Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2004, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 15.09.2004, Blaðsíða 7
RITSTJÓRNARGREIIUAR Kæling meðvitundarlausra sjúklinga eftir endurlífgun; ný meðferð á Islandi Tíðni hjartastoppa utan sjúkrahúsa er milli 36 og 128 á hverja 100.000 íbúa í vestrænum ríkjum (1). Heila- skaði er algeng aukaverkun hjá sjúklingum sem tek- ist hefur að endurlífga eftir hjartastopp. Ef sjúkling- ar fá enga meðferð eftir hjartastopp verður heilinn fyrir skaða eftir 4-6 mínútur. Það verða margs konar fióknar breytingar á háræðakerfi og frumum heilans við súrefnisþurrð. Því er ekki einungis mikilvægt að hindra súrefnisþurrðina eins fljótt og auðið er heldur einnig meðhöndla og hindra skaða eftir að súrefn- isþurrð hefur orðið í heila (2). Margar aðferðir hafa árangurslaust verið reyndar til að draga úr heilaskaða eftir endurlífgun (3). Endurlífgunarráð Landlæknis var stofnað síðla árs 2001 og hefur beitt sér fyrir bættum árangri í endur- lífgun. Aðaláhersla hefur verið á eftirfarandi þrjú at- riði: 1) að auka þátttöku almennings í endurlífgun. (Herferð undir nafninu: Hringja og hnoða). 2) að auka aðgengi að sjálfvirkum rafstuðtækjum (AED). 3) að bæta og samhæfa kennslu fagfólks í sérhæfðri endurlífgun (ACLS). Auk þessara aðgerða þarf að bæta meðferð meðvitundarlausra sjúklinga inni á sjúkrahúsum til að hindra eða draga úr heilaskaða af völdum súrefnisskorts. Einn af frumkvöðlum í rannsóknum við endur- lífgun var austurríski svæfinga- og gjörgæslulæknirinn Peter J. Safar. Hann lést í augúst 2003, 78 ára gamall (4). Safar starfaði megnið af sínum starfsferli í Pitts- burgh og hefur oft verið nefndur faðir nútíma endur- lífgunar (cardiopulmonary resuscitation, CPR) (5). Árið 1966 varð Safar fyrir þeirri ógæfu að missa 11 ára garnla dóttur sína eftir að hún fór í hjartastopp eftir asmakast. Hún lifði í nokkurn tíma eftir áfallið en þó tekist hefði að bjarga hjarta og lungum hafði orðið það mikill heilaskaði að hún vaknaði ekki aft- ur. Eftir lát dóttur sinnar einbeitti Safar sér að því að finna leiðir til að meðhöndla og bjarga heilanum eftir hjartastopp. Eftir Safar liggja fjölmargar greinar um endurlífgun og er hann höfundur hugtaksins „cardio- pulmonary-cerebral resuscitation, CPCR“ (6). Hin síðari ár beindust rannsóknir hans aðallega að því að kæla tilraunadýr eftir hjartastopp (7). í lok febrúar 2002 birtust niðurstöður tveggja stórra rannsókna þar sem kælingu var beitt hjá með- vitundarlausum sjúklingum eftir hjartastopp. Þessar óháðu rannsóknir frá Evrópu og Ástralíu sýndu fram á mjög bættan árangur í meðferð sjúklinga eftir hjarta- stopp (8,9). Báðar rannsóknirnar voru undir miklum áhrifum frá rannsóknum Safar. Skömmu eftir birtingu þessara niðurstaðna (mars 2002) hófst kæling meðvitundarlausra sjúklinga eftir hjartastopp á gjörgæslu Landspítalans. Nær 50 með- vitundarlausir sjúklingar hafa nú verið kældir eftir hjartastopp. Meðferðin felst í því að sjúklingurinn er svæfður í öndunarvél, kældur niður í 32-34° C og haldið köldum í sólarhring. Sjúklingurinn er síðan hitaður í 37° C á átta klukkustundum og vakinn. Fyrstu 20 sjúklingarnir sem voru kældir á Land- spítala hafa verið bornir saman við sögulegan saman- burðarhóp. Sú rannsókn leiddi í ljós að meðvitund- arlausir sjúklingar sem voru kældir eftir hjartastopp höfðu lægri tíðni af alvarlegum heilaskaða í saman- burði við þann hóp sjúklinga sem ekki hafði verið kældur (sjá grein í þessu tölublaði). í rannsókninni kom einnig fram að kælingin gekk hægt og oft náðist ekki sú kæling (32-34° C) sem stefnt hafði verið að. Því var leitað nýrra aðferða við kælingu þessa sjúk- lingahóps. Kæling meðvitundarlausra sjúklinga eftir hjarta- stopp á gjörgæsludeild á Landspítala er nú gerð með tveimur mismunandi aðferðum í framsýnni slembi- rannsókn. í rannsókninni er borin saman annars veg- ar svokölluð ytri kæling, þar sem köldum blæstri og köldum bökstrum er beitt til að kæla sjúklinginn, og hins vegar innri kæling en þá er sérstaklega útbúinn miðbláæðaleggur þræddur frá nárabláæð upp í hol- bláæð og síðan tengdur við sérstakt kælitæki. í lok ársins 2003 lágu þrjú ungmenni (14,18 og 20 ára gömul) meðvitundarlaus á gjörgæsludeild Land- spítala eftir hjartastopp. Þessi ungmenni voru kæld í 32° C í 24 klukkustundir og náðu öll fullum bata. í einu tilvikinu var um að ræða 14 ára dreng sem var endurlífgaður eftir drukknun. Hann var auk kæling- ar fyrsta sólarhringinn meðhöndlaður með hjarta- og lungnavél í viku. Er þetta eina tilfellið í heiminum, svo vitað sé, þar sem kælingu hefur verið beitt sam- hliða meðferð í hjarta- og lungnavél. Það er skoðun okkar sem meðhöndlum meðvit- undarlausa sjúklinga eftir hjartastopp að það sé ekki lengur spurning hvort, heldur hvernig á að kæla með- vitundarlausa sjúklinga eftir hjartastopp. Þá er átt við í hvaða hitastig á að kæla sjúklinginn, hversu lengi og hvaða aðferð á að nota við kælinguna (innri eða ytri kælingu). Kæling stórbætir horfur þessara sjúklinga- hóps og er því mikilvæg viðbót í meðferð meðvitund- arlausra sjúklinga eftir hjartastopp. Felix Valsson Höfundur er svæíinga- og gjörgæslulæknir á Landspítala Hringbraut. Læknablaðið 2004/90 603
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.