Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.07.2004, Page 34

Læknablaðið - 15.07.2004, Page 34
FRÆÐIGREINAR / GÁTTATIF OG WARFARÍN Inngangur Gáttatif (atrial fibrillation) er algengasta viðvarandi hjartsláttartruflunin. Algengi gáttatifs eykst með aldri og er talið að þessi takttruflun hrjái allt að 4% allra sem komnir eru yfir sextugt og yfir 10% áttræðra (1, 2). Aukið umfang sjúkdómsins er því óhjákvæmilega fylgifiskur hækkandi meðalaldurs vestrænna þjóða. Aukin lifun sjúklinga með kransæðasjúkdóm og hjartabilun eiga trúlega verulegan þátt í þessari þró- un. Gáttatif getur valdið ýmsum einkennum, eins og mæði, úthaldsskerðingu og hjartsláttaróþægindum en heilaáfall er sennilega með alvarlegustu fylgikvillum þess. Með heilaáfalli er hér átt við bæði drep vegna blóðþurrðar og skammvinn blóðþurrðarköst í heila (transient ischemic attacks). Tengsl segareks hjá sjúk- lingum með gáltatif og heilaáfall eru þekkt og þeir sem hafa hjartalokusjúkdóm, sér í lagi míturloku- þrengsli í kjölfar gigtsóttar, eru í hvað mestri hættu. Hjá þessum hópi getur áhættan á heilaáfalli verið allt að sautjánföld (3). Auk lokusjúkdóma eru aldur yfir 65 ára, sykursýki, háþrýstingur, fyrri saga um heilaáfall, stækkuð vinslri gátt og skertur samdráttur í vinstri slegli áhættuþættir fyrir segareki hjá sjúkling- um með gáttatif (3). Hjá þeim sem hafa gáttatif sem er ekki tengt lokusjúkdómi er áhættan aukin allt að fimm til tífalt miðað við þá sem eru í sínustakti eftir því hvaða áhættuþættir segareks eru til staðar. Hættan á heilaáfalli er sambærileg hjá sjúklingum með lang- vinnt gáttatif og gáttatif í köstum (paroxysmal atrial fibrillation) (3,4) Fjölmargar rannsóknir á undanförnum áratug hafa sýnt ávinning af því að meðhöndla sjúklinga með gáttatif og einhvern áhættuþátt fyrir segareki með warfaríni (5). Þannig minnkar warfarín þar sem stefnt er að INR gildi (International Normalized Ratio) milli 2,0 og 3,0 áhættuna á segareki um allt að 62%. Ýmislegt bendir þó til að slík meðferð sé van- nýtt (6,7). í nýlegri grein kom fram að um 17% þeirra sem greindust með heilaáfall í Olmstead sýslu í Minnesota í Bandaríkjunum höfði fyrri sögu um gáttatif (8). Þetta er hliðstæll gögnum frá Framingham rannsókn- inni þar sem 15% heilaáfallssjúklinga höfðu sögu um gáttatif (1). í báðum tilfellum jókst hlutfall gáttatifs hjá heilaáfallsjúklingum með vaxandi aldri. Þetta er því ekki síst vá þeirra sem eldri eru. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna algengi gáttatifs hjá íslenskum sjúklingum með heila- áföll og hvernig var staðið að blóðþynningu hjá þeim sem höfðu þekkt gáttatif fyrir áfallið. Efniviður og aðferðir Gögnum fyrir þessa rannsókn var aflað á afturskyggn- an hátt úr sjúkraskrám. Við leit að sjúklingum með heilablóðföll var stuðst við upplýsingar úr Heila- blóðfallskrá. Sú skrá var unnin af Sigurlaugu Svein- björnsdóttur og samstarfsmönnum en þar er að finna upplýsingar um þá sjúklinga sem komu á Landspítala vegna heilablæðingar, heiladreps eða skammvinnrar blóðþurrðar í heila frá 1997. í þessari rannsókn var gagnasöfnun takmörkuð við tímabilið 1. janúar 1997 til 31. desember 2000. Þeir sem höfðu heilablæðingu voru ekki teknir með í rannsóknina. Gögn þeirra sjúklinga sem jafnframt höfðu greinst með gáttatif voru skoðuð sérstaklega. Kannað var hvort gáttatif hafði verið greint fyrir eða við tilkoniu heilaáfalls, eða þá við rannsóknir á sjúklingum eftir heilaáfallið. Jafnframt var könnuð tilvist annarra áhættuþátta heilaáfalls, þá sérstaklega háþrýstings, sykursýki, blóðfituhækkunar (heildarkólesteról > 6,5) og reykinga. Þá voru kannaðir áhættuþættir segareks hjá sjúklingum með gáttatif. Upplýsingar um notkun blóðþynningarlyfja (war- farín, magnýls) við komu á sjúkrahús og við útskrift voru skoðuð. INR gildi þeirra sjúklinga sem voru á warfaríni var kannað sérstaklega með tilliti til þess hvort blóðþynningin hafi verið fullnægjandi á þeim tíma þegar þeir fengu heilaáfallið. Vísindasiðanefnd Landspítala og Persónuvernd veittu leyfi sitt fyrir framkvæmd þessarar rannsóknar. Niðurstöður Á rannsóknartímabilinu komu 918 sjúklingar á Landspítala með heilaáfall vegna blóðþurrðar eða með skammvinna blóðþurrð í heila (transient ischemic attack). Af þeim reyndust 159 (17%) hafa gáttatif sem var áður þekkt eða ýmist greindist við komu eða við nánari rannsókn á sjúklingunum. Þar af voru 87 (55%) karlar. Meðalaldur allra sem höfðu gáttatif var 76,5 ár og voru alls 142 (89%) sjúk- linganna 65 ára eða eldri (tafla I). Tafla 1. Aldursdreifing sjúklinga meö gáttatif og heila- áfall. Aldur Fjöldi (n=159) % < 65 ára 17 11 65-74 ára 49 31 > 74 ára 93 58 Hjá 124 af 159 (78%) eða hjá 14% af öllum hópn- um var gáttatif þekkt fyrir komu á sjúkrahús en hjá 35 (22%) greindist gáttatifið við eða eftir komu, ýmist með hjartalínuriti eða við Holter síritun. Fjölmargir höfðu jafnframt aðra áhættuþætti heilablóðfalls, þannig hafði um helmingur sjúklinganna einnig háþrýsting og sömuleiðis um helmingur reykingasögu (tafla II). Tuttugu og átta (18%) sjúklingar létust í spítalalegunni. Alls 155 sjúklingar (97,5%) höfðu að minnsta kosti einn annan áhættuþátt fyrir segareki í gáttatifi (tafla III). Ef litið var framhjá aldri yfir 65 ára höfðu 562 Læknablaðið 2004/90

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.