Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2004, Síða 22

Læknablaðið - 15.09.2004, Síða 22
FRÆÐIGREINAR / ALGENGI ÖRORKU OG GEÐRASKANIR fall geðraskana af allri örorku hærra hjá körlum en konum. Þetta samrýmist niðurstöðu faraldsfræði