Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.07.2004, Qupperneq 52

Læknablaðið - 15.07.2004, Qupperneq 52
UMRÆÐA & FRÉTTIR / VÍSINDARANNSÓKNIR geta skilað ágætum árangri. En það er ekki hægt að reka stór rannsóknarfyrirtæki á borð við Hjartavernd eða Islenska erfðagreiningu (ÍE) eingöngu á svona styrkjum. Hjartavernd hefur verið lengi að en á undanförnum árum hafa komið til sögunnar einkafyrirtæki í rannsóknum og þessar tvær tegundir fyrirtækja eru nauðsynlegar til þess að vísindasamfélagið geti blómstrað. Annars vegar eru það fyrirtæki á borð við Hjartavernd sem njóta opinberra styrkja og stunda grunnrannsóknir og við hlið þeirra einkafyrirtæki sem breyta þessum rannsóknum í verðmæli. Þessar tvær stoðir styðja hver aðra eins og sést á því að enginn á í meira samstarfi við IE en Hjartavernd sem samtímis er í samkeppni við fyrirtækið. ÍE er að þróa lyf um þessar mundir og það vill svo til að stór hluti rannsóknanna vegna þess fara fram hér hjá okkur. Eg fagna því að það skuli vera unnið markvisst að því að gera heilbrigðisvísindi að atvinnugrein hér á landi. Þetta er tækifæri sem við fáum bara einu sinni og ef við grípum það ekki núna verða íslensk vísindi áfram tómstundagaman,“ segir Vilmundur. Gröfum æ dýpra Eins og fram kemur í viðtalinu við Hans Kristján Guðmundsson hjá Rannís hér í blaðinu hafa íslenskir vísindamenn nýtt sér aðgang að evrópskum rann- sóknarstyrkjum í sívaxandi mæli. Vilmundur vill frek- ar líta til Bandaríkjanna eftir styrkjum. „Við höfum fengið eitthvað af litlum styrkjum frá Evrópu og höfum þurft að leggja fram fjármagn á móti þeim. Sú regla kemur hins vegar í veg fyrir að við getum sótt um stóra styrki (il Evrópu. Það segir sig sjálft að ef okkur vantar einn milljarð króna í styrki til að gera einhverja rannsókn þá getum við ekki reitt fram helminginn af því sjálf nema í samstarfi við einkageirann en við það breytast allar forsendur rannsóknarinnar. Þetta er dauðadæmd stefna enda eiga vísindarannsóknir ekki auðvelt uppdráttar í Evrópu. Menn hugsa öðruvísi í Bandaríkjunum enda standa þeir þjóða fremstir í vísindum. Þangað horf- um við og erum til dæmis komin í góð tengsl við John Hopkins sjúkrahúsið þar sem starfa einhverjir fremstu vísindamenns heims á sviði læknisfræði. Við erum að koma upp teymi með þeim sem getur orðið öflugt í vísindarannsóknum í framtíðinni.“ Vilmundur er bjartsýnn á framtíð Hjartaverndar og sér ekki fram á annað en að starfsemin muni halda áfram að eflast. „Mitt hlutverk er að skyggnast fram í tímann og sjá hvar við munum standa eftir fimm eða tíu ár. Eg sé fyrir mér að við munum ekki verða í síðri stöðu en núna. Við sjáum fram á árangur í starfi okkar sem heldur okkur í þeirri stöðu sem við erum. Við munum kafa æ dýpra og leitast við að svara mikilvægari spurningum,“ segir Vilmundur Guðnason forstöðulæknir. 580 Læknablaðið 2004/90
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.