Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.07.2004, Qupperneq 35

Læknablaðið - 15.07.2004, Qupperneq 35
FRÆÐIGREINAR / GÁTTATIF OG WARFARÍN Tafla II. Aðrir áhættuþættir heilablóðþurrðar hjá sjúkling- um með gáttatif. Áhættuþættir Fjöldi (n=159) % Háþrýstingur 80 50 Sykursýki 24 15 Reykingar 78 49 Blóöfituhækkun 18 11 Hálsslagæöaþrengsli 25/68 37 Tafla III. Áhættuþættir fyrir segareki í gáttatifi hjá sjúk- lingum með gáttatif og heiladrep eða skamm- vinna blóðþurrð. Áhættuþættir Fjöldi (n=159) % Áður heilablóðfall/TIA 57 36 Háþrýstingur 80 50 Sykursýki 24 15 Stækkuö vinstri gátt 32 af 78 41 Skertur samdráttur vinstri slegils 24 af 82 29 128 (80,5%) hið minnsta einn áhættuþátt fyrir heila- blóðfalli. Einungis 2,5% sjúklinganna voru yngri en 65 ára og án annarra þekktra áhættuþátta fyrir sega- reki í gáttatifi. Við komu á sjúkrahús voru aðeins 27 sjúklingar af 159 (17%) á warfarínmeðferð en 70 (44%) voru að taka magnýl. Sjötíu og einn (45%) var hvorki á war- faríni né magnýli við komu. Af þeim 124 sem höfðu áður þekkt gáttatif voru 27 (22%) á warfaríni við komu á sjúkrahús en 47 sjúklingar (40%) voru hvorki á warfaríni né magnýli. Hlutfall sjúklinga með áður þekkt gáttatif sem voru á warfarínmeðferð fyrir heila- blóðfall var svipað yfir þau fjögur ár sem rannsóknin náði til (mynd 1). Alls 131 sjúklingur af þeim 159 sem voru með í rannsókninni útskrifaðist af sjúkrahúsinu. Af þeim útskrifuðust 74 af 131 (56%) á warfarínmeðferð, 51 af 131 (39%) með magnýl og 25 af 131 (19%) án blóð- þynningarmeðferðar. Þegar INR gildi þeirra sem voru á warfaríni voru skoðuð nánar kom í ljós að 11 (41%) þeirra höfðu verið undir viðmiðunarmörkum (INR > 2,0) við komu á sjúkrahúsið með heilablóðfallið en þrír þeirra með INR milli 1,8 og 2,0. Aðeins einn sjúklingur var með INR yfir 3,0. Sextán sjúklingar (59%) af 27 sem voru á warfaríni voru með INR milli 2,0 og 3,0 urn það leyti sem þeir fengu heilaáfall. Umræða Meginniðurstaða þessarar könnunar var þríþætt. í fyrsta lagi er gáttatif til staðar hjá umtalsverðum fjölda sjúklinga með heiladrep og skammvinna blóðþurrð í heila. í öðru lagi var notkun blóðþynningarlyfsins warfarín ábótavant hjá sjúklingum með þekkt gáttatif á rannsóknartímabilinu frá 1997 til 2000. í þriðja lagi hafa sjúklingar með heilaáfall oft nokkra áhættuþætti fyrir segareki og því vandasamt að átta sig á orsakasamhenginu milli tilvistar gáttatifs og Mynd 1. Hlutfall gáttatifs- heilaáfalls hjá hverjum og einum sjúklingi. sjúklinga á blóðþynningar- Niðurstöður okkar sýndu að gáttatif er til staðar meðferð. hjá 17% sjúklinga hérlendis með heiladrep eða skammvinna blóðþurrð í heila þó takttruflunin hafi einungis verið þekkt hjá 14% við komu á sjúkrahúsið. Það er svipað hlutfall og sást í rannsókn á sjúklingum með heilablóðfall á Sjúkrahúsi Reykjavfkur en í þeirri rannsókn var hlutfall þeirra sem voru með þekkt gáttatif við greiningu heilablóðfalls 16% (8). Erlendar rannsóknir hafa sýnt að hlutfall áður þekkts gáttatifs hjá sjúklingum með heiladrep var milli 15 og 17% (1, 9). I annarri erlendu rannsókninni var hlutfall heila- blóðfalls um tvöfalt hærra hjá sjúklingum með gáttatif en hjá samanburðarhópi sem var sambærilegur hvað varðar aldur en án gáttatifs (9). í sömu rannsókn var kannað algengi gáttatifs hjá sjúklingum með heiladrep á 30 ára tímabili og kom í ljós hlutfallsleg aukning á tíðni gáttatifs hjá öllum aldurshópum en þó sýnu mest hjá þeim sem elstir voru. Þessar niðurstöður benda því lil að gáttatif sé mögulegur orsakavaldur heiladreps í allt að fimmtungi lilfella. Þetta er þeim mun athyglisverðara í ljósi þess að hægt er að draga verulega úr hættunni á segareki hjá þeim sem hafa gáttatif með blóðþynningarmeðferð. I dag er blóðþynning með warfaríni áhrifaríkasta vörnin gegn heilablóðföllum vegna segareks frá hjarta. Sem fyrr segir hefur í fjölda rannsókna verið sýnt fram á ávinning blóðþynningar með warfaríni hjá þeim gáttatifssjúklingum sem eru taldir í sérstakri hættu á að fá segarek. Kannanir hafa ennfremur sýnt að ávinningur af warfaríni er einnig til staðar hjá þeim sem ekki eru þátttakendur í stórum klínískum rann- sóknum og því ekki undir jafn tíðu og öflugu eftirliti og þar tíðkast (10,11). Ávinningur af magnýli er ekki nándar nærri eins mikill. í leiðbeiningum evrópsku og amerísku hjartalæknasamtakanna um meðferð gáttatifs er skýrt kveðið á um að þeir sem hafa gátta- tif og einn af áhættuþáttunum fyrir segareki eigi að vera á warfarínblóðþynningu ef ekki er frábending Læknablaðið 2004/90 563
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.