Læknablaðið - 15.09.2004, Blaðsíða 59
UMRÆÐA & FRÉTTIR / (ÐORÐ 169
Villur í Iðorðasafní
Ekki verður hjá því komist að minna enn einu sinni
á að villur komust inn í íðorðasafn lækna varðandi
íslensku þýðingarnar á fræðiheitunum etiologia og
pathogenesis. Um þetta efni var áður fjallað í 15.
og 44. íðorðapistli (Fréttabréf lækna 1991; 9: 3 og
1993;11: 6). Tilefnið nú er notkun íslenska heitisins
meingerð í fyrirsögn greinar Kristjáns Derekssonar,
læknanema, og Björns Rúnars Lúðvíkssonar, læknis,
um salísýlofnæmi (Læknablaðið 2004; 90:5 45-51).
Orsakafræði
I 44. pistli kom eftirfarandi fram: „Etiologia er talið
myndað úr grísku orðunum aitia, sem merkir orsök,
og logos, sem merkir orð, itmræða eða jafnvel ritgerð.
Logia (E. -logy) er í samsetningum oftast þýtt sem
-frœði eða fræðigrein. Bein þýðing á etiologia er því
einfaldlega orsakafræði. Orsakafræði má skilgreina
sem þáfrœðigrein erfjallar um orsakir og orsakaþœtti
sjúkdóma.“ - „Rétt er að benda á að orðið etiologia
er notað á að minnsta kosti tvo vegu í læknisfræði,
annars vegar sem heiti á fræðigrein og hins vegar sem
heiti á orsakalýsingu tiltekins sjúkdóms."
Nauðsynlegt er því að færslan sem fylgir enska heit-
inu etiology í íðorðasafni lækna verði leiðrétt með tii-
liti til þessa: 1. orsakafræði. 2. orsakalýsing. Tilvísun í
pathogenesis, meinmyndun, þarf einnig að þurrka út
á þessum stað (bls. 163).
Meinmyndun
í 15. pistli var fjallað um heitið pathogenesis og þar
kom eftirfarandi fram: „Loks skal gerð athugasemd
við þýðingu Iðorðasafnsins á pathogenesis = mein-
gerð. Genesis þýðir niyndun og pathogenesis lýsir því
hvernig mein verður til. Betur færi á því að nota orðið
ineinniyndun um þetta fyrirbæri. Orðið nieingerð er
hins vegar best að nota um lýsingu á vefjafrœðilegu
útliti meina, það sem í enskum kennslubókum er oft
nefnt gross and microscopic pathology og á latínu
pathoinorphologia."
í 44. pistli var þetta ítrekað með orðunum: „í febrú-
ar-pistlinum 1991 var þeirri skoðun lýst að rétta þýð-
ingin á pathogenesis væri meinmyndun, enda merkir
genesis myndun eða sköpttn. Petta hefur síðan verið
staðfest formlega á fundi í orðanefndinni. Sjúkdóms-
myndun kemur vissulega einnig til greina, en mein-
myndun er styttra og liprara heiti. Pó að leiðréttingin
muni ekki komast inn í íðorðasafnið fyrr en í næstu
útgáfu er mikilvægt að ritstjórn Læknablaðsins taki
þetta til athugunar við yfirlestur greina.“
Meingerð
íslenska heitið meingerð þarf einnig að komast inn í
Iðorðasafn lækna. Einfaldast væri að breyta færslunni
sem fylgir enska heitinu pathology þannig: 1. meina-
fræði. Frœðigrein sem fjallar um myndun og gerð
þeirra breytinga, sem fram koma í vefjum og líffærum
við sjúkdóma. 2. meingerð. Lýsing á þeim breytingum
sem fram koma í vefjum og líffœrum við sjúkdóma.
Einnig gæti verið æskilegt að bæta inn í íðorða-
safnið samsettu, ensku heitunum: gross pathology,
og microscopic pathology. Færslurnar gætu orðið
þannig: gross pathology, stórsæ meingerð. Sjúkleg-
ar vefjabreytingar sem greinast í vefjum og líffærum
við skoðttn þeirra með berum augum; og microscopic
pathology, smásæ meingerð. Sjúklegar breytingar sem
greinast í vefjum og líffœrum við smásjárskoðun vefja-
sneiða t'tr þeim.
Manipulation
Jóhann Tómasson, læknir, sendi erindi til ritstjórnar
Læknablaðsins sem síðan var vísað til undirritaðs.
Hann biður um góðar þýðingar á orðunum manipula-
tion og manipulate í iæknisfræðilegu samhengi.
Enska nafnorðið manipulation er þýtt með íslenska
orðinu handfjöllun í íðorðasafni lækna og er þar sagt
merkja: Kunnáttusamleg beiting handa, t.d. við þreif-
ingu, lögttn liðhlaups eða hauls, vendingu fósturs
o.s.frv. Læknisfræðiorðabók Dorlands bætir um
betur og gefur tvær merkingar: /. Haganleg eða lipttr
meðferð, svo sem með höndum. 2. í sjúkraþjálfun:
Óvirk hreyfing í liðamótum af völdum ytri krafta, út
fyrir mörk virkrar hreyfingar í þeim. í Ensk-íslenskri
orðabók Arnar og Örlygs kemur fram að hin almenna
notkun orðsins er margvísleg. 1. handfjöllun, það að
handleika (e-ð). 2. stjórnun (einkum með óheiðar-
legum brögðum eða baktjaldamakki). 3. hagrœðing,
fölsun. 4. hnykking, lagfœring beinbrots eða liðhlaups
með höndum einitm. I skýringum við sögnina mani-
pulate er bætt við merkingunni: ráðskast með, hafa
áhrifá (mann eða atburðarás) með kœnskubrögðum.
I hinni miklu fjölfræðiorðabók Websters eru að auki
tilgreindar merkingarnar meðhöndla, stjórna, stýra,
sérstaklega af leikni, við meðferð eða aðra fram-
kvœmd.
Flestar upprunaskýringar vísa til þess að latneska
orðið manus táknar hönd og að inanipulus var hand-
fylli eða lítið knippi afeinltverju. Einnig má vekja at-
hygli á því að latneska sögnin pulsare merkir að slá,
berja eða banka og í yfirfærðri merkingu að hreyfa,
hrœra eða hafa áhrifá. Framhald ínœsta blaði.
Jóhann Heiðar
Jóhannsson
johannhj@landspitali.is
Jóhann Heiðar er læknir
á Landspítala Hringbraut.
Læknablaðið 2004/90 655