Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2004, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 15.09.2004, Blaðsíða 14
FRÆÐIGREINAR / KÆLING VEGNA HJARTASTOPPS ar á þessum sjúklingahópi. Eftir nokkurra ára lægð vaknaði áhuginn á kælingu sem meðferð á ný upp úr 1987 og fylgdi í kjölfarið fjöldinn allur af dýratilraun- um (3-12). Þessar dýratilraunir sýndu fram á ótvíræða gagnsemi þess að kæla dýrin eftir endurlífgun frá hjartastoppi. En það var ekki fyrr en í febrúar árið 2002 að birtar voru niðurstöður tveggja stórra fram- sýnna slembivalsrannsókna þar sem meðvitundar- lausir sjúklingar voru kældir niður í 32° C til 34° C eftir hjartastopp (13, 14). Niðurstöðurnar voru það afgerandi að í mars sama ár var kælingu beitt sem meðferð eftir hjartastopp á gjörgæslunni á Landspít- ala við Hringbraut. Tilgangur þessarar rannsóknar er tvíþættur. I fyrsta lagi að meta áhrif kælingar á afdrif sjúklinga eftir hjartastopp. í öðru lagi að meta hversu hratt og vel gekk að kæla sjúklinga með yfirborðskælingu. Efniviður og aðferðir Sjúklingar: 53 sjúklingar sem farið höfðu í hjarta- stopp utan sjúkrahúss og tekist hafði að endurlífga, þannig að viðunandi blóðþrýstingi (MAP>65 mmHg) var náð, en voru áfram meðvitundarlausir voru teknir með í rannsóknina. Sjúklingar voru útilokaðir ef eitthvað eftirtalið átti við: þeir voru undir 18 ára aldri, voru þá þegar ofkældir (<30° C), ef sjúklingurinn svarar munnlegum skipunum eftir að hjartsláttur og blóðþrýstingur hefur náðst upp, sjúklingurinn er með hjartabilun (MAP<65 mmHg, þrátt fyrir æða- og hjartavirk lyf), meðvitundarleysið er af öðrum toga en vegna hjartastoppsins, til dæmis lyfjaeitrun, höfuðáverki eða heilaáfall (e. stroke). Gerð rannsóknarinnar: Bornir voru saman afturvirkt á lýsandi hátt tveir hópar þar sem annar hópurinn var kældur (20 sjúklingar á tímabilinu mars til desember 2002), auk hefðbundinnar meðferðar, eftir að hafa verið endurlífgaður úr hjartastoppi en hinn hópur- inn (32 sjúklingar á tímabilinu janúar 2000 til mars 2002) fékk hefðbundna gjörgæslumeðferð án kæling- ar. Vegna þess hve fáir sjúklingar voru í rannsókninni er niðurstöðum hópanna lýst í stað þess að vera með tölfræðilegan samanburð. Rannsóknin fékk sam- þykki Vísindasiðanefndar Landspítalans og Persónu- verndar áður en hún hófst. Meðferð: Allir sjúklingarnir voru vaktaðir með slag- æðalínu, fimmleiðslu EKG, CO, vöktun og miðblá- æðalegg (CVK). Hitastig var mælt frá vélinda og ýmis blóðgildi voru mæld reglulega. Peir sjúklingar sem voru kældir voru undir ofan- greindu eftirliti en einnig voru þeir svæfðir með próp- ófól (Diprivan®) innrennsli 100-400 mg/klst. Áður en kæling hófst var hitastigið mælt með hitamæli í þvag- blöðru og vélinda. Pegar kæling var hafin var gefið pancuron (Pavulon®) 6-8 mg í upphafsskammt og síðan 1-2 mg eftir þörfum til að fyrirbyggja skjálfta. Allir sjúklingarnir voru kældir, bæði með köldum blæstri undir teppi frá „hita“blásara og með klaka- bökstrum í nára og holhönd (15, 16). Stefnt var að 32°-34° C hitastigi og skyldi því haldið í 24 klukku- stundir frá upphafi kælingarinnar. Kælingu var síðan hætt og sjúklingunum leyft að hitna. Söfnun upplýsinga: Eftirfarandi upplýsingum um sjúklingana var safnað úr sjúkraskrám: aldur, kyn, var vitni að hjartastoppinu; var veitt fyrstahjálp; tími frá hjartastoppi að upphafi endurlífgunar; tími frá hjartastoppi þar til blóðrás var komin á; tími frá hjartastoppi þar til kæling hófst; tími frá hjartastoppi þar til lægsta hitastigi var náð; hitastig á sex klukku- stunda fresti; meðal slagæðaþrýstingur (MAP) á sex klukkustunda fresti; púls á sex klukkustunda fresti; afdrif sjúklinganna. Útkoma: Athugað var hvert sjúklingar höfðu útskrif- ast af sjúkrahúsinu. Utskrifuðust þeir beint heim eða í endurhæfingu, útskrifuðust þeir á langlegudeild eða voru þeir látnir áður en kom að útskrift. Útskrift heim eða í endurhæfingu var talin vera góð útkoma en útskrift á langlegudeild eða andlát inni á spítala var talin léleg útkoma. Hitastig sjúklinga var einnig athugað í þessari rannsókn, hversu margir þeirra sem voru kældir náðu markhitastigi og hversu hratt kælingin gekk. Tölfrœðileg úrvinnsla: Öllum tölulegum upplýsingum var safnað saman í Excel. Ekki var farið í að reikna út p-gildi þar sem úrtak rannsóknarinnar var of lítið. Niðurstöður Kennileiti sjúklinganna í allt var safnað upplýsingum um 52 sjúklinga sem skiptust þannig að 20 tilheyrðu hópnum sem var kældur og 32 tilheyrðu hópnum sem var ekki kældur. Upplýsingar um tíma frá áfalli að upphafi endur- lífgunar voru til um 19 af 20 í kælda hópnum og 23 af 32 í hópnum sem var ekki kældur. Upplýsingar um tíma frá áfalli þar til blóðrás komst á voru til hjá 18 af 20 í kælda hópnum en hjá 20 af 32 í hinum. Sjá töflu I. Almenn einkenni Lífsmörk sjúklinganna fyrstu 24 klukkustundirnar eft- ir hjartastoppið eru sýnd á myndum 1-3. Upplýsingar um blöðruhitastig vantar hjá 7 af 20 í kælda hópnum og hjá 21 af 32 í hópnum sem ekki var kældur. Bæði vantaði upplýsingar um meðal slagæðaþrýsting og púls hjá sex í kælda hópnum en hjá 13 í hópnum sem var ekki kældur. 610 Læknablaðið 2004/90
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.