Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2004, Blaðsíða 63

Læknablaðið - 15.09.2004, Blaðsíða 63
UMRÆÐA & FRÉTTIR / BROSHORNIÐ 51 Gifs og tóm glös I minnisprófi Farið var að slá út í fyrir gömlu konunni og læknirinn var að reyna að átta sig á því hversu vel áttuð hún væri. Dóttir konunnar var henni til halds og trausts en hélt sér til hlés. Skyndilega fór píptæki læknisins í gang og hann brá sér út úr herberginu. Gamla kon- an sneri sér að dótturinni og sagði: „Svona, vertu nú snögg, hvaða dagur er í dag?“ „Af hverju spyrðu?“ spurði dóttirin. „Eg er viss um að læknirinn spyr mig um það næst,“ sagði sú gamla. Fljót að fæða Það var komið fram yfir áætlaðan fæðingardag. María ætlaði svo sannarlega að hafa vaðið fyrir neðan sig í þetta skipti og flýtti sér upp á fæðingardeild um Ieið og hún fann fæðingarhríðarnar byrja. Hún komst inn á fæðingarganginn og var á leið inn á fæðingarstofuna í hjólastól þegar kollur kom í ljós. Konunni var mjög brugðið og fór öll hjá sér. „Þetta er nú ekkert til að skammast sín fyrir,“ sagði ljósmóðirin hughreystandi. „Það var nú ein sem fæddi barn í bíl úti á bílaplani í fyrra." Þá brast konan í grát og sagði: „Það var einmitt ég.“ setið á sér og sendi svar til baka: „Aðeins prump í glasinu.“ Fyrir nokkrum áratugum Kona sem var komin hátt á fimmtugsaldurinn og bú- sett á bóndabæ í afdal norðan heiða kom í kaupstað til að fæða fjórtánda barn sitt á sextán árum. Ungi læknirinn sem tók á móti hjá konunni spurði hana eftir fæðinguna hvort hún vildi eitthvað af getnaðar- vörnum vita eða jafnvel fara í ófrjósemisaðgerð. Kon- an horfði undrandi á lækninn og spurði: „Og sleppa fríinu mínu?“ Bjarni Jónasson Vindlosun Sjúklingur sem var lagður inn með þarmastíflu fór loksins að rétta úr kútnum fjórum dögum eftir komu á spítalann, án þess að til aðgerðar kæmi. Starfsfólki deildarinnar létti mjög þegar það spurðist að sjúk- lingurinn hefði leyst vind og leyfði sér meira að segja að gleðjast yfir því. Hjúkrunarfræðingur á kvöldvakt kom til sjúklingsins og sagði: „Ég frétti að þú hefðir leyst vind í morgun.“ „Ja, það var annaðhvort ég eða sjúkraþjálfarinn," svaraði sjúklingurinn áhugalítill. bjarni.jonasson@hg.is Þvagi safnað Eiginmaður sem var yfirleitt talsmaður þeirra hjóna hringdi á rannsóknastofuna og sagði við meinatækn- inn. „Konan mín er að safna sólarhringsþvagi til rann- sóknar. Hún er búin að bíða í tuttugu og þrjár klukk- ustundir með að pissa og nú getur hún ekki beðið lengur." Gifsið af Attræður karlmaður kom í endurkomutíma á slysa- deild eftir handleggsbrot á hægri og hélt á gifsinu í vinstri hendinni. Maðurinn greindi frá því að fyrr um daginn hefði eiginkonan sagað gifsið af handleggn- um. Sjúkraliðinn spurði manninn af hverju hann hefði ekki beðið með að láta fjarlægja gifsið þangið til hann kæmi í endurkomuna. „Ég hef þekkt konuna mína yfir sextíu ár og treysti henni fullkomlega. Ég þekki þig hins vegar ekki neitt.“ Tómt glas Kandídat á lyflækningadeild var orðinn illa lúinn og lítt sofinn í lok strangrar vaktar. Hann fyllti út beiðni fyrir rannsókn á saursýni en var svo óheppinn að beiðnin var send af stað á rannsóknastofuna með tómu saursýnisglasi. Húmoristi á rannsókn gat ekki Ein örvhent Sérfræðingur á kvennadeildinni var að leiðbeina að- stoðarlækni hvernig taka ætti krabbameinssýni frá leghálsi. Aðstoðarlæknirinn fylgdist gaumgæfilega með öllu og tók sérstaklega eftir því hvernig sérfræð- ingurinn beitti skoðunaráhaldinu. „Ertu örvhent?" spurði aðstoðarlæknirinn. Konan í skoðunarstólnum reisti sig upp með undr- unarsvip og spurði: „Hvernig í ósköpunum gastu vit- að það?“ Leiðbeininga þörf Heimilislæknirinn rétti unga manninum þvagsýnis- glas í plastpoka og bað hann um að koma með morg- unþvag á rannsóknastofuna daginn eftir. Meinatækn- irinn rak upp stór augu þegar maðurinn birtist með plastpokann fullan af hlandi og tómt glasið á floti í pokanum. Hvaða stærð? Faðir unglingsdrengs kom í Lyfju og bað um íþrótta- bindi fyrir soninn. „Hvaða stærð?" spurði afgreiðslustúlkan. Maðurinn hélt vísifingri og þumli rúma fimm sent- imetra í sundur. „Um það bil svona.“ „Nei, ég meina mittismálið,“ sagði stúlkan. Bjarni er heimilislæknir í Garðabæ. Læknablaðið 2004/90 659
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.