Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2004, Blaðsíða 22

Læknablaðið - 15.09.2004, Blaðsíða 22
FRÆÐIGREINAR / ALGENGI ÖRORKU OG GEÐRASKANIR fall geðraskana af allri örorku hærra hjá körlum en konum. Þetta samrýmist niðurstöðu faraldsfræði- legrar rannsóknar á geðröskunum á íslandi, þar sem geðraskanir reyndust algengari hjá körlum en konum (16). Hjá báðum kynjum var mun minni hluti þeirra sem metnir höfðu verið til örorku vegna geðraskana í hjúskap eða sambúð en gengur og gerist hjá þjóðinni. Á meðal öryrkjanna reyndist hins vegar mun stærri hluti kvenna en karla vera í hjúskap eða sambúð og talsvert stærri hluti kvenna en karla reyndist einnig fráskilinn. Mjög stór hluti karlanna hafði aldrei verið í hjúskap eða sambúð. Var þar einkum um að ræða karla sem voru þroskaheftir, með aðrar þroskaraskanir, atferlis- og geðbrigðaraskanir sem hefjast í bernsku eða geðklofa og aðrar hugvilluraskanir. Með því að sleppa þeim jafnast munurinn hvað varðar hjúskap og sambúð á körlum með örorku vegna geðraskana og körlum almennt í þjóðfélaginu að miklu leyti út. Örorka vegna geðraskana var hjá báðum kynjum marktækt algengari á höfuðborgarsvæðinu en utan þess. Örorka almennt (allir sjúkdómaflokkar) var hins vegar marktækt algengari hjá konum utan höf- uðborgarsvæðisins, en ekki var marktækur munur hjá körlum í þessu tilliti (6). Algengi geðraskana hefur hins vegar reynst vera svipað á höfuðborgarsvæðinu og í öðrum landshlutum (16). Örorka vegna geðrask- ana á höfuðborgarsvæðinu er því umfram það sem við er að búast út frá algengi geðraskana í þjóðfélaginu og algengi örorku almennt. Líklegasta skýringin er að þeir sem hafa geðraskanir á svo háu stigi að þeir hafi verið metnir til örorku sæki á höfuðborgarsvæðið til að fá sérhæfða þjónustu sem er meiri og fjölbreyttari þar en annars staðar á landinu. Þeir sem metnir höfðu verið til örorku vegna geð- raskana voru nokkru yngri (meðalaldur 44 ár) en ör- yrkjar almennt (meðalaldur 48 ár) (6). Geðraskanir valda þannig færniskerðingu fyrr á ævinni en sjúk- dómar almennt. Þetta er í samræmi við niðurstöðu nýrrar sænskrar úttektar (17). Af geðröskunum sem valda örorku voru lyndis- raskanir algengastar hjá konum, en hjá körlum var geðklofi og aðrar hugvilluraskanir algengasta orsök en næst komu þroskahefting og lyndisraskanir. Ör- orka vegna lyndisraskana og hugraskana, streitu- tengdra raskana og líkömnunarraskana var algengari hjá konum en körlum. Örorka vegna geð- og atferl- israskana af völdum notkunar geðvirkra efna og geð- klofa, geðklofagerðar- og hugvilluraskana var hins vegar algengari hjá körlum. Þetta er í samræmi við niðurstöður framangreindrar rannsóknar á algengi geðraskana á íslandi (16). í núverandi rannsókn var örorka vegna raskana á sálarþroska og atferlis- og geðbrigðaraskana sem hefjast venjulega í bernsku eða á unglingsárum einnig algengari hjá körlum en konum, en ekki var hægt að bera þá niðurstöðu sam- an við niðurstöður framangreindrar rannsóknar (16). Þessi niðurstaða er hins vegar í samræmi við niður- stöður rannsóknar á geðheilsu íslenskra barna (18) og niðurstöður finnskrar rannsóknar (19). Samanburður við niðurstöður rannsókna á lífsal- gengi geðraskana á íslandi (14-16) bendir til þess að flestir sem hafi geðklofagerðar- og hugvilluröskun séu öryrkjar, en aðeins lítill hluti þeirra sem hafa lynd- israskanir, kvíðaraskanir eða misnota vímuefni. Þetta sýnir að geðklofagerðar- og hugvilluröskun veldur djúpstæðri og varanlegri skerðingu á færni fólks. I rannsókn sem náði til allra sem metnir höfðu ver- ið til örorku hér á landi í desember 1996 höfðu 28% kvenna og 31% karla geðröskun sem megin sjúk- dómsgreiningu (3). Á þessum tíma hafði orðið mark- tæk aukning á örorku vegna geðraskana hjá báðum kynjum frá árinu 1976 (7, 8) og áfram varð marktæk aukning á örorku vegna geðraskana hjá báðum kynj- um frá árinu 1996 til ársins 2002 (6). I rannsókn sem náði til þeirra sem metnir voru í fyrsta sinn til örorku á íslandi á árunum 1944 og 1945 reyndust 12,7% kvenna og 14,5% karla hafa geðrösk- un sem megin sjúkdómsgreiningu (9). Örorka var þá almennt algengari á meðal kvenna en karla, en eins og nú var hlutfallslega meira um örorku vegna geð- raskana hjá körlum en konum, miðað við örorku almennt. Hjá þeim sem metnir voru í fyrsta sinn til örorku á Islandi á árinu 1962 reyndust 19,5% kvenna og 17,4% karla hafa geðröskun sem megin sjúkdóms- greiningu (10). Hjá þeim sem metnir voru í fyrsta sinn til örorku á íslandi á tímabilinu 1. september 1999 til 30. nóvember 2003 höfðu 22,0% kvenna og 26,2% karla geðröskun sem megin sjúkdómsgreiningu (20). Vægi geðraskana þegar örorka er metin í fyrsta sinn hefur því aukist talsvert frá því á miðjum fimmta ára- tug síðustu aldar. Algengi örorku vegna geðraskana hefur þannig farið vaxandi hér á landi. Nauðsynlegt er að reyna að sporna við þessari þróun með aukinni áherslu á að greina og meðhöndla alvarlegar geðraskanir snemma og aukinni áherslu á starfsendurhæfingu sem miðast við þarfir fólks sem er að missa fótfestu á vinnumark- aðnum vegna geðraskana. Heimildir 1. Lög um almannatryggingar nr. 117/1993. 2. Lög nr. 62/1999 um breytingar á lögum um almannatryggingar nr. 117/1993. 3. Thorlacius S, Stefánsson S, Ólafsson S. Umfang og einkenni ör- orku á íslandi árið 1996. Læknablaðið 1998; 84: 629-35. 4. Thorlacius S, Stefánsson S, Jóhannsson H. Örorkumat fyrir og eftir gildistöku örorkumatsstaðals. Læknablaðið 2001; 87: 721-3. 5. Thorlacius S, Stefansson S, Johannsson H. Incidence of disability pension in Iceland before and after introduction of the British functional capacity evaluation “All work test“. Disability Medic- ine 2003; 3:5-8. 6. Thorlacius S, Stefánsson SB. Algengi örorku á íslandi 1. desem- ber 2002. Læknablaðið 2004; 90:21-5. 7. Thorlacius S, Stefánsson S, Ólafsson S, Rafnsson V. Breytingar á algengi örorku á íslandi 1976-1996. Læknablaðið 2001; 87: 205- 9. 618 Læknablaðið 2004/90
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.