Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2004, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 15.09.2004, Blaðsíða 13
FRÆÐIGREINAR / KÆLING VEGNA HJARTASTOPPS Áhrif kælingar á einkenni frá heila eftir hjartastopp Steinar Björnsson LÆKNANEMI, 5. ÁR Felix Valsson SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNIR Svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala Hringbraut. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Felix Valsson, svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala Hringbraut, 105 Reykjavík. felix@landspitali. is Lykilorð: hjartastopp, kœling, taugavernd. Ágrip Tilgangur: Hjartastopp utan spítala á Islandi eru um það bil 200/ári. Nýlegar klínískar rannsóknir benda til þess að kæling eftir hjartastopp sé taugaverndandi. A Landspítala við Hringbraut hefur kælingu verið beitt sem meðferð eftir hjartastopp síðan í mars 2002. Tilgangur þessarar rannsóknar var að: 1) meta áhrif kælingar á afdrif sjúklinga með og án kælingar. 2) meta árangur þess hversu hratt og vel tókst að kæla sjúklingana. Efniviður og aðferðir: Alls voru 20 sjúklingar kældir á tímabilinu mars til desember 2002. Pessir sjúkling- ar voru bornir saman við 32 sjúklinga sem ekki voru kældir sem lögðust inn eftir hjartastopp á tímabilinu janúar 2000 til mars 2002. Upplýsingar voru fengnar úr sjúkraskrám varðandi; tíma frá áfalli að endur- lífgun (t-1), tíma frá áfalli þar til sjálfvirkt blóðflæði komst á (t-2), tíma frá áfalli þar til kæling er hafin (t- 3), tíma frá áfalli þar til lægsta hitastig náðist (t-4) og hversu margir náðu kjörhitastigi (32-34° C). Afdrif sjúklinganna voru metin eftir því hvert þeir útskrif- uðust. Utkoma var talin góð ef sjúklingur útskrifaðist heim eða á endurhæfingardeild, slæm ef sjúklingur útskrifaðist á langlegudeild eða lést. Niðurstöður: Góð útkoma var skráð hjá 40% kældra samanborið við 28% ekki kældra. T-1 var 3,2 mínútur og 3,3 mínútur, t-2 var 35,4 mínútur og 29,3 mínútur að meðaltali hjá kældum og ekki kældum, í þessari röð. T-3 var 2,8 klukkustundir og t-4 var 9,8 klukku- stundir að meðaltali hjá kælda hópnum. 40% sjúk- linganna í kælda hópnum fóru ekki undir 34° C. Umræður: Niðurstöður þessarar rannsóknar sýndu að 40% sjúklinga sem voru kældir fengu góðan bata eftir hjartastopp miðað við góðan bata hjá 28% sjúk- linga sem ekki voru kældir. Gagnstætt öðrum rann- sóknum náði þessi rannsókn til allra sem komu með- vitundarlausir inn á sjúkrahús eftir hjartastopp, óháð tegund hjartsláttaróreglu eða tímalengd frá áfalli. Einnig sýndi rannsóknin að með ytri kælingu gekk illa og hægt að ná því hitastigi sem stefnt var að. Inngangur Lengi hefur verið vitað að kæling lækkar efnaskipta- hraða í heila og gæti þar af leiðandi verið verndandi gegn súrefnisskorti. Mjög áhugaverðar rannsóknir voru gerðar á mönnum árin 1958 og 1959 þar sem áhrif kælingar (30 til 32° C) var athuguð á meðvit- undarlausum sjúklingum eftir hjartastopp (1, 2) Þessar rannsóknir leiddu ekki til breyttrar meðferð- ENGLISH SUMMARY Björnsson S, Valsson F Induced hypothermia after cardiac arrest in lceland Læknablaöið 2004; 90: 609-13 Objective: The number of out-of-hospital cardiac arrests in lceland is about 200/year. In 2002, two pro- spective randomized trails showed improved outcome when mild hypothermia was induced in a very selective group of comatose patients after cardiac arrest. At Landspitali University Hospital at Hringbraut, hypo- thermic treatment after a cardiac arrest has been used since Mars 2002. Aim of this study was to: 1) Evaluate outcome of all comatose patients after cardiac arrest in two time periods before and after induced-hypothermia was implemented at our hospital. 2) Estimate how fast and well the patients were cooled with external cooling. Material and methods: 20 patients received hypo- thermic treatment after resuscitation during the period from mars until December 2002. These patients were compared with 32 other patients who did not receive hypothermic treatment after resuscitation from a cardiac arrest, during the period from January 2000 until March 2002. Information regarding, time from the arrest to be- ginning of resuscitation (t-1), time from the arrest to re- turn of spontaneous circulation (t-2), time from the arrest until the cooling was actively started (t-3), time from the arrest until the lowest temperature was achieved (t-4), and how many got to the target temperature (32-34°C), where gathered from medical journals. The primary out- come measure was survival to hospital discharge with sufficiently good neurologic function to be discharged to home or to a rehabilitation facility. Results: 40% of the hypothermic had a good neu- rologic outcome compared with 28% of the normo- thermic group. T-1 was 3,2 min. and 3,3 min., t-2 was 35,4 min. and 29,3 min. on average in the hypothermic group and the normothermic group, respectively. T-3 was 2,8 hours and t-4 was 9,8 hours on average in the hypothermic group. 40% of the hypothermic group did not reach target temperature. Conclusion: The results of this study show that 40% of the patients where hypothermia was induced had good neurological outcome compared with 28% of the patients where hypothermia was not induced. In contrast to other studies, the present study included all comatous patients arriving to the hospital after cardiac arrest, regardless of the type of arrythmia and the time from the arrest to return of spontaneus circulation. This study also shows that the cooling technique used is slow and insufficient in achieving the target tempera- ture set in this study. Key words: cardiac arrest, hypothermia, neuroprotection. Correspondance: Felix Valsson, felix@landspitali.is Læknablaðið 2004/90 609
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.