Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.07.2004, Qupperneq 55

Læknablaðið - 15.07.2004, Qupperneq 55
UMR/EÐA & FRÉTTIR / FARALDAFRÆÐ 39 Faraldsfræði í dag Ferílrannsóknir IV Ýmsir þættir geta valdið skekkjum í ferilrannsókn- um. Þegar hefur verið rætt um aðferðir við eftirfylgni og gagnaöflun í því sambandi og mikilvægi þeirra við að hindra eða að minnsta kosti draga verulega úr hættu á skekkju (bias). Það er á valdi rannsakenda hvernig slíkum aðferðum er beitt. Hins vegar geta aðrir þættir sem ekki eru á þeirra valdi leitt til skekkju í ferilrannsóknum nema rétt sé brugðist við í gagna- meðferð og -greiningu. Þarna er fyrst og fremst urn að ræða breytingar á áreitisstöðu (exposure status) þeirra einstaklinga sem eru þátttakendur eða við- fangsefni rannsóknarinnar. Einstaklingar sem ekki höfðu orðið fyrir áreitinu í byrjun geta orðið fyrir því eftir því sem á rannsóknartímann líður eða þeir sem orðið höfðu fyrir litlu áreiti í byrjun (þegar hóparnir voru skilgreindir) verða fyrir meira (eða minna) áreiti með tímanum. Þessi breyting getur augljóslega haft áhrif á niðurstöðuna eða samband áreitis og útkomu eins og það er metið í rannsókninni. Því þarf að taka afstöðu til þess hvernig slíkar breytingar eru með- höndlaðar, það er að segja hvort, og þá hvernig, á að endurflokka þessa einstaklinga í samræmi við þær breytingar sem orðið hafa. Við þessa ákvörðun þarf að taka tillit til að minnsta kosti þriggja þátta. í fyrsta lagi þarf að hafa í huga rannsóknarspurninguna sjálfa og með hvaða hætti á að mæla niðurstöðuna (áhættu, breytingu á áhættu, hraða breytingar á áhættu og svo framvegis). I öðru lagi er nauðsynlegt að taka mið af grundvallarhönnun ferilrannsóknarinnar, það er skil- greiningu rannsóknarþýðisins. Þetta atriði er nátengt hinu fyrsta. Að lokum ber að taka tillit lil tímalengdar rannsóknarinnar eða hve lengi á að fylgja rannsókn- arþýðinu eftir. Hér á eftir verður gerð grein fyrir þessum þremur þáttum í mjög stuttu máli en hver um sig er í raun efni í bókarkafla. Áhættu (eða samband áreitis og útkomu) er hægt að meta á nokkra vegu í ferilrannsóknum. Algengast er að meta nýgengi (incidence rate) og hlutfallslega áhættu (relative risk) en auðvitað er mælikvarðinn háður skilgreiningu rannsóknarspurningarinnar og stundum er til dæmis áhugavert að mæla hve langur tími líður frá áreiti og þangað til útkoman kemur fram (time to event, occurrence time). í öllum tilfell- um þarf rannsóknarspurningin að fela í sér skilmerki um tíma. Þessi skilmerki þurfa að taka til tveggja atriða. í fyrsta lagi þarf að skilgreina á hvaða tíma- bili á að mæla áhrif áreitisins, það er hve lengi á að fylgjast með einstaklingunum. í öðru lagi verður að skilgreina innleiðslutímann (induction time) eða það tímabil í byrjun rannsóknar þar sem ekki á að telja með útkomur sem kunna að greinast. Ef rannsókn beinist til dæmis að tengslum geislunar við síðkominn sjúkdóm þarf að ákveða hve lengi á að bíða eftir að hann komi fram en jafnframt gæti þurft að tiltaka hvenær á að byrja að telja ný lilfelli sjúkdómsins. Með öðrum orðum: Hve langan tími má ætla að það taki áhrif geislunarinnar að leiða lil þess að sjúkdómurinn verði til? Hvenær má byrja að telja sjúkdómstilfelli sem útkomu þessa tiltekna áreitis? Augljóslega eru báðar þessar skilgreiningar mjög háðar hveiju pari áreitis og útkomu fyrir sig. Vel skilgreind rannsóknarspurning er svo leiðandi í því hvernig áhættan er mæld (nýgengi, hlutfallsleg áhætta og svo framvegis). Þá er það skilgreining rannsóknarþýðisins. I sum- um tilvikum er rannsóknarþýðið skilgreint við upp- haf rannsóknar og ekki er leyfilegt að bæta við það einstaklingum síðar. Þá er sagt að rannsóknarþýðið (og ferilrannsóknin) sé fast (fixed). Þessi aðferð er yfirleitt notuð í slembnum íhlutunarrannsóknum (randomized clinical trials). Ef ekkert brottfall verð- ur úr slíkri ferilrannsókn er hún auk þess sögð vera lokuð (closed), sem þýðir þá að engar breytingar hafa orðið á rannsóknarþýðinu í heild á tímabilinu. Opin ferilrannsókn er hins vegar sú þar sem sam- setning rannsóknarþýðisins getur breyst í límans rás þar sem nýjir einstaklingar bætast við og aðrir hverfa á braut. Hvort sem um er að ræða opna eða lokaða ferilrannsókn getur þurft að taka afstöðu til breytinga í áreitisstöðu en alla jafna er það nokkuð flóknara í þeim opnu. Að lokum er meðferð breytinga á áreitisstöðu háð tímalengd rannsóknar. Augljóslega er hættan á slfk- um breytingum meiri eftir því sem áætluð eftirfylgni er lengri. Einnig gildir það almennt að því lengur sem á að fylgjast með einstaklingunum þeim mun mikil- vægara er að bregðast rétt við slíkum breytingum. Næst verður spjallað um áhrif breytinga í áreitis- stöðu og helstu aðferðir við endurflokkun samkvæmt slíkum breytingum. María Heimisdóttir mariahd@landspUati.is María er faraldsfræðingur á Landspítala. Læknablaðið 2004/90 583
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.