Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.07.2004, Qupperneq 20

Læknablaðið - 15.07.2004, Qupperneq 20
FRÆÐIGREINAR / SALÍLYFJAOFNÆMI mikil minnkun verður á framleiðslu prostaglandína í frumum líkamans, meðal annars í öndunarvegi. PGEt er eitt af proslaglandínunum og það hemur að hluta myndun LTA4 (leukotriene A4) sem svo verður að LTB4,-C4,-D4 og -E4 í vissum frumum, svo sem monócýtum og granúlócýtum. Bæði prosta- glandín og leukótríen hafa arakídónsýru sem forstig og svo virðist sem lokun myndunarleiðar prosta- glandíns valdi yfirflæðiáhrifum yfir í leukótríen, með tilheyrandi aukningu þess. Leukótríenlosun í öndunarvegi veldur síðan asmaeinkennum: samdrætti sléttvöðva í berkjum, aukinni slímseytrun, bjúgmyndun og kallar að auki á eosinoffla sem svo auka enn asmaeinkennin (27) (sjá mynd 1(28)). PGE2 minnkar einnig losun hista- míns og tryptasa úr mastfrumum og basófílum. Histamín veldur staðbundinni bólgusvörun, til dæmis í öndunarvegi, og almennum ofnæmisvið- brögðum og trvptasi er próteasi sem endunnyndar og breytir uppsetningu millifrumuvefja, svo sem gerist í bandvef lungna í asmasjúklingum. Þannig er talið að leukótríenin valdi helstu einkennum neðri öndunarvegs en histamín og leukótríen valdi saman helstu einkennum efri öndunarvegs (24). Þessar kenningar eru studdar af klínískri gagnsemi leukótríenhamla (svo sem montelukast) við asma- versnun í AERD sjúklingum (29) og gagnsemi þess að nota andhistamínlyf og leukótríenhamla saman, við almennum ofnæmiseinkennum í efri öndunar- vegii (30). Ástæða þess að einungis hluti asmasjúkra sýnir sterk viðbrögð við salflyfjunum er margþætt en lík- legast er það að stórum hluta vegna breytileika í COX-l-ensímunum sjálfum en ekki vegna aukins blóðstyrks salflyfjanna, enda sýna rannsóknir að hann er sá sami og hjá heilbrigðum (31). Þannig er talið að COX-1 ensímin í AERD sjúklingum hindrist hraðar, rneira og/eða lengur en hjá meðalmanni auk þess sem þau valda ef til vill minni myndun PGE2 að staðaldri (24). Einnig eru til rannsóknir sem sýna aukna verkun leukótríena á frumur öndunarvegs AERD sjúklinga auk þess sem CysLTj-viðtakinn er tjáður í meira magni, en verkun histamíns virðist óbreytt (32, 33). Að auki mynda AERD sjúklingar meira LTC4,-D4 og -E4 en heilbrigðir, óháð töku salflyfja, og líklega er það stór, undirliggjandi þáttur í bæði langvinnu og bráðu ferli sjúkdómsins (34). Nýjar rannsóknir hafa að auki sýnt að myndun 15- HETE, sem er hýdroxýleruð afleiða arakídónsýru, er verulega aukin í AERD sjúklingum miðað við heilbrigða. 15-HETE er myndað af blóðllögum, neutrófílum og eosínófílum og veldur meðal annars frumutogi (chemotaxis) á granúlócýta og aukinni virkni þeirra í vefjum, til dæmis í berkjuin (35). Þar sem versnunin byggist á COX-1 hömlun er óþolið algert milli mismunandi salflyfja og því nauðsyn fyrir sjúklinginn að forðast öll hefðbundin salflyf. Sýnt hefur verið fram á öryggi þess að nota sérhæfða COX-2 hemla, svo sem rofecoxíb og cele- coxíb (36), og meirihluti sjúklinga sýnir engin eða lítil viðbrögð við venjulegum (<10()()mg) skömmt- um af parasetamóli (37). Parasetamól telst formlega vera salflyf, en verkun þess á COX-1 er mjög lítil. Parasetamól virðist fremur virka gegnum nýupp- götvaðan viðtaka, COX-3, sem er splæsingarafurð út frá mRNA COX-1 (38). II. Húðeinkeniu vegna salílyfja Utbrot og ofsakláði eru algeng ofnæmisviðbrögð við ýmsum lyfjum. Sýklalyf, krampalyf og salflyf eru algengustu orsakavaldarnir og eru salflyfin stærsti einstaki flokkurinn (39). Talið er að 20% ein- staklinga fái ofsakláða einhvern tímann á ævinni og 19% þess hóps fær ofsakláða vegna lyfja, eða um 4% allra einstaklinga (18). Utbrot og ofsakláði geta komið fram eftir nokkr- um mismunandi leiðum, en svo virðist sem lokastig meinferlisins sé alltaf það sama: losun histamíns, leukótríena og fleiri boðefna í húð sem valda æða- víkkun, áreiti á taugaenda og staðbundinni bólgu. Því þarf ekki að koma á óvart að salflyfin séu einn helsti valdur slíkra viðbragða þar sem þau koma beint inní ferli leukótríena og histamíns, eins og kom fram hér að ofan. Algengi húðeinkenna af völdum salflyfja hefur verið metið um 0,3%-l% hjá almenningi (40). Konur fá oftar einkenni en karlar auk þess sem salflyfjanotkun er yfirleitt meiri hjá konum en körlum (39) Mörgum mismunandi húðeinkennum hefur verið lýst. Algengust eru einfaldur ofsakláði og/eða ofsabjúgur (sem kemur fyrst fram kringum augun) en einnig eru mörg dæmi um mislingalík (morbilli- form) útbrot, blettabólu (maculopapular) útbrot, regnbogaroða (erythema multiforme), snertihúð- bólgu (contact dermatitis), hnútarós (erythema nodosum) og æðabólgur. Nokkur dærni eru um alvarlegri einkenni, svo sem Steven-Johnson heil- kenni og Lyell heilkenni (Toxic epidermal necro- lysis) (39). Meinferli útbrota eftir töku salflyfja eru af þrennum toga: versnun langvarandi ofsakláða, IgE- ofnæmissvörun og ofnæmislík svörun. III. Versnun langvarandi ofsakláða Langvarandi ofsakláði (chronic urticaria) er skil- greindur sem útbrot með kláða daglega eða nær daglega í sex vikur eða lengur. Einstaklingar geta þjáðst af sjúkdómnum ævilangt, með hléum. Algengi sjúkdómsins er um 0,1-3% á Vesturlöndum og hann er oftast af óþekktum uppruna, en sjálfsofnæmi er í þeim tilvikum talin lfldegasta frumorsökin (41). Sterk tengsl eru milli salflyfjanotkunar og versn- unar langvarandi ofsakláða. 70% einstaklinga með langvarandi ofsakláða sem hafa virk einkenni fá 548 Læknablaðið 2004/90
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.