Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2004, Blaðsíða 22

Læknablaðið - 15.07.2004, Blaðsíða 22
FRÆÐIGREINAR / SALÍLYFJAOFNÆMI Greiningar salílyfjaofnæmis Greining salflyfjaofnæmis er nokkrum vandkvæðum háð. Fyrir það fyrsta er ekki til nein hættulaus greiningaraðferð sem framkvæmd er in vivo og í öðru lagi eru flestar in vitro greiningaraðferðir verulega takmarkaðar bæði í sértækni og næmni. Oft er saga sterkasti greiningarþátturinn og er hún í mörgum tilvikum látin duga sem greining. Lík- amsskoðun er svo einnig stór greiningarþáttur, til dæmis með tilliti til sepa í nefholi, útbrota eða asma- einkenna. Greining IgE-miðlaðs salflyfjaofnæmis er mögu- leg in vitro. Hægt er að notast við ýmis sameinda- fræðileg próf, svo sem mælingu magns sértæks IgE eða aukningu í magni leukótríena í blóðvökva eftir viðbót salílyfs (50). Notkun húðprófs er sértæk og næm leið til þess að prófa IgE-miðlað ofnæmi. Staðreyndin er þó sú að ekkert húðpróf er til á almennum markaði fyrir salílyfjaofnæmi af neinu tagi. Stundum er þörf á að framkvæma áreitispróf, þar sem einstaklingur grunaður um ofnæmi fær ofnæmisvaka (í þessu til- viki salflyf) til inntöku eða þá hann andar að sér lofti blönduðu ofnæmisvakanum og fylgst er nteð viðbrögðunum. Hjá AERD sjúklingum er prófið jákvætt ef FEVl (magn útandaðs lofts á einni sekúndu í upphafi kröftugs útblásturs) fellur um að minnsta kosti 15% frá grunngildi þess einstak- lings. Einnig má greina hækkun leukótríena í blóði og hækkun LTE4 í þvagi umfram það sem sést hjá þeim sem ekki hafa gerviofnæmi fyrir sahlyfjum (51). Greining annars gerviofnæmis, svo sem útbrota og ofsabjúgs, er einnig hægt að gera með áreitisprófi og einkenni sem fylgja lyfjatökunni metin. Einnig er hægt að meta magn leukótríena líkt og í asma- versnun. Pótt áreitispróf séu gagnleg til greiningar eru þau undantekningarlaust óþægileg fyrir einstakling með ofnæmi og stundum lífshættuleg þar sem þeir sem eru mjög næmir fyrir áhrifum lyfjanna geta farið í ofnæmislost. Slík próf á því eingöngu að fram- kvæma á spítölum eða í nánd við nauðsynlegan bráðabúnað og af læknum með sérþekkingu á slík- um prófunum (39). Af þessari stuttu útlistun á greiningarprófum má ráða það að nokkur þörf er á að finna næmt og sértækt próf sem jafnframt er hættulaust. Slík próf þyrftu að vera framkvæmd á blóði in vitro en ekki á einstaklingnum sjálfum. Nú er í gangi rannsókn greinarhöfunda ásamt Ingu Skaftadóttur líffræðingi á rannsóknarstofnun ónæmisfræðideildar sem miðar að því að þróa sértækt og næmt in vitro próf fyrir salflyfjaofnæmi. Markmið rannsóknarinnar er að athuga hvort nota megi útlit og hegðun frumna við virkjun með ofnæmisvaka til greiningar á ofnæmi. Ef rannsóknirnar reynast gagnlegar fyrir salflyf er það von okkar að sambærilegar aðferðir mætti nota til greiningar á hvers konar ofnæmi þar sem in vivo rannsóknir eru ófullnægjandi kostur, til dæmis til greiningar á skuggaefnaofnæmi. Þakkir Höfundar vilja þakka Ingu Skaftadóttur, líffræðingi fyrir aðstoð við rannsóknarvinnu. Einnig fá Brynja Jónsdóttir, læknanemi, og dr. Alda Möller, matvæla- fræðingur, þakkir fyrir yfirlestur textans. Heimildir 1. Ghandi TKG, Weingart SN, Borus J, Seger AC, Peterson J, Burdick E, et al. Adverse Drug Events in Ambulatory Care. N Engl J Med 2003; 348: 1556-64. 