Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2004, Blaðsíða 51

Læknablaðið - 15.07.2004, Blaðsíða 51
UMRÆÐA & FRÉTTIR / VÍSINDARANNSÓKNIR Það var spurt um hugmyndir og árangur - segir Vilmundur Guðnason forstöðulæknir Hjartaverndar um ástæður þess að samtökin fengu styrk frá National Institute of Health í Bandaríkjunum Hjartavernd hefur um langt árabil stundað rann- sóknir á hjarta- og æðasjúkdómum og áhættuþáttum sem þeim tengjast. A síðustu árum hefur starfsemin eflst verulega og má ekki síst þakka það styrkjum sem samtökunum hefur tekist að afla frá National Institute of Health (NIH) í Bandaríkjunum. Nú starfa hjá Hjartavernd 90 manns auk 30 annarra sem ýmist eru verktakar eða í sérverkefnum á vegum samtakanna. Mikilvægi þessara erlendu styrkja fyrir starfsemi Hjartavemdar má ráða af því að í fyrra námu þeir á milli 80 og 90 af hundraði allra tekna samtak- anna. Rannsóknir Hjartaverndar eru ekki reknar í hagnaðarskyni og þátttakendur greiða ekki fyrir framlag sitt til þeirra. Einu tekjurnar eru því framlög á fjárlögum og styrkir úr innlendum og erlendum sjóðum. Hjartavernd samdi fyrst við NIH árið 2001 en að sögn Vilmundar Guðnasonar forstöðulæknis voru þá liðin þrjú ár frá því hafist var handa við að sækja um. „Við sóttum þennan styrk í samkeppni við marga öfluga rannsóknarhópa og þurftum að sýna fram á að við værum betri en aðrir. Við fengum ýmsa til liðs við okkur, meðal annars tók endurskoðunarfyrirtækið KPMG að sér að semja viðskiptaáætlun fyrir rann- sóknirnar sem lögð var fram með umsókninni," segir Vilmundur. Að breyta læknisfræðinni En hvernig skyldi standa á því að bandarískt rfkis- fyrirtæki ákveður að styrkja íslenska rannsóknarstofn- un. Eftir hverju er verið að slægjast með því að veita Hjartavernd styrk? „Fyrir því eru einkum tvær ástæður. Hjartavemd er rannsóknarhópur sem hefur verið að verki í 35 ár en á þeim tíma hefur safnast upp mikil þekking og upplýsingar sem hægt er að nýta við áframhaldandi rannsóknir. í öðru lagi höfum við ákveðnar hug- myndir um nýtingu þessara upplýsinga til að auka þekkingu okkar og jafnvel breyta læknisfræðinni. Við þetta má bæta því að við klárum það sem við byrjum á,“ segir Vilmundur. Hann bætir því við að Hjartavernd hafi lagt áherslu á það í samningsgerðinni að öll úrvinnsla upplýsinga fari fram hér á landi. „Við fengum meðal annars styrk til að koma hér upp ofurtölvu til að annast úrvinnslu úr heilamyndum og rökstuddum það með því að við höfum ákveðnar hugmyndir um það hvernig beita Vilmundur Guðnason for- megi erfðafræði við þá úrvinnslu." stödulœknir Hjartaverndar. - En fylgja engar skuldbindingar þessum styrk? „Nei, ekki aðrar en þær að við skulum árangri. NIH eignast ekki gögn eða aðrar upplýsingar úr rannsókninni. Þetta verður að skoða í því samhengi að kostnaður bandarísks samfélags vegna sjúkdóma eins og hjartabilunar er gífurlegur. Það er því Ijóst að þeir hafa áhuga á öllum rannsóknum sem geta orðið til þess að bæta meðferð eða stytta meðferðartímann. Spurningin sem þeir velta fyrir sér er sú hversu mikið þurfi að stytta þann tíma til þess að rannsóknin borgi sig. Þeir hafa því fyrst og fremst áhuga á að finna þá sem líklegir eru til að geta svarað spurningum sem breyta læknisfræðinni, draga úr kostnaði, bæta líðan fólk og auka lífsgæðin.“ Tvenns konar vísindi Vilmundur er sammála því að hér á landi hafi orðið mikil breyting á vísindaumhverfinu á undanförnum árum og segir að meginskýringin á því sé sú að atvinnumennska hafi aukist í íslenskum vísindum. „íslenskir læknar hafa lengst af stundað rannsóknir í hjáverkum. Þeir hafa haft miklar klínískar skyldur og lítinn tíma lil að stunda stórar rannsóknir. Nú er þetta að breytast enda er aukin atvinnumennska eina leiðin til að við verðum samkeppnishæf á alþjóðavettvangi. Það eru til tvenns konar vísindarannsóknir. Annars vegar eru það litlar, afmarkaðar rannsóknir sem enda með því að það eru skrifaðar ein eða tvær fræðigreinar í viðurkennd tímarit. Það er tiltölulega Þröstur auðvelt að afla styrkja til svona rannsókna og þær Haraldsson Læknablaðið 2004/90 579
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.