Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2004, Blaðsíða 43

Læknablaðið - 15.09.2004, Blaðsíða 43
UMRÆÐA & FRÉTTIR / DRG Á LANDSPÍTALA „Mér líst nokkuð vel á DRG sem stjórntæki íí - segir Jón Hilmar Alfreðsson sviðsstjóri kvennasviðs Landspítala en það var fyrst til að innleiða DRG-greiðslukerfi sem á að bæta reksturinn Að undanförnu hefur hljóðið sem heyrist frá Land- spítala heldur verið að breytast. Örvæntingaróp þeirra sem lentu undir niðurskurðarhnífnum eru ekki eins hávær og áður þótt vissulega sé enn verið að brýna þann kuta. En í sumar fóru að koma öllu jákvæðari fréttir af rekstri spítalans. Fyrirsjáanlegur halli virðist ætla að verða minni en menn óttuðust og svo virðist vera sem ýmsar aðhaldsaðgerðir séu farnar að skila árangri. Eflaust á innleiðing svonefnds DRG- greiðslukerfis sinn þátt í því en þetta kerfi breiðist nú ört út um deildir og svið hins mikla sjúkrahúss. DRG er skammstöfun á heitinu Diagnosis Related Groups og merkir eiginlega Sjúkdómamiðuð flokkun. Jón Hilmar Alfreðsson sviðsstjóri kvennasviðs spítal- ans lýsir því svo að það sé millivegur á milli tveggja kerfa. Annars vegar daggjaldakerfisins sem byggðist á föstu frantlagi á hvert sjúkrarúm, óháð því hvað var verið að gera við þann sem í því lá. Hins vegar var sú aðferð að kostnaðargreina hvern einasta sjúkling og telja alla plástra, sprautur og nálar sem í hann fara. Fyrrnefnda kerfið er alltof ónákvæmt og óskilvirkt og það síðarnefnda ailtof flókið og erfitt í framkvæmd. I DRG-kerfinu sem upprunnið er í Bandaríkj- unum fyrir tveimur áratugum eru um 500 sjúkdóma- flokkar af sjúkdómsgreiningum sem eiga að ná yfir velflesta þá krankleika sem hrjáð getur mannfólkið. Gerð er kostnaðaráætlun fyrir hvern flokk og síðan eiga læknar að meta í hvaða flokk hver aðgerð skuli sett. Deildirnar fá svo greitt fyrir þær aðgerðir sem gerðar eru. Á kvennasviði Landspítala var gerður samningur árið 2001 um fyrstu tilraunina til að innleiða DRG- greiðslukerfið á spítalanum. Jón Hilmar Alfreðsson sviðsstjóri segir að kvennasviðið hafi orðið fyrir val- inu vegna þess að það var hæfilega stórt. „Það var samið um að fyrstu árin yrði 30% af rekstrinum á þessu formi. Nú erum við komin í 50% og stefnum að því að reksturinn verði að öllu leyti á Þröstur Haraldsson Allir vilja vera með“ segir Guðrún Björg Sigurbjörnsdóttir verkefnisstjóri Guðrún Björg Sigurbjörnsdóttir deildar- stjóri á skrifstofu fjárreiðna og upplýsinga er verkefnisstjóri í hópi sem skipaður var til að koma DRG-kerfinu í gagnið á Land- spítala. Hún segir að menn hafi byrjað að skoða DRG-kerfið skömmu eftir að það kom fram í Bandaríkjunum en haustið 2000 var hafist handa við að koma því skipulega í gagnið. Markmiðið var að geta samið við ríkið um breytta fjármögnun á rekstri spít- alans árið 2005 og það virðist ætla að nást þótt ekki sé enn farið að semja. Hún segir að kerfið sé þegar farið að skila árangri og gefi góða raun. Það veldur því að áætlanir um að innleiða það skref fyrir skref, fyrst á þessari deild og svo á þeirri næstu, hafi riðlast. „Þegar fólk sá hvernig þetta virkaði vildu allir vera með svo við ákváðum að skella okkur út í djúpu laugina. Það er búið að innleiða kerfið á flestum deildum, öllum klínískum legudeildum og erum að laga kerfið að göngudeildum en sú vinna á einnig að geta gagnast læknum sem starfa á eigin stofum. Við sjáum fram á að geta kom- ið á DRG eða öðru framleiðslutengdu kerfi á öllum deildum á næsta ári eða snemma árs 2006. Við erum reyndar búin að reikna spítalareksturinn í heild út sem DRG-ein- ingar en það er bara rantminn, svo á eftir að fylla upp í hann. Þetta hefur valdið hugarfarsbreytingu sem sést á því að þótt einhverjir hafi haft efasemdir í upphafi þá veit ég ekki um starfsmenn sem eru á móti framleiðslu- mælikerfi. Þetta hefur aukið kostnaðar- vitund starfsmanna og er farið að nýtast okkur til að fylgjast með gæðum starfsins. Á því áttum við ekki von svo þetta starf fer fram úr okkar björtustu vonum. Þetta er þegar farið að skila sér í breytingum á skráningu og hugsun um nýtingu og hvern- ig fólk getur gert hlutina betur. Áherslan hefur færst frá því að einblína á peningana í það að skoða þjónustuna sem verið er að veita. Upp úr þessu hafa sprottið ýmis verkefni sem horfa til úrbóta hér og þar í starfi spítalans." Guðrún Björg segir að kerfið veiti sam- anburð á milli deilda og stofnana sem auð- veldi starfsfólki að velja hagkvæmustu og bestu þjónustuna. Það getur verið innlögn eða göngudeild eða kannski heimahjúkr- un. En eykur þetta ekki álag á starfsfólk og skriffinnsku? „Jú, en við höfurn reynt að vinna með upplýsingakerfin til að gera þau auðveldari og notendavænni og þetta starf hefur ýtt undir þróun rafrænnar sjúkraskrár. Kerf- ið hefur leitt til endurskoðunar á vöktum í þeim tilgangi að jafna vinnuálag en það hefur ekki leitt til uppsagna og ekki fyr- irsjáanlegt að það gerist,“ segir Guðrún Björg. Læknablaðið 2004/90 639
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.