Læknablaðið - 15.09.2004, Blaðsíða 52
UMRÆÐA & FRÉTTIR / SAMEINING HEILBRIGÐISSTOFNANA
Sjö heilbrigðisstofnanir sameinaðar
Magnús Skúlason ráðinn framkvæmdastjóri á Suðurlandi
Um i'Essi mánaðamót verða þau tímamót að allar heil-
brigðisstofnanir á Suðurlandi sameinast í eina sem hef-
ur hlotið nafnið Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Und-
ir þeim hatti verða framvegis sjö heilsugæslustöðvar
frá Þorlákshöfn austur að Kirkjubæjarklaustri, auk
sjúkrahússins á Selfossi. Þessi nýja stofnun verður
meðal stærri heilbrigðisstofnana landsins. Hún þjón-
ar um 17 þúsund íbúum og velta hennar er um 1.230
milljónir króna á þessu ári.
Heilbrigðisráðherra skipaði á dögunum fram-
kvæmdastjóra fyrir þessa nýju stofnun og varð fyrir
valinu Magnús Skúlason deildarstjóri í heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytinu. Hann er viðskiptafræð-
ingur að mennt og starfaði um fimmtán ára skeið á
Borgarspítalanum og síðar Sjúkrahúsi Reykjavíkur
en hefur starfað á fjármálaskrifstofu ráðuneytisins
undanfarin fjögur ár. Þar hefur hans hlutverk meðal
annars verið að fylgjast með rekstri heilbrigðisstofn-
ana sem ráðuneytið hefur verið að sameina á Aust-
urlandi, í Þingeyjarsýslu og á Vestfjörðum.
Magnús Skúlason deildar-
stjóri í heilbrigðisráðu-
neytinu hefur verið
ráðinn framkvœmdastjóri
Heilbrigðisstofnunar
Suðurlands með aðsetur á
Selfossi.
Þröstur
Haraldsson
Þjónustan aukin
Læknablaðið hitti Magn-
ús að máli og innti hann
eftir því hvernig hefði
gengið að sameina þess-
ar stofnanir.
„Það hefur gengið
nokkuð vel. Ráðuneytið
kynnti þessi áform fyrst
á miðju ári 2003 og þá
var fundað með sveitar-
stjórnum á Suðurlandi
og stjórnendum stofn-
ananna sem hluta eiga
að máli. Viðbrögð þeirra voru jákvæð þótt vissulega
hefðu komið fram athugasemdir. Sveitarstjórnarmenn
óttuðust sumir hverjir að til stæði að skerða þjónustu
en það var ekki ætlunin, þvert á móti er stefnt að því
að styrkja hana. Sumar þessara stofnana eru litlar og
þess vegna ekki sterkar stjórnsýslueiningar en með
sameiningu er hægt að búa til öfluga stofnun sem get-
ur aukið þjónustu við íbúana. Með því móti er hægt
að veita meiri þjónustu heima í héraði og draga úr því
að fólk þurfi að leita til Reykjavíkur."
Eins og áður segir eru heilsugæslustöðvarnar á
Suðurlandi sjö talsins; í Þorlákshöfn, Hveragerði, á
Selfossi, í Laugarási í Biskupstungum, á Hvolsvelli/
Hellu, í Vík í Mýrdal og á Kirkjubæjarklaustri. Tvö
sjúkrahús eru á Suðurlandi, annað á Selfossi en hitt
er réttargeðdeildin á Sogni í Ölfusi. Hún verður ekki
hluti af hinni nýju stofnun, ekki frekar en elli- og
hjúkrunarheimilin sem starfrækt eru af sveitarfélög-
um á Suðurlandi. Stjórnendur Heilbrigðisstofnunar
Suðurlands munu hins vegar hafa umsjón með rekstri
réttargeðdeildarinnar.
Framkvæmdastjórar stofnananna sjö munu starfa
með Magnúsi að sameiningunni fram til 1. desember
en þá verða stöður þeirra lagðar niður. Stjórnsýslan
verður sameinuð en ekki eru fyrirhugaðar sérstakar
breytingar á þjónustu við þessa sameiningu á stjórn-
sýslunni, að sögn Magnúsar.
Þrengsli á Selfossi
Hann segir að héraðið sé nokkuð vel mannað en
eins og annars staðar á landinu hefur gengið mis-
jafnlega að manna minnstu stöðvarnar. „Það er hins
vegar reynslan af Austurlandi og Þingeyjarsýslu
að þar hefur gengið betur að manna stöðvarnar eft-
ir sameiningu. Starfsmenn sjá að þeir verða hluti af
stærri stofnun sem getur boðið upp á fræðslu og afleys-
ingar. Stöðvarnar eru ekki eins viðkvæmar fyrir því
ef einhver veikist eða hættir og vaktabyrðin verður
ekki eins stíf. Það er verið að gera þessar stofnanir
að eftirsóknarverðari vinnustöðum fyrir lækna og
aðra heilbrigðisstarfsmenn," segir Magnús. Hann
bætir því við að með sameiningu verði auðveldara
að mennta heilbrigðisstarfsmenn á Suðurlandi, bæði
læknakandídata, nema í framhaldsnámi og aðrar
heilbrigðisstéttir. „Það er mikilvægt að kynna þeim
starfsemina því hugsanlega koma þeir hingað til
starfa síðar.“
Vinnustaður Magnúsar verður á Selfossi og segist
hann fyrst um sinn ætla að keyra á milli. „Það eru tölu-
verð þrengsli í stofnuninni á Selfossi en það stendur
vonandi til bóta á næstunni þegar hafist verður handa
við að byggja við núverandi húsnæði. Það stendur til
að reisa tveggja hæða hús og í það flytur heilsugæslan
og verður á neðri hæð. Á efri hæðinni verður hjúkrun-
arrými fyrir aldraða sem nú dvelja í Ljósheimum,
gamla sjúkrahúsinu við Austurveg. Ástand þess er
orðið óviðunandi og heimilið starfrækt á undanþágu
frá heilbrigðiseftirliti. Úr þessu þarf að bæta sem fyrst
og ég er bjartsýnn á að hafist verði handa við bygging-
una áður en langt um líður,“ segir Magnús Skúlason.
648 Læknablaðið 2004/90