Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.07.2004, Page 44

Læknablaðið - 15.07.2004, Page 44
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ORLOFSHÚS Glæsi orlofshús risið í Húsafelli Fimmtudaginn 10. júní var nýtt orlofshús Læknafé- lags Islands tekið í notkun en það stendur í landi Húsafells, nánar tiltekið syðst og vestast í skóginum þar sem sumarhúsabyggðin er. Þrátt fyrir Húsa- fellspest safnaðist þar saman nokkur hópur lækna og starfsfólks sem vann að byggingu hússins og fagnaði tilkomu þessa glæsilega bústaðar sem eflaust á eftir að njóta mikilla vinsælda. Sigurbjörn Sveinsson formaður LÍ tók fyrstu skóflustunguna að húsinu í nóvember á síðasta hausti og hann hefur tekið að sér að fóstra húsið fyrsta kastið. Þegar vígslan fór fram hafði hann dvalið þar í nokkra daga og prufukeyrt húsið og var ekki annað að heyra á honum en að það hefði staðist öll próf. Húsið er rúmlega 70 fermetrar að stærð með Þröstur stofu, þremur svefnherbergjum, eldhúsi og baðher- Haraldsson bergi en það síðastnefnda vakti mikla aðdáun gesta fyrir smekklega hönnun. Það á reyndar við um allt húsið sem er teiknað af verkfræðistofunni Víðsjá. Umhverfis allt húsið er sólpallur sem er á annað hundrað fermetra að flatarmáli og í honum að sjálfsögðu heitur pottur. Húsið stendur í miðjum birkiskógi skammt frá ánni en sunnan við það eru kaldavermsl og lítil tjörn. Vestan við húsið er lítið rjóður sem hefur verið sléttað þannig að þar er hægt að tjalda eða sitja og njóta veðurblíðunnar. Við smíði hússins hefur þess verið gætt að hreyfihamlaðir geti farið allra sinna ferða um það. Húsasmíðameistari og aðalverktaki við húsbygg- inguna var Eiríkur Ingólfsson en ýmsir undirverktak- ar sáu um einstaka verkþætti. Húsið stendur á leigu- lóð sem er í eigu Ferðaþjónustunnar Húsafelli en húsráðendur þar eru hjónin Bergþór Kristleifsson og Hrefna Sigmarsdóttir. Paö var ekki auðhlaupið að því að ná mynd af nýja bti- staðnum fyrir trjágróðri og tókst ekkifyrr en verktakar lánuðu blaðamanni tröppur. Sólpallurinn umkringir allt húsið en dyrnar eru út úr baðherberginu svo aðgengið að heita pottinum er eins og best verður á kosið. Hér að ofan sést svo inn í eitt þriggja svefnherbergja í bústaðnum en luisið er allt klœtt Ijósri furu að innan. 572 Læknablaðið 2004/90

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.