Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2004, Blaðsíða 61

Læknablaðið - 15.09.2004, Blaðsíða 61
UMRÆÐA & FRÉTTIR / FARALDSFRÆÐI 40 Faraldsfræði í dag Ferilrannsóknír V Ferilrannsóknir taka oft til langs tíma þar sem fylgst er með þátttakendum og skráð hvort og hvenær þær útkomur sem rannsóknin beinist að koma fram. Eins og áður hefur verið rætt grundvallast ferilrannsóknir á skiptingu rannsóknarþýðisins í tvo eða fleiri hópa í upphafi sem síðan eru bornir saman eftir því sem á rannsóknarferilinn líður. Pessi skipting byggist á því hvort einstaklingar hafa orðið fyrir tilteknu áreiti og ef svo er, hvert umfang áreitisins er. I ferilrannsóknum eru tengsl áreitis og útkomu yf- irleitt metin með því að reikna áhættuhlutfall, sem er einn mælikvarði á áhættu eða „risk“. Hugtakið áhætta ber alltaf í sér skilgreiningu á þremur þáttum. I fyrsta lagi skilgreiningu á eiginleikum hópanna sem bornir eru saman, til dæmis aldur, kyn og svo fram- vegis. I öðru lagi verður áhætta að taka til nákvæm- lega skilgreinds áhættuþáttar eða áreitis; það er að segja áhættan verður að fela í sér upplýsingar um magn áreitisins, styrk, umfang og svo framvegis eftir atvikum. I þriðja og síðasta lagi verður áhættan að taka til skilgreinds tímabils, til dæmis daga- eða ára- fjölda. Mikilvægi þessarar nákvæmu skilgreiningar á áhættu er augljóst ef bornar eru saman niðurstöður rannsóknar sem birtar eru annars vegar sem „áreitið hafði í för með sér tvöfalda áhættu á hjartaáfalli“ eða sem „áreiti af umfangi X hafði í för með sér tvöfalda áhættu á hjartaáfalli, þegar leiðrétt hafði verið fyrir aðra áhættuþætti, á fimm ára tímabili meðal karla á aldrinum 50-65 ára“. Tvö þessara atriða, skilgreining á eiginleikum rannsóknarhópa og tímalengd sem áhættumatið (risk assessment) byggir á eru yfirleitt á valdi rannsakenda. Hins vegar er áreitið oft þess eðlis að það getur ver- ið til staðar í mismiklum mæli á rannsóknartímanum eða áreitisstaða (exposure status) þátttakenda breyt- ist jafnvel algerlega. Augljóslega er meiri hætta á slíkum breytingum þegar rannsóknin tekur til langs tíma. Til dæmis getur einstaklingur sem taldist vera í erfiðisvinnu í upphafi rannsóknar á áhrifum hreyf- ingar söðlað um á rannsóknartímanum og snúið sér að kyrrsetuvinnu. Eða einstaklingur sem tekur þátt í rannsókn á áhrifum mataræðis getur, kannski vegna aukinnar meðvitundar um þýðingu mataræðis, aukið neyslu grænmetis og ávaxta umfram það sem gengið var út frá í byrjun rannsóknar. Áhrif slíkra breytinga á niðurstöðu rannsóknarinn- ar, sem oftast er áhættuhlutfall, eru háð eðli þeirra og umfangi. Ef dregur úr áreiti hjá áreitishópnum (exposed group) eftir því sem líður á rannsóknina geta tengsl áreitis og útkomu virst minni en ella. Hið sama gildir ef áreitið fer að herja á samanburðarhópinn (non-exposed) þannig að útkoman verður algengari þar. Slíkt leiðir til þess að áhættan í hópunum tveimur verður sambærilegri, þannig verður hlutfallsleg áhætta lægri og þar með virðast tengsl áreitis og útkomu minni. Því leiða breytingar á áreitisstöðu almennt til vanmats á hlutfallslegri áhættu þegar hóparnir eru bornir saman nema gerðar séu ráðstafanir til að leiðrétta fyrir þær. Til þess eru ýmsar aðferðir og er nálgunin með- al annars háð því hvort ferilrannsóknin er opin eða lokuð (sjá síðasta dálk). Ef um er að ræða opna rann- sókn, þar sem samsetning rannsóknarþýðisins getur breyst í tímans rás þegar nýjir einstaklingar bætast við og aðrir hverfa á braut, er slík leiðrétting hluti af því að reikna framlag hvers þátttakanda til eftirfylgninn- ar. Með framlagi (contribution) er átt við hve lengi fylgst var með hverjum einstaklingi í rannsókninni en eins og áður segir þarf mat á áhættuhlutfalli alltaf að fela í sér ákveðnar tímaforsendur. Rannsókn sem byggist á þriggja ára eftirfylgni gefur mjög takmark- aðar upplýsingar um fimm ára áhættu. Pví er nauðsyn- legt að reikna þann tíma sem hver einstaklingur var undir eftirliti og síðan að brjóta þann tíma upp eftir því hvort einstaklingurinn taldist tilheyra áreitishóp eða samanburðarhóp ef um breytingu á áreitisstöðu er að ræða. Sami einstaklingurinn getur því tilheyrt báðum rannsóknarhópunum meðan á rannsókninni stendur en aðeins öðrum í einu; hann getur færst úr áreitishóp yfir í samanburðarhóp og síðan jafnvel aft- ur yfir. Þessum tímabrotum er síðan skeytt saman í „persónuár" (person years) sem safnast hafa í hvorn hóp um sig. Pessi persónuár verða síðan grundvöllur útreiknings á áhættuhlutfalli. Pessir útreikningar geta verið nokkuð vafsturs- samir og eru alls ekki alltaf gerðir meðal annars vegna þess að yfirleitt leiða breytingar á áreitisstöðu til vanmats á áhættuhlutfalli þannig að ef niðurstöð- urnar sýna aukna áhættu án þessara leiðréttinga er oftast hægt að vera nokkuð viss um að raunveruleg áhættuaukning sé ennþá meiri. Ef áreitið er óum- breytanlegt (til dæmis erfðaþáttur) þarf auðvitað alls ekkert að hafa áhyggjur af slíkum breytingum eða leiðréttingum. María Heimisdóttir mariahei@landspitali. is María er faraldsfræðingur á Landspítala. Læknablaðið 2004/90 657
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.