Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.07.2004, Qupperneq 16

Læknablaðið - 15.07.2004, Qupperneq 16
HVÍTA HiJSíi Gleym-mér-ei LÓrÍtín® - Kröftugtofnæmislyf Lóritín Hver tafla inniheldur: Loratadinum INN 10 mg. Töflurnar innihalda laktósu. Ábendingar: Ofnæmiseinkenni, sem stafa af histamínlosun, sérstaklega ofnæmisbólgur ínefi og augum, ofsakláði og ofnæmiskvef. Skammtar og lyfjagjöf: Skammtastærðir handa fullorðnum: Venjulegur skammtur er 10 mg á dag. Skammtastærðir handa börnum: Börn 15 ára og eldri: Venjulegur skammtur er 10 mg á dag. Börn 2-14 ára: Þyngd >30 kg: 10 mg einu sinni á dag. Þyngd <30 kg: 5 mg einu sinni á dag. Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 2 ára. Frábendingar: Ofnæmi eða óþol fyrir innihaldsefnum lyfsins. Varnaðarorð og varúðarreglur við notkun: Gæta þarf sérstakrar varúðar hjá börnum með alvarlega nýrna- og lifrarsjúkdóma. Sjúklingar með skerta lifrarstarfsemi þurfa minni skammta. Mælt er með því að gefa helming af ráðlögðum dagskammti (5 mg) á dag eða 10 mg annan hvern dag. Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir: Sýnt hefur verið fram á í klínískum rannsóknum að styrkur lyfsins hækkar í blóðvökva við samtímis gjöf ketókonasólz, erýhrómýcins eða címetidíns en án þess að valda aukaverkunum eða breytingum á hjartarafriti. Gæta skal varúðar við samtímis gjöf lyfsins og annarra lyfja sem vitað er að draga úr niðurbroti í lifur þar til endanlegar athuganir á milliverkunum hafa farið fram. Hætta skal gjöf lyfsins 48 tímum áður en sjúklingur gengst undir húðofnæmispróf til að útiloka að lyfið hafi áhrif á niðurstöður prófsins. Meðganga og brjóstagjöf: Reynsla af gjöf lyfsins á meðgöngu er takmörkuð og á því ekki að gefa lyfið barnshafandi konum nema að vel íhuguðu máli. Lyfið skilst út í brjóstamjólk en ólíklegt er að lyfjaáhrifa gæti hjá barni við venjulega skömmtun lyfsins. Áhrif á hæfni við akstur og notkun véla: Stjórnið ekki tækjum né vélum. Ekki er útilokað að lyfið hafi þau áhrif á einstaka sjúklinga að það skerði hæfni þeirra til að aka vélknúnum ökutækjum. Aukaverkanir: Algengar (>1 %): Almennar: Munnþurrkur. Miðtaugakerfi: Höfuðverkur. Sjaldgæfar (0,1-1%): Almennar: Svimi. Mjög sjaldgæfar (<0,1%): Hjarta- og æðakerfi: Hraður hjartsláttur. Alvarlegum takttruflunum frá sleglum hefurverið lýsL Meltingarfæri: Ogleði. Húð: Útbrot. Miðtaugakerfi: Depurð. Kynfæri:Truflun á tíðum. Ofskömmtun: Svefnhöfgi, hjartsláttartruflanir og höfuðverkur hafa komið fyrir við ofskömmtun. Leitið strax læknis eða hafið samband við sjúkrahús ef grunur leikur á ofskömmtun eða ef barn hefur tekið töflur í ógáti. Lyfhrif: Lyfið hefur kröftuga og langvarandi andhistamínverkun. Það blokkar H1 viðtaka en hefur hvorki andkólínvirk, adrenvirk né serótónínlík áhrif. Slævandi verkun á heilann er mjög væg. Lyfjahvörf: Áhrif lyfsins koma fram u.þ.b. 1 klst. eftir inntöku og ná hámarki á 8 klst. Lóratadín frásogast vel frá meltingarvegi en umbrot í lifur eru veruleg strax við fyrstu umferð. Aðgengi eykst um 20% ef lyfið er tekið með mat. Aðalumbrotsefnið er dekarbóetoxýlóratadín sem er virkt og veldur klínískum áhrifum lyfsins að talsverðu leyti. Próteinbinding í blóði er nálægt 98%. Helmingunartími í blóði er mjög einstaklingsbundinn en er að meðaltali 14 klst. fyrir lóratadín og 19 klst. fyrir umbrotsefnið. Skert nýrnastarfsemi hefur ekki áhrif á brotthvarf lýfsins en skert lifrarstarfsemi getur lengt helmingunartímann. Pakkningar, verð og afgreiðslutilhögun: Lóritín 10 mg töflur. 10 stk. (L), 30 stk. 1889 kr.(R), 100 stk. 4717 kr.(R). Greiðsluþátttaka: E. Markaðsleyfishafi: Actavis hf. 15.06.04 hagur í heilsu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.