Læknablaðið - 15.09.2004, Blaðsíða 28
FRÆÐIGREINAR / SYKURSÝKI TEGUND 2
andi hér eins og í öðrum vestrænum löndum. Með-
al HbA,c var um eða undir 7,0% sem er lægra en í
svipuðum rannsóknum í öðrum Evrópulöndum og
bendir til betri blóðsykurstjórnunar hér. Fleiri ná
settum blóðþrýstingsgildum árið 2002 en bæta má
blóðþrýstingsstjórnun enn betur. Rannsókn okkar
svo og erlendar rannsóknir sýna að blóðfitur eru van-
meðhöndlaðar hjá sykursjúkum.
Inngangur
Sykursýki og fylgikvillar hennar eru vaxandi heilsufars-
vandamál um allan heim. Sjúkdómurinn orsakar lang-
varandi heilsuleysi og ótímabæran dauða fjölda fólks.
Tíðni sykursýki tegund 2 hefur aukist gífurlega
undanfama áratugi (1). Utreikningar hafa sýnt að
fjöldi sykursjúkra í heiminum mun aukast úr 135 millj-
ónum árið 1995 í 300 milljónir árið 2025 (1). Stærsti
hluti eða meira en 90% er sykursýki tegund 2(1).
Kostnaður vegna sykursýki fer ört vaxandi í vest-
rænum löndum. í Bretlandi er talið að 9% af öllum
kostnaði við heilbrigðisþjónustu fari í meðhöndlun á
sykursýki og fylgikvillum hennar (2) og í Bandaríkj-
unum er sambærileg tala 15% (3,4).
Talið er að 50-70% af kostnaði sjúkdómsins sé
vegna fylgikvillanna (4). Ef hægt er að koma í veg
fyrir eða seinka fylgikvillum sykursýki er mikið fé
sparað ásamt því mikilvægasta að bæta heilsu og líð-
an sjúklinganna.
Stórar rannsóknir undanfarin ár hafa tekið af allan
vafa um að með góðri blóðsykurstjórnun ásamt góðri
blóðþrýstings- og blóðfitumeðferð er hægt að ná slík-
um árangri (5-9).
Árið 1989 samþykktu aðildarríki alþjóðaheil-
brigðismálastofnunarinnar svokallaða Saint Vinc-
ent yfirlýsingu sem fól í sér reglulega úttekt á stöðu
sykursýkismála og viðeigandi ráðstafanir til að koma
í veg fyrir kostnaðarsama fylgikvilla (10). I kjölfarið
hófu nokkrar þjóðir að skrá upplýsingar um meðferð
og fylgikvilla sykursjúkra (10).
Rannsóknir á sykursýki á Islandi seinustu tvo ára-
tugi hafa sýnt lægri tíðni vissra fylgikvilla, svo sem
blindu og nýrnabilunar, en í öðrum vestrænum lönd-
um (11, 12). Minna er vitað um aðra fylgikvilla, svo
sem hjarta- og æðasjúkdóma. Tilgangurinn með rann-
sókn þessari var að gera úttekt á stöðu mála hvað
varðar meðferðarform og árangur meðferðar hjá hópi
Tafla 1. Kynja- og aldursskipting.
Island 2001 GSS LSH * n=906 Island 2002 GSS LSH n=501 Svíþjóð 2002 Heilsugæsla n=33.666 Svíþjóð 2002 Göngudeild n=14.169
Karlar/konur (%) 60/40 60/40 54/46 62/38
Meðalaldur (ár) 66 65,76 (13,14) 68,5(11,4) 60,4 (11,7)
Meðalaldur við greiningu (ár) 58 56,7 (13,1) 60,4 (11,7) 47,7 (11,1)
* Göngudeild sykursjúkra á Landspítala Hringbraut.
fólks með sykursýki tegund 2 sem kemur til eftirlits á
stærstu sykursýkismóttöku landsins, Göngudeild syk-
ursjúkra, Landspítala Hringbraut og bera niðurstöður
saman við tölur erlendis frá eftir því sem hægt er.
Efniviður og aðferðir
Árlega koma 1600-1700 einstaklingar (tegund 1 og 2,
meðgöngusykursýki og fleira) í rannsókn eða eftirlit
á Göngudeild sykursjúkra Landspítala Hringbraut.
Flestir koma þrisvar til fjórum sinnum á ári og er heild-
arfjöldi læknisviðtala og -skoðana um 5000 á ári.
Rannsóknin var tvískipt. Annars vegar voru sjúkra-
skrár allra sjúklinga með sykursýki tegund 2 (906
sjúklingar) sem komu í eftirlit, greiningu eða meðferð
á árinu 2001 á Göngudeild sykursjúkra skoðaðar og
skráðar upplýsingar um eftirfarandi atriði: greining-
arár, aldur við greiningu, þyngdarstuðul (BMI), syk-
urbundinn blóðrauða (HbA^c), blóðfitugildi, blóð-
þrýsting, notkun blóðfitu- og blóðþrýstingslækkandi
lyfja, ásamt sykursýkismeðferð.
Upplýsingarnar voru skráðar úr seinasta eftirliti á
árinu 2001.
Hins vegar voru skráðar framvirkt upplýsingar frá
apríl 2002 fyrir 501 sjúkling í eftirliti það árið. Skráð
voru sömu ofannefnd atriði eins og fyrir árið 2001
en auk þess voru skráðar upplýsingar um tegund og
fjölda blóðþrýstings- og sykursýkislyfja, reykingar og
sykursýkisbreytingar í augnbotnum. Einnig var skoð-
að hversu margir sjúklingar ná viðmiðunarmarkmið-
um (13).
Árið 2001 voru 94 (10,4%) nýgreindir en 121
(24,2%) á árinu 2002.
Upplýsingar um 380 sjúklinga voru skráðar bæði
árin.
Sykursýki tegund 2 var skilgreind samkvæmt skil-
merkjum alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (14).
Niðurstöður augnskoðana fengust frá augnlækn-
um sjúklinganna en langflestir sjúklinga með sykur-
sýki tegund 2 eru í reglubundnu eftirliti hjá augn-
læknum.
Sykurbundinn blóðrauði (HbAlC) er mældur með
DCA-2000 (Bayer) aðferð (eðlileg mörk:4,2-6,2%). í
Svíþjóð er notuð önnur mælitækni við HbA,c mæl-
ingar (mono-S). Sú tækni mælir HbA,c um einum
lægra en tæknin sem notuð er hér á landi og víðast
hvar (15).
Skráning fór fram í Access og tölfræðileg úrvinnsla
fór fram í SPSS. Tölfræðileg marktækni; p<0,05 reikn-
að með einhliða Kí kvaðrat prófi.
Rannsóknin var samþykkt af Persónuvernd og
Vísindasiðanefnd.
Til hliðsjónar voru hafðar niðurstöður úr sænska
sykursýkisgagnagrunninum (Nationella Diabetes
Registret=NDR) (16) fyrir árið 2002. í þennan net-
tengda gagnagrunn hafa bæði sérfræðingar í sykur-
624 Læknablaðið 2004/90