2. TheJointCouncilof Allergy, Asthma.and Intmunology. Annals of Allergy. Vol 83, Dec 1999. hllp://jcaai.org/parain/Drugs 3. Bigby M, Jick S, Jick H, Arndt K. Drug-induced cutane- ous reactions: a report from the Boston Collaborative Drug Surveillance Program on 15,238 consecutive inpatients, 1975 to 1982. JAMA 1986; 256: 3358-63. 4. Gruchalla RS. Drug allergy. J Allergy Clin Immunol 2003; 111: S548-59. 5. Janeway CA. Travers P. Walport M. Shlomchik M. Allergy and Hypersensitivity. In: Janeway CA, Travers P, Walport M, Shlomchik M. Immunobiology: The immune system in health and disease. 5th ed. New York: Garland Publishing 2001: 471- 500. 6. Coombs R. Gell PG. Classification of allergic reactions respon- sible for clinical hypersensitivity and disease. Gell P, Coombs RR, Lachman PJ, editors. Clinical aspects of immunology. Oxford UK. Blackwell Scientific Publications; 1975; 761. 7. Cabral LDR, Hoffman B. NSAIDS and COX-2 Inhibitors. Internet On-line Medical Monographseries 1999; VOL. 9, NUM 3. lutp.V/wcbcampus.meit.mcphu.edu/cme/mecticine/ nsaids/introduc.htm 8. Stevenson DD. Drug hypersensitivity: adverse reaction to nonsteroidal anti-inflammatory drugs. Intmunol Allergy Clin North Am 1998; 18 (4). 9. Sérlyfjaskrá Lyfjastofnunar Islands. www.lyfjastofnun.is 10. Jóhannesson Þ. Aspirín. Acetýlsalicýlsýra og önnur salí- lyf. Læknablaöið 2000; 86: 755-68. 11. Committee E. Saies of analgesics and opioids (ACT-group MOIA, N02A and N02B) 2001. Health Statistics in the Nordic Countries. NOMESCO Publication 2002:168-9. Tilvitn- un frá Þjóðleifsson B (12). 12. Þjóðleifsson B. Ný og gömul gigtarlyf. Áhætta og ávinningur. Læknablaðið 2003; 89: 849-56. 13. Sigfússon E. Lyfjamál 115: Læknar COX? Gífurleg aukning kostnaðar vegna bólgueyðandi lyfja og gigtarlyfja. Læknablaðið 2003; 89: 545. 14. Berkes EA. Anaphylactic and anaphylactoid reactions to aspir- in and other NSAÍDs. Clin Rev Allergy Immunol 2003; 24: 137-48. 15. Szceklik A, Stevenson DD. Aspirin-induced asthma: Advances in pathogenesis, diagnosis, and (sic) management. J AUergy Clin Immunol 2003 May; 111: 913-21. 16. Hedman J, Kaprio J, Poussa T, Nieminen MM. Prevalence of asthma, aspirin intolerance, nasal polyposis and chronic obstructive puímonary disease in a population-based study. Int J Epidemiol 1999 Aug; 28:717-22. 17. Faich GA. Adverse drug-reaction monitoring. N Engl J Med 1986; 65: 448-453. 18. Nettis E, Pannofino A, D’aprile C, Ferrannini A, Tursi A. Clinical and aetiological aspects in urticaria and angio-oedema. Brit J Derm 2003; 148:501-6. 19. Samter M, Beers RF Jr. Conceming the nature of intolerance to aspirin. J Allergy 1967; 40:281-93. 20. Fahrenholz JM. Natural History and Clinical Features of Aspirin-Exacerbated Respiratory Disease. Clin Rev All Imm 2003; 24:113-24. 21. Szczeklik A, Nizankowska E, Duplaga M. Natural history of aspirin-induced asthma. AIANE Investigators. European Network on Aspirin-Induced Asthma. Eur Respir J 2000; 16: 432-6. 550 Læknablaðið 2004/90
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.