnum mánuði og tilefnið var kjaradeila Læknafélags Reykjavíkur og Tryggingastofnunar rík- isins. Heimilislæknar voru einnig talsvert í umræð- unni fyrir nokkrum misserum vegna kjaradeilu. Það er umhugsunarefni að læknar virðast helst komast í fjölmiðla í sambandi við kjaradeilur og ekki úr vegi að fjalla um ímynd lækna í því sambandi og fag- mennsku sem er nátengd ímyndinni. ímynd lækna er hægt að hugsa frá sjónarhorni læknanna sjálfra, skjólstæðinga þeirra, almennings, yfirvalda og stjórnmálamanna og frá sjónarhorni annarra lækna eða faghópa. ímyndin skapast vænt- anlega í beinum samskiptum sent læknar hafa við ofangreinda hópa og einnig í umræðu um Iækna. Um- ræðan getur verið óopinber, á kaffistofum, í sauma- klúbbum og víðar, eða opinber eins og í fjölmiðlum og á síðum spjallþráða sem er tiltölulega nýr um- ræðuvettvangur. Velta má fyrir sér vægi þessarar um- ræðu og hvernig læknar geta haft áhrif á hana. Það er örugglega gagnlegt að leita til sérfræðinga í almannatengslum, fá leiðsögn um frumskóg fjölmiðl- unar og aðstoð við að kynna málstað lækna. Við þurf- um samt sjálf að átta okkur á hver staða okkar er og hvernig best er að styrkja hana. í því sambandi held ég að fagmennska og aftur fagmennska sé lykilalriði. Fagmennskan upphefur okkur að sumu leyti yfir deilur og gefur okkur stöðu sem verður ekki frá okk- ur tekin. Fagmennskan felur það í sér að búa yfir góðri traustri þekkingu og færni sem nýtist skjólstæðingum okkar og samfélaginu. Fagmennska er ferill þroska sem leiðir til ábyrgðar og skilnings í samskiptum þar sem traust og öryggi eru í lykilhlutverkum. Langflestum íslenskum læknum er mjög annt um fagmennsku sína og læknar hafa ágætar reglur til leiðbeiningar í fagmennsku sem eru siðareglur lækna (codex eticus). Einnig hefur Læknafélag íslands fjallað um fagmennsku og almannatengsl í ítarlegri skýrslu um stefnu- mótunarvinnu LÍ 1996-1997. En það er alltaf gott að líta sér nær og endurskoða í sífellu vinnubrögð og hugmyndir. Meiri miðstýring á heilbrigðismálunt sem og markaðsöfl og hugsanlegir hagsmunaárekstrar geta ógnað sjálfstæði lækna og virðingu og trausti í samfélaginu. Nýleg dæmi eru til um það hvernig stjórnmálamenn hafa gengið fram í málum Landspítala undanfarnar vikur. Við lifum einnig í breytilegu þjóðfélagi sem er gagnrýnna á lækna en áður og það m.a. krefst þess að læknar hugi betur að fagmennskunni og ímyndinni og velti fyrir sér svigrúmi og sóknarfærum á því sviði. I fyrrnefndri stefnumótunarvinnu LI er meðal annars talað um að læknar skuli fjalla um heilbrigðismál og velferðarmál almennt á opinberum vettvangi og vera þátttakendur í almennri fræðslu jafnt um heilbrigðismál og önnur velferðarmál. Eru þetta orðin tóm? Eru læknar nógu virkir í þjóðfélagsumræðunni þegar kjaramál eru ekki annars vegar? Og hvað með innri vinnu? Er ekki þörf á að vinna heimavinnuna aðeins betur og reyna að skilgreina frekar og fylgja faglegum stöðlum innan hverrar greinar og konta upp innra eftirliti? Þurfum við ekki að líta í eigin barm og standa vörð um fagmennsku og ímynd með vönduðum sam- ræmdum vinnubrögðum þar sem sérhagsmunir ráða ekki ferð? Verða sérgreinalæknar og heimilislæknar ekki að auka með sér samvinnu og skilning sem leiðir til meiri virðingar sem endurspeglast í samfélaginu okkur öllum í hag? Að lokum langar mig að leggja til að íslenskir læknar fari reglulega í endurmenntun í siðareglum, samskiptum og almannatengslum. Flestir læknar við- halda læknisfræðilegri þekkingu og færni með því að sækja námskeið í sínu fagi. Af hverju ekki að við- halda einnig þjálfun í viðfangsefninu manneskjunni, það er í góðum samskiptum, samhygð, heilindum, trúnaði, virðingu, skyldurækni, samviskusemi, trausti og ábyrgð? Þarf ekki umræðu til að varast að detta í fúlan pytt ekki-fagmennskunnar sem getur verið hroki, misbeiting valds, trúnaðarbrestur, græðgi, vanhæfni eða hagsmunaárekstrar? Eru það ekki einmitt þessi atriði sem skapa oft neikvæða umræðu opinberlega eða óopinberlega? Höfundur er formaður Félags íslenskra heimilislækna og fulltrúi þess í stjórn LÍ. í pistlunum Af sjúnurhóli stjórnar birta stjórnarmenn LÍ sínar eigin skoðanir en ekki félagsins. 148 Læknablaðið 2004/90
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.