Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.07.2004, Side 33

Læknablaðið - 15.07.2004, Side 33
FRÆÐIGREINAR / GÁTTATIF OG WARFARÍN Algengi gáttatifs og notkun warfaríns hjá sjúklingum með heiladrep eða blóðþurrðarkast í heila Pétur Pétursson1 í SÉRFRÆÐINÁMI í LYFLÆKNINGUM OG HJARTASJÚKDÓMUM Sigurlaug Svein- björnsdóttir2,5 SÉRFRÆÐINGUR í TAUGASJÚKDÓMUM Gísli Einarsson3,5 SÉRFRÆÐINGUR í ORKU- OG ENDURHÆFINGAR- LÆKNINGUM Guðmundur Þorgeirsson1,5 SÉRFRÆÐINGUR í LYFLÆKNINGUM OG HJARTASJÚKDÓMUM Páll Torfí Önundarson1,5 SÉRFRÆÐINGUR í LYFLÆKNINGUM OG BLÓÐMEINAFRÆÐI Davíð O. Arnar1,4,5 SÉRFRÆÐINGUR í LYFLÆKNINGUM OG HJARTASJÚKDÓMUM 'Lyflækningadeild, 2taugalækningadeild, 3endurhæfingardeild og 4bráðamóttaka, Landspítala Hringbraut, 101 Reykjavík, 5Læknadeild Háskóla íslands. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Davíð O. Arnar, bráðamóttöku, Landspítala Hringbraut, 101 Reykjavík. davidar@landspitali. is Lykilorð: gáttatif heiladrep, skammvinn heilablóðþurrð, algengi, blóðþynning. Ágrip Tilgangur: Gáttatif er algengasta viðvarandi hjartslátt- artruflunin og getur haft afgerandi áhrif á lífsgæði. Heiladrep er einn alvarlegasti fylgikvilli gáttatifs og fjölmargar rannsóknir á síðasta áratug sýna að draga má úr tíðni þessa fylgikvilla með warfarín blóðþynn- ingarmeðferð. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna algengi gáttatifs hjá sjúklingum með heiladrep og skammvinnt blóðþurrðarkast í heila og hvernig staðið var að blóðþynningu hjá þeim sem höfðu áður þekkt gáttatif. Efniviður og aðferðir: Upplýsinga var aflað á aftur- skyggnan hátt um alla sjúklinga sem komu á Land- spítala vegna heiladreps eða skammvinnrar blóð- þurrðar í heila á fjögurra ára tímabili (1997-2000). Þessar upplýsingar höfðu verið skráðar á framvirkan kerfisbundinn hátt í Heilablóðfallsskrá. I þessari rannsókn var litið sérstaklega á gögn sjúklinga sem jafnframt voru greindir með gáttatif, ýmist áður eða í sjúkrahúslegunni eftir heilablóðfallið. Niðurstöður: Á meðal 918 sjúklinga með heiladrep eða skammvinnna blóðþurrð í heila sem gögn voru til um reyndust 124 (13,5%) hafa þekkt gáttatif fyrir greiningu heilaáfallsins. Þrjátíu og fimm til viðbótar greindust með gáttatif í legunni og hjartsláttartruflun því til staðar hjá 159 (17%) þeirra sem greindust með heiladrep eða blóðþurrðarkast. Af þeim sem voru með þekkt gáttatif fyrir voru aðeins 27 (22%) á blóðþynningarmeðferð með warfaríni við greiningu heilaáfallsins og aðeins 16 af 27 (59%) höfðu INR gildi (Intemational Normalized Ratio) yfir 2,0 við innlögn. Tuttugu og átta sjúklingar létust í legunni. Alls útskrifuðust 74 af 131 (56%) sjúklingi á warfar- ínmeðferð. Velflestir sjúklinganna höfðu að minnsta kosti einn viðbótaráhættuþátt fyrir blóðþurrðarsjúk- dómi í heila auk gáttatifs. Ályktun: Gáttatif er algengt meðal sjúklinga sem fá heiladrep eða skammvinna heilablóðþurrð en margir þeirra hafa aðra áhættuþætti heilablóðþurrð- arsjúkdóms að auki. Erfitt er því að átta sig á beinu orsakasamhengi gáttatifs og heilaáfalls hjá stórum hluta þessara sjúklinga. Niðurstöður þessarar rann- sóknar benda til þess að notkun warfaríns hafi verið ábótavant bæði fyrir og eftir heilablóðþurrð á rann- sóknartímabilinu. ENGLISH SUMMARY Pétursson P, Sveinbjörnsdóttir S, Einarsson G, Þorgeirsson G, Önundarson PT, Arnar DO Prevalence of atrial fibrillation and use of warfarin among patients with ischemic stroke Læknablaöiö 2004; 90: 561-65 Objective: Atrial fibrillation (AF) is the most common sustained cardiac arrythmia and a significant cause of morbidity. Stroke and transient ischemic attack (TIA) are well known serious complications of AF. In the last decade, a number of studies have shown that the risk of stroke in patients with AF is reduced by anticoagulation therapy with warfarin. The aim of this study was to assess the prevalence of AF in patients with acute ischemic stroke or TIA and to look at the use of anticoagulation therapy in patients who either had a previously known AF or were diagnosed to have AF during hospitalisation for ischemic stroke or TIA. Methods: Medical records of 918patients admitted to Landspitali University Hospital in lceland in 1997-2000 with the diagnosis of TIA or ischemic stroke were reviewed to detect a subgroup with AF. In addition to demographic data and cardiac function studies, information was collected about other possible coexisting stroke risk factors. Results: A total of 159 patients (17%) had AF in 124 (78%) of whom the AF was previously known. In 35 patients AF was diagnosed during the hospitalisation.The majority of those patients also had at least one other risk factor for stroke. On admission, 27 patients (22%) of those with previously known AF were being treated with warfarin. In eleven (41 %) the anticoagulation was subtherapeutic as the INR was found to be lower than 2,0. At discharge, 74 patients of those 131 (56%) who were alive were receiving warfarin anticoagulation. Conclusion: The prevalence of AF in patients with TIA or ischemic stroke was somewhat high in this study. AF and other risk factors for stroke were found to commonly coexist. Despite the well documented effect of warfarin in such patients, this therapy was underused for both primary and secondary stroke prevention. Key words: atrial fibrillation, ischemic stroke, transient ischemic attack, anticoagulation. Correspondence: Davíð O. Arnar, davidar@landspitali.is Læknablaðið 2004/90 561

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.