Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2004, Blaðsíða 64

Læknablaðið - 15.09.2004, Blaðsíða 64
NÁMSKEIÐ Endurmenntun Háskóla íslands Dunhaga 7,107 Reykjavík Sím: 525-4444 Fax: 525-4080 Tölvupóstur: endurmenntun@hi.is Veffang: www.endurmenntun.is Flokkunar- og kóðunarkerfi í heilbrigðisvísindum Þverfaglegt námskeið sem má meta til 3 eininga sem hluta af námi til MHI (Master of Health Informatics). Um flokkunar- og kóðunarkerfi innan heilbrigðisvísinda, kynsl- óðir þeirra og uppbyggingu, mikilvægi þessara kerfa fyrir klíníska vinnu, rannsóknir, mótun gagnreyndrar þekkingar og stjórnun, meðhöndlun gagna, alþjóðlega gagnastaðla og lýs- igögn. Umsjón: Ásta St. Thoroddsen dósent við hjúkrunarfræðideild HÍ og María Heimisdóttir læknir. Tími: Þri. 14. sept -1. des. kl. 14:00-17:00 (12x). Verð: 29.000 kr. Tölvusneiðmyndatækni, myndgreining og geislavarnir Ætlað röntgenlæknum, geislafræðingum, tæknimönnum og öðrum sem vinna við TS búnað. Fjallað er um þróun tölvusneiðmyndatækni og áhrif á myndg- æði, greiningargildi og geislaskammta, um helstu rannsóknar- aðferðir, nýjar og breyttar rannsóknaraðferðir, gerð prótókolla o.fl. Kennarar: Guðlaugur Einarsson geislafræðingur hjá Geisla- vörnum ríkisins, dr. Ásbjörn Jónsson sviðsstjóri myndgrein- ingarþjónustu Landspítala, Smári Kristinsson hjá Raferninum ehf. og fleiri. Tími: Lau. 25. sept. kl. 9:00-16:00. Verð: 15.800 kr. Hagnýt líftölfræði í rannsóknum í samstarfi við rannsóknarnámsnefnd læknadeildar HÍ. Námskeiðið má meta til 2 eininga sem hluta af námi til MA prófs. Fjallað er um notkun á hagnýtri tölfræði (líftölfræði) með hjálp algengra forrita fyrir smátölvur. Mælingar og mæligildi, skipu- lag tilrauna, dreifing, öryggisbil, aðfallsgreining, fylgni og til- gátuprófun. T-próf, ANOVA, kíkvaðrat, próf sem eru óháð drei- fingu, stærð úrtaks, styrkur (power), útlagar (outliers) o.fl. Val aðferða og túlkun á niðurstöðum. Umsjón: Magnús Jóhannsson prófessor við HÍ. Fyrirlesari með honum er María Heimisdóttir læknir. Tími: Fös. 1. okt - 3. des., kl. 16:15-18:00 (10x). Verð: 22.900 kr. skilinna leyfa. Kynnt eru dæmi um klíníska rannsókn. Fjallað um hvernig á að lesa vísindaritgerð um klíníska rannsókn og um frumulíffræði, um skrif visindaritgerðar og nokkur hjálpar- tæki kynnt. Umsjón: Magnús Jóhannsson prófessor við HÍ. Fyrirlesarar með honum eru læknarnir María Heimisdóttir, Elín Ólafsdóttir, Helga M. Ögmundsdóttir og Guðmundur Þorgeirsson. Timi: Mán. 4. okt. - 6. des., kl. 16:15-18:00 (10x). Verð: 22.900 kr. Geislavarnir og viðgerðir á geislatækjum í samstarfi við Geislavarnir ríkisins. Námskeiðið er ætlað starfsmönnum tæknideilda sjúkrahúsa og fyrirtækja sem starfa við uppsetningar, viðgerðir, viðhald og breytingar á tækjum sem gefa frá sér jónandi geislun, þ.e. röntgentæki og tæki sem innihalda eða nota geislavirk efni. Námskeiðið er einnig mikilvæg upprifjun fyrir þá sem nú þegar hafa hlotið þessa viðurkenningu. Kennarar: Guðlaugur Einarsson og aðrir starfsmenn Geisla- varna ríkisins. Tími: Þri., 5. og fim. 7. okt, kl. 16:00-19:00 og fös. 8. okt., kl. 16:00-18:00 (verklegt) (3x). Verð: 21.100 kr. Þjónusta við börn með CP (cerebral palsy) Skipulagning og samvinna I samstarfi við sjúkraþjálfunarskor HÍ, Barnaspitala Hringsins og Greiningarstöð ríkisins. Fjallað um skilgreiningar á CP og farið yfir einkenni og horfur hjá börnum með CP. Kynnt er sú þjónusta sem þau fá og rætt hvað þarf að bæta. Samstarf stofnana, fagfólks og foreldra til umræðu, sem og skipulagt eftirlit með ýmsum þáttum sem snúa að barninu. Umsjón: Björg Guðjónsdóttir sjúkraþjálfari og Ólafur Thorar- ensen barnalæknir. Fyrirlesarar: Peter Rosenbaum, barnalæknir og sérfræðing- ur í þroska barna við CanChild miðstöðina Ontario, Kanada. Gunnar Hágglund, bæklunarlæknir barna og Eva Nordmark sjúkraþjálfari sem starfa á Háskólasjúkrahúsinu í Lundi í Sví- þjóð. íslenskir sérfræðingar. Tími: Mið. 8. okt., kl. 8:30-16:15. Verð: 14.800 kr. Vísindaleg aðferðafræði og greinaskrif I samstarfi við rannsóknarnámsnefnd læknadeildar HÍ. Námskeiðið má meta til 2 eininga sem hluta af námi til MA prófs. Fjallað er um þýðingu vísindalegrar aðferðar og markviss- rar rannsóknarspurningar i allri rannsóknarvinnu og kynntar helstu aðferðir í faraldsfræði, rannsóknaráætlun og mikilvægi hennar. Tölvuforrit, Netið og fleiri hjálpargögn við skipulag og úrvinnslu rannsókna. Kynning á gæðastöðlum, gæðahand- bókum og faggildingu, reglum um rannsóknir og útvegun til- Erfðabreyttar lífverur og sníkjulífverur (samstarfi við Ráðgjafanefnd um erfðabreyttar lífverur. Saga og yfirlit. Tækni við flutning erfðaefnis milli ólíkra lífvera og áhætta og ávinningur erfðabreytinga. Notkun erfðabreyttra lífvera við framleiðslu matvæla, fóðurs og lyfja. Siðferðileg at- riði tengd erfðabreyttum lífverum og lög og reglur og eftirlit með þeim. Umsjón: Eva Benediktsdóttir dósent í örverufræði. Tími: Fös. 8. okt. kl. 14:00-18:00. Verð: 9.400 kr. 660 Læknablaðið 2004/90
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.