Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2004, Blaðsíða 56

Læknablaðið - 15.09.2004, Blaðsíða 56
UMRÆÐA & FRÉTTIR / STOFNFRUMUR OG PÓLITÍK Stofnfrumur í kosningabaráttunni vestanhafs Víða um lönd er rætt um rannsóknir á stofnfrumum úr fósturvísum til lækninga en hér á landi ríkir þögnin ein Þröstur Haraldsson Það er ekki á hverjum degi sem málefni læknisfræði og vísinda verða að kosningamálum. I aðdraganda forsetakosninga í Bandaríkjunum hefur það hins vegar gerst að frambjóðandi demókrata, John Kerry, hefur lýst því yfir að eitt af hans fyrstu verkum, nái hann kjöri, verði að nema úr gildi bann sem George W. Bush forseti lagði við því að rannsóknir á stofn- frumum úr fósturvísum njóti stuðnings úr sjóðum al- ríkisstjórnarinnar í Washington. Af blaðafregnum má ráða að þetta sé töluvert hitamál þar vestra og í Kalí- forníu verður beinlínis kosið um opinber fjárframlög til stofnfrumurannsókna. Eins og fram hefur komið hér í blaðinu (1) eru rannsóknir á stofnfrumum úr fósturvísum ung vísinda- grein. Þær hófust á níunda áratugnum en verulegur skriður komst á þær rétt fyrir aldamót. Umræður um þessar rannsóknir blönduðust inn í umræður um einræktun sem þá hafði víða um lönd verið bönnuð með lögum, þar á meðal hér á landi. A allra síðustu árum hafa stjórnvöld í mörgum löndum verið að slaka á hömlum á rannsóknum á stofnfrumum en í Bandaríkjunum fékk Bush forseti því framgengt fyrir þremur árum að bann var lagt við því að frekari rann- sóknir á stofnfrumum úr fósturvísum nytu opinbers fjárstuðnings. Áfram mátti þó vinna með 21 frurnu- línu sem komin var fram á sjónarsviðið þegar bannið tók gildi 9. ágúst 2001 og skráð er hjá National Insti- tute of Health. Bandaríkin sitja eftir í mörgum öðrum löndum er verið að losa um höml- ur á rannsóknum á stofnfrumum úr fósturvísum eða þegar búið að því. Til dæmis eru Svíar mjög virkir í slíkum rannsóknum á meðan þær eru bannaðar í Nor- egi en Danir ræða af kappi hvort rétt sé að leyfa þær. Og nú í ágúst hlaut rannsóknarhópur við háskólann í Newcastle á Norður-Englandi leyfi stjórnvalda til að einrækta stofnfrumur úr fósturvísum með ströngum skilyrðum. Þetta svíður bandarískum vísindamönnum eins og lesa má í grein sem birtist nú í ágúst í New Eng- land Journal of Medicine (2). Þar telur höfundurinn, George Daly prófessor við Harvard læknaskólann í Boston, upp þá áfanga sem náðst hafa í stofnfrumu- rannsóknum hér og þar um heiminn og harmar það að bandarískir vísindamenn fái ekki að keppa við er- lenda kollega sína á jafnréttisgrundvelli. Sjúkdómarnir sem menn sjá fyrir sér að hægt væri að meðhöndla á þennan hátt eru fjölmargir en augu manna hafa hingað til einkum beinst að sykursýki, mænuskaða, Parkinsonsveiki og Alzheimer. Eins og kunnugt er lést Ronald Reagan fyrrverandi Banda- ríkjaforseti úr Alzheimer fyrr á þessu ári og af því spratt mikil umræða þar sem ekkja og aðrir ættingjar hins látna forseta lýstu yfir stuðningi við afnám stofn- frumubannsins. Við það komust þau í andstöðu við Repúblikanaflokkinn sem þótti tíðindum sæta, ekki síst þegar sonur forsetans hélt ræðu á flokksþingi Demókrata og hvatti til þess að öilum hömlum yrði létt af stofnfrumurannsóknum. Siðferðilegar spurningar Það sem hangir á spýtunni í þessum rannsóknum er að vísindamenn hafa áhuga á að nýta umframfósturvísa sem verða til við glasafrjóvganir en eru ekki notaðir. Umframfósturvísar eru geymdir í fljótandi köfnunar- efni í fimm ár áður en þeim er eytt. Þessa fósturvísa vilja vísindamenn nýta (með upplýstu samþykki kyn- frumugjafanna) til að einangra úr þeim stofnfrumur sem þroska má í sérhæfðar frumur og nota þær til að byggja upp líffæri eða gera við skemmda vefi. I þessu sambandi er rétt að geta þess að auk rann- sókna á stofnfrumum úr fósturvísum er einnig mikið verið að rannsaka vefjasérhæfðar stofnfrumur, svo sem í beinmerg, húð og þörmum. Þessar rannsóknir hafa verið stundaðar lengi og hafa ekki valdið sið- fræðilegum deilum. Til dæmis hafa stofnfrumur úr beinmerg lengi verið notaðar í krabbameinslækning- um. Árið 1998 tókst vísindamönnum í fyrsta sinn að einangra stofnfrumur úr fósturvísum og þá hófst sú þróun sem hér er til umfjöllunar. Enn liggur ekkert fyrir um það hvort hægt verður að nota þessar stofnfrumur til lækninga. Ástæðan er sú að þær hafa ekki verið reyndar á mönnum. Hins vegar hafa tilraunir á dýrum þótt gefa vísbendingar um að eftir miklu kunni að vera að slægjast við með- höndlun margra útbreiddra sjúkdóma. Andstaða gegn þessari notkun fósturvísa hefur hamlað því að hægt sé að halda rannsóknunum áfram með því að gera tilraunir á mönnum. Hér er um sið- fræðilegt álitamál að ræða því andstæðingar stofn- frumurannsókna koma ekki síst úr röðum kirkjunnar manna og málflutningur þeirra snýst um hið eilífa deilumál hvenær lífið hefst. Er það við getnað eða er það þegar taugarák fer að myndast í fósturvísunum? í breskum lögum eru ströng viðurlög við því að rækta fósturvísi utan líkama móður lengur en í tíu daga en þá hefst myndun taugarákarinnar. 652 Læknablaðið 2004/90
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.