Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2004, Blaðsíða 53

Læknablaðið - 15.09.2004, Blaðsíða 53
UMRÆÐA & FRÉTTIR / HEILSUFAR LÆKNA Heilsa og starfsumhverfi lækna rannsakað Liður í fjögurra landa könnun á vinnutengdri heilsu og starfsumhverfi lækna í október næstkomandi mega allir læknar með gilt lækningaleyfi sem búsettir eru hér á landi eiga von á að fá boð um þátttöku í rannsókn sem nefnist Um- gjörð og heilsa í starfi lœkna. Þarna er um að ræða rannsókn sem fram fer samtímis í fjórum löndum og hefur það meginmarkmið að bera saman vinnutengda heilsu lækna, starfsumhverfi og stofnanamenningu á milli fjögurra háskólasjúkrahúsa í jafnmörgum lönd- um. A Islandi nær rannsóknin til allra lækna og mun því einnig gefa upplýsingar um starfsumhverfi eftir tegund og staðsetningu innlendra heilbrigðisstofn- ana. Ennfremur er aflað upplýsinga um heilsu og lífs- stíl íslenskra lækna. Að íslenskum hluta rannsóknarinnar standa Land- læknisembættið, Læknafélag íslands, Landspítali, Fé- lag kvenna í læknastétt á íslandi, Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum og Rannsóknastofa í vinnu- vernd við Háskóla íslands. Verkefnið er hýst hjá land- lækni og fyrir því fer Lilja Sigrún Jónsdóttir læknir og verkefnisstjóri en Þorgerður Einarsdóttir lektor er formaður rannsóknarhóps íslenska verkefnisins. Blaðamaður Læknablaðsins hitti þær að máli ásamt Ólöfu Sigurðardóttur lækni en hún var formaður Fé- lags kvenna í læknastétt á íslandi þegar það átti frum- kvæði að því að hrinda þessu verkefni af stað hér á landi. „Meginmarkmiðið með erlenda verkefninu er að skoða vinnuskipulag og umhverfi lækna á fjórum háskólasjúkrahúsum og líðan þeirra lækna sem þar starfa. Hér á íslandi bætast við nokkrar almennar spurningar um heilsu og lífsstfl," segir Lilja. Þor- gerður bætir því við að í raun séu þetta tvö verkefni því íslenska rannsóknin nær til allra lækna, ekki bara þeirra sem starfa á Landspítala. Fjölmennt bakland Lilja segir að læknar fái send gögn til að svara spurn- ingalista sem verður á ensku og þeir verði beðnir að svara á heimasíðu verkefnisins á netinu. Enskur titill þess er Health and Organization among University Hospital Physicians in four European Countries - The HOUPE Study. Karólínska sjúkrahúsið í Stokkhólmi og St. Olav's Hospital í Þrándheimi munu auk íslands leggja listann fyrir á netinu á ensku og er það fyrst og fremst gert til að forðast skekkjur í niðurstöðum sem gætu skapast af mismunandi þýðingum hugtaka. Hjá Azienda Ospedaliera Universita í Padova á Ítalíu verð- ur listinn lagður fyrir á pappír og þýddur á ítölsku. „Meirihluti spurninganna er sameiginlegur fyrir öll Iöndin en íslensku sérspurningarnar snúast um al- menna heilsu lækna og hvernig þeir hugsa um hana. Hvert land hefur svo sitt ábyrgðarsvið innan rann- sóknarinnar og sjáum við hér um samspil vinnuskipu- lags og heilsu, Þrándheimur um þagnarskyldu lækna og áhrif hennar á líðan, Stokkhólmur urn starfsframa innan háskólasjúkrahúsa og loks ætla þeir í Padova að kanna tíðni sjálfsvígshugsana lækna en sá hluti er tak- markaður við ítalska og sænska hópinn," segir Lilja. Ólöf segir að fjöldi lækna hafi tekið þátt í að móta verkefnið og semja spurningar, bæði sjúkrahúss- og heilsugæslulæknar úr Reykjavík og af landsbyggð- inni. í verkefnisstjórninni sitja fulltrúar þeirra stofn- ana sem að rannsókninni standa og áður voru taldar upp en auk þess er starfandi rannsóknarhópur sem í eiga sæti 11 læknar. Verndari verkefnisins er Sverrir Bergmann en hann var hvatamaður að rannsókn sem gerð var á heilsu og starfsumhverfi lækna á Landspít- ala meðan hann var formaður Læknaráðs. Þá rann- sókn gerði Kristinn Tómasson yfirlæknir Vinnueftir- lits ríkisins og er úrvinnsla hennar enn í gangi. Auk spurningalistanna verða gerðar ýmsar athug- anir á aðstæðum í hverju landi, lögum, reglum, ytri umgjörð og innra skipulagi starfseminnar á sjúkra- húsunum fjórum. Niðurstöðurnar verða birtar í loka- verkefnum nema í meistaranámi og í ritrýndum tíma- ritum. Þorgerður mun stýra meistaranámsverkefnum þar sem aðaláhersla verður lögð á vinnuskipulagið og samanburð milli landa en Guðbjörg Linda Rafns- dóttir á Rannsóknastofu í vinnuvernd mun leiða eitt meistaraverkefni þar sem gerður er samanburður milli hópa innanlands, bæði eftir tegundum vinnustaða og Forsvarsmenn rannsókn- arinnar Umgjörð og heilsa í starfi lækna, frá vinstri: Ólöf Sigurðardóttir, Þor- gerður Einarsdóttir og Lilja Sigrún Jónsdóttir. Þröstur Haraldsson Læknablaðið 2004/90 649
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.