Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2004, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 15.09.2004, Blaðsíða 16
FRÆÐIGREINAR / KÆLING VEGNA HJARTASTOPPS Mynd 2. Púls mœldur hjá báðum hópum. Neðri línan sýnir hjartsláttartíðni kœlda hópsins en sú efri hjartslátt- artíðni hópsins sem ekki var kældur. GG = koma á gjörgœslu. Mynd 3. Meðal slagœða- þrýstingur mœldur Itjá báðum hópum. Neðri línan sýnir meðal slagœðaþrýst- ing hjá hópnum sem ekki var kœldur en efri línan er fyrir þá sem voru kœldir. GG = koma á gjörgœslu. Hjartaslög á mínútu PÚIS r Ekki kældir . Kældir jO 1 1 1 1 1 GG 6 12 18 24 Klukkustundir eftir innlögn á gjörgæslu mmHg Meðal slagæðaþrýstingur ■ - Kældir — - Ekki kéeldir i i i i GG 6 12 18 24 Klukkustundir eftir innlögn á gjörgæslu ná sjúklingunum niður undir 34° C og helst sem næst 32° C. Einungis 60% sjúklinganna náðu því marki að komast undir 34° C einhvern tíma á þessum 24 klukkustundum og sé meðaltalið skoðað þá fór það ekki undir 34° C neins staðar á þessum sólarhring eins og sést á mynd 1. Það tók sjö klukkustundir frá upphafi kælingar þar til markhitastigi var náð. Kæl- ingarhraðinn var því 0,1° C á klukkustund. Þetta er mun hægari kæling en aðrar rannsóknir (13-16) hafa sýnt með sömu kælitækni. Að okkar mati endurspegl- ar þetta hversu margir óvissuþættir fylgja ytri kælingu, til dæmis hversu mikið af ís er notað, líkamsbygging sjúklings og hversu vel tekst að kæla loftið í kringum sjúklinginn. Hópurinn sem ekki var kældur var kominn með hita, 37,5° C að meðaltali eftir 12 klukkustundir og hækkaði upp í 38° C á næstu 12 klukkustundum (mynd 1). Rannsóknir hafa sýnt að líkamshiti yfir 37° C eftir heilaskaða af völdum súrefnisþurrðar er skað- legur (8, 17-21). Það að koma í veg fyrir þessa hita- hækkun gæti því eitt og sér dregið úr einkennum frá heila vegna súrefnisþurrðar eftir hjartastopp. Samanburður þessarar rannsóknar við stóru rann- sóknirnar tvær, evrópsku og áströlsku rannsóknirnar, er mjög hæpinn (13, 14). Báðar þessar rannsóknir tóku aðeins til sjúklinga þar sem líklegt var að um tauga- og heilaskaða væri að ræða, til dæmis voru að- eins teknir 275 sjúklingar í evrópsku rannsóknina af þeim 3551 sjúklingum sem fóru í hjartastopp meðan á rannsókninni stóð. Á hinn bóginn voru næstum allir sjúklingar sem lifðu af hjartastopp teknir með í þessa rannsókn. Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða afdrif tveggja hópa sjúklinga sem voru endurlífgaðir úr hjartastoppi þar sem annar hópurinn var kældur en hinn ekki. Þetta var einungis hægt með söguleg- um samanburði þar sem áður hafði verið sýnt fram á gagnsemi þess að kæla sjúklinga eftir hjartastopp. Við sögulegan samanburð eru ýmis vandamál. Má þar helst nefna: 1. Önnur meðferð breytist á tímabil- inu sem getur leitt til betri útkomu fyrir sjúklinginn. 2. Ekki er hægt að tryggja að hóparnir séu sambærilegir. 3. Hætta er á að mikilvægar upplýsingar vanti. Við reyndum að komast hjá þessu bæði með því að velja viðmiðunarhópinn einungis frá sama stað og kælingin er nú framkvæmd á, gjörgæslunni á Landspítala við Hringbraut, auk þess sem við fórum ekki lengra aftur en til ársbyrjunar 2000. Mat á einkennum frá heila hjá sjúklingum var ein- ungis byggt á því hvert sjúklingar útskrifuðust eða hvort þeir létust. Æskilegast hefði verið að hver sjúk- lingur hefði gengist undir skoðun hjá taugasjúkdóma- lækni við útskrift. Þetta var nánast óframkvæmanlegt þar sem um afturvirka rannsókn var að ræða. Þessi rannsókn bendir til að kæling bæti árangur f meðferð meðvitundarlausra sjúklinga eftir hjarta- stopp með kælingu, án tillits til mjög þröngra inntöku- skilyrða eins og fyrri rannsóknir höfðu sýnt. Það er því ályktun okkar að kæling geti hugsan- lega dregið úr einkennum frá heila eftir hjartastopp hjá meðvitundarlausum sjúklingum án tillits til af hvaða toga hjartsláttaróreglan er. Þakkir Þökkum Erni Ólafssyni náttúrufræðingi fyrir aðstoð- ina. Hjalti Már Björnsson læknir og umsjónarmaður neyðarbílsins fær þakkir fyrir aðstoð. Kolbrún Þór- hallsdóttir skrifstofustjóri gjörgæslunnar fær þakkir fyrir góða aðstoð. Hjúkrunarfræðingum og læknum gjörgæsludeildar Landspítala er sérstaklega þakkað fyrir ómetanlega aðstoð við gerð þessarar rannsóknar. Heimildir 1. Benson DW, Williams GR Jr, Spencer FC, JYA. The use of hypo- thermia after cardiac arrest. Anesth Analg 1958; 38:423-8. 2. Williams G R Jr, Spencer F C. The clinical use of hypothermia following cardiac arrest. Ann Surg 1959; 148:462-8. 3. Safar P, Xiao F, Radovsky A, Tanigawa K, Ebmeyer U, Bircher N, et al. Improved cerebral resuscitation from cardiac arrest in dogs with mild hypothermia plus blood flow promotion. Stroke 1996; 27:105-13. 4. Yager JY, Asselin J. Effect of mild hypothermia on cerebral en- ergy metabolism during the evolution of hypoxic-ischemic brain damage in the immature rat. Stroke 1996; 27: 919-25. 5. De Bow SB, Colbourne F. Delayed transient ischemic attacks kill some CAl neurons previously salvaged with postischemic hypo- thermia: neuroprotection undone. Brain Res 2003; 959:50-7. 6. Chou YT, Lin MT, Lee CC, Wang JJ. Hypothermia attenuates cerebral dopamine overloading and gliosis in rats with heat- stroke. Neuroscience Letters 2003; 336:5-8. 7. Tomimatsu T, Fukuda H, Endoh M, Mu J, Kanagawa T, Hosono T, et al. Long-term neuroprotective effects of hypothermia on neonatal hypoxic-ischemic brain injury in rats, assessed by audi- tory brainstem response. Pediatr Res 2003; 53:57-61. 612 Læknablaðið 2004/90
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.