Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2004, Blaðsíða 59

Læknablaðið - 15.09.2004, Blaðsíða 59
UMRÆÐA & FRÉTTIR / (ÐORÐ 169 Villur í Iðorðasafní Ekki verður hjá því komist að minna enn einu sinni á að villur komust inn í íðorðasafn lækna varðandi íslensku þýðingarnar á fræðiheitunum etiologia og pathogenesis. Um þetta efni var áður fjallað í 15. og 44. íðorðapistli (Fréttabréf lækna 1991; 9: 3 og 1993;11: 6). Tilefnið nú er notkun íslenska heitisins meingerð í fyrirsögn greinar Kristjáns Derekssonar, læknanema, og Björns Rúnars Lúðvíkssonar, læknis, um salísýlofnæmi (Læknablaðið 2004; 90:5 45-51). Orsakafræði I 44. pistli kom eftirfarandi fram: „Etiologia er talið myndað úr grísku orðunum aitia, sem merkir orsök, og logos, sem merkir orð, itmræða eða jafnvel ritgerð. Logia (E. -logy) er í samsetningum oftast þýtt sem -frœði eða fræðigrein. Bein þýðing á etiologia er því einfaldlega orsakafræði. Orsakafræði má skilgreina sem þáfrœðigrein erfjallar um orsakir og orsakaþœtti sjúkdóma.“ - „Rétt er að benda á að orðið etiologia er notað á að minnsta kosti tvo vegu í læknisfræði, annars vegar sem heiti á fræðigrein og hins vegar sem heiti á orsakalýsingu tiltekins sjúkdóms." Nauðsynlegt er því að færslan sem fylgir enska heit- inu etiology í íðorðasafni lækna verði leiðrétt með tii- liti til þessa: 1. orsakafræði. 2. orsakalýsing. Tilvísun í pathogenesis, meinmyndun, þarf einnig að þurrka út á þessum stað (bls. 163). Meinmyndun í 15. pistli var fjallað um heitið pathogenesis og þar kom eftirfarandi fram: „Loks skal gerð athugasemd við þýðingu Iðorðasafnsins á pathogenesis = mein- gerð. Genesis þýðir niyndun og pathogenesis lýsir því hvernig mein verður til. Betur færi á því að nota orðið ineinniyndun um þetta fyrirbæri. Orðið nieingerð er hins vegar best að nota um lýsingu á vefjafrœðilegu útliti meina, það sem í enskum kennslubókum er oft nefnt gross and microscopic pathology og á latínu pathoinorphologia." í 44. pistli var þetta ítrekað með orðunum: „í febrú- ar-pistlinum 1991 var þeirri skoðun lýst að rétta þýð- ingin á pathogenesis væri meinmyndun, enda merkir genesis myndun eða sköpttn. Petta hefur síðan verið staðfest formlega á fundi í orðanefndinni. Sjúkdóms- myndun kemur vissulega einnig til greina, en mein- myndun er styttra og liprara heiti. Pó að leiðréttingin muni ekki komast inn í íðorðasafnið fyrr en í næstu útgáfu er mikilvægt að ritstjórn Læknablaðsins taki þetta til athugunar við yfirlestur greina.“ Meingerð íslenska heitið meingerð þarf einnig að komast inn í Iðorðasafn lækna. Einfaldast væri að breyta færslunni sem fylgir enska heitinu pathology þannig: 1. meina- fræði. Frœðigrein sem fjallar um myndun og gerð þeirra breytinga, sem fram koma í vefjum og líffærum við sjúkdóma. 2. meingerð. Lýsing á þeim breytingum sem fram koma í vefjum og líffœrum við sjúkdóma. Einnig gæti verið æskilegt að bæta inn í íðorða- safnið samsettu, ensku heitunum: gross pathology, og microscopic pathology. Færslurnar gætu orðið þannig: gross pathology, stórsæ meingerð. Sjúkleg- ar vefjabreytingar sem greinast í vefjum og líffærum við skoðttn þeirra með berum augum; og microscopic pathology, smásæ meingerð. Sjúklegar breytingar sem greinast í vefjum og líffœrum við smásjárskoðun vefja- sneiða t'tr þeim. Manipulation Jóhann Tómasson, læknir, sendi erindi til ritstjórnar Læknablaðsins sem síðan var vísað til undirritaðs. Hann biður um góðar þýðingar á orðunum manipula- tion og manipulate í iæknisfræðilegu samhengi. Enska nafnorðið manipulation er þýtt með íslenska orðinu handfjöllun í íðorðasafni lækna og er þar sagt merkja: Kunnáttusamleg beiting handa, t.d. við þreif- ingu, lögttn liðhlaups eða hauls, vendingu fósturs o.s.frv. Læknisfræðiorðabók Dorlands bætir um betur og gefur tvær merkingar: /. Haganleg eða lipttr meðferð, svo sem með höndum. 2. í sjúkraþjálfun: Óvirk hreyfing í liðamótum af völdum ytri krafta, út fyrir mörk virkrar hreyfingar í þeim. í Ensk-íslenskri orðabók Arnar og Örlygs kemur fram að hin almenna notkun orðsins er margvísleg. 1. handfjöllun, það að handleika (e-ð). 2. stjórnun (einkum með óheiðar- legum brögðum eða baktjaldamakki). 3. hagrœðing, fölsun. 4. hnykking, lagfœring beinbrots eða liðhlaups með höndum einitm. I skýringum við sögnina mani- pulate er bætt við merkingunni: ráðskast með, hafa áhrifá (mann eða atburðarás) með kœnskubrögðum. I hinni miklu fjölfræðiorðabók Websters eru að auki tilgreindar merkingarnar meðhöndla, stjórna, stýra, sérstaklega af leikni, við meðferð eða aðra fram- kvœmd. Flestar upprunaskýringar vísa til þess að latneska orðið manus táknar hönd og að inanipulus var hand- fylli eða lítið knippi afeinltverju. Einnig má vekja at- hygli á því að latneska sögnin pulsare merkir að slá, berja eða banka og í yfirfærðri merkingu að hreyfa, hrœra eða hafa áhrifá. Framhald ínœsta blaði. Jóhann Heiðar Jóhannsson johannhj@landspitali.is Jóhann Heiðar er læknir á Landspítala Hringbraut. Læknablaðið 2004/90 655
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.