Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2004, Blaðsíða 5

Læknablaðið - 15.09.2004, Blaðsíða 5
LISTAMAÐUR MÁNAÐARINS ö M R Æ D A 0 G F R E T T I R 638 Af sjónarhóli stjórnar LÍ: Nútímafórnir Sigurður E. Sigurðsson LI ræður hagfræðing til starfa 639 DRG á Landspítala: „Mér líst nokkuð vel á DRG sem stjórntæki“ - segir Jón Hilmar Alfreðsson sviðsstjóri kvennasviðs Landspítala en það var fyrst til að innleiða DRG-greiðslukerfi sem á að bæta reksturinn „Allir vilja vera með“ - segir Guðrún Björg Sigurbjörnsdóttir verkefnisstjóri Þröstur Haraldsson 642 Aðalfundur Læknafélags íslands 2004 643 Læknaþing Bókarfrétt: Handbók í aðferðafræði og rannsóknum 644 Stjórn og vísindi á háskólasjúkrahúsi Matthías Kjeld 648 Sjö heilbrigðisstofnanir sameinaðar Magnús Skúlason ráðinn framkvæmdastjóri á Suðurlandi Þröstur Haraldsson 649 Heilsa og starfsumhverfi lækna rannsakað Liður í fjögurra landa könnun Þröstur Haraldsson 651 Reykingar eru líka okkar mál! Valgerður Rúnarsdóttir 653 Stofnfrumur í kosningabaráttunni vestanhafs Víða um lönd er rætt um hvort leyfa skuli rannsóknir á stofnfrumum úr fósturvísum til lækninga en hér á landi ríkir þögnin ein Þröstur Haraldsson 655 íðorð 169: Villur í íðorðasafni Jóhann Heiðar Jóhannsson 657 Faraldsfræði 40: Ferilrannsóknir V María Heimisdóttir 659 Broshorn 51: Gifs og tóm glös Bjarni Jónasson 660 Námskeið/þing/okkar á milli 663 Sérlyfjatextar 667 Minnisblaðið Hvað er að gerast á þessari græn- leitu mynd? Þar má sjá konu og við andlit hennar glampa Ijósgeislar af óljósum uppruna. Aðstæður eru allar óskýrar, óljóst hvort konan er með meðvitund og myndin gæti allt eins verið tekin neðansjávar. Konan er listamaðurinn sjálfur, Ásdís Sif Gunnarsdóttir (f. 1976), sem nýverið lauk námi í Banda- ríkjunum. Hún hefur gert töluvert af gjörningum og myndbandsverkum auk innsetninga og Ijósmynda. Myndin á forsíðu Læknablaðsins að þessu sinni er stillimynd úr mynd- bandi og voru bæði til sýnis nú í ár í Listasafni Reykjavíkur, myndbandinu varpað á veggi þar sem prentaðar stillimyndirnar héngu. Myndbandið hafði enga sérstaka frásögn en sýndi stutt myndskeið þar sem litir og Ijós ásamt Ásdísi sjálfri léku stórt hlutverk. Hægt var á því þannig að hreyfingin varð höktandi og óskýr svo úr varð athyglisvert samspil við myndirnar á veggjunum. Framsetn- ingin minnti mann á frumforsendur Ijósmyndar, að frysta eitt augnablik frá ákveðnum sjónarhóli. Þann- ig getur maður bæði gaumgæft ýmis smáatriði sem færu fyrir ofan garð og neðan í raunveruleikanum en líka mistúlkað eitthvað sem í veruleikanum liggur Ijóst fyrir. Gylltu glamparnir stafa til dæmis af lítilfjör- legu jólaskrauti sem Ásdís hristi við höfuð sér. Með titlinum Golden Streams vísar listakonan hugsanlega í kunnuglegt minni í listasögunni um gullregnið sem Seifur breytti sér í og þegar því rigndi yfir Danae varð hún ólétt að Perseifi. Þannig má lesa þetta verk Ásdísar á goðsögulegan hátt en umbreyting, grímubúning- ar og ýmis ieikur er einkennandi fyrir verk hennar ásamt skírskotun í helgisiði eða athafnir. í gjörning- um hefur hún mölvað jólakúlur á hælaháum skóm, farið með texta, brotið leirtau og klæðst ýmsum búningum. Skrautlegir þættir eins og flugeldar, jólaskraut og annað glys eru áberandi. Þannig verða verkin óhjákvæmilega áferðarfalleg og oft kvenleg en einnig kraftmikil, lifandi og gamansöm. í gegnum dulúðugt yfirborð skynjar maður einlæga end- urspeglun mannlegra samskipta og tilfinninga. Það gildir þó um grænu myndina eins og öll góð listaverk að hennar má njóta á ólíkum forsendum og má hvetja fólk til að fylgjast með frekari störfum Ásdísar sem er mjög forvitnilegur listamaður. Markús Þór Andrésson Læknablaðið 2004/90 601
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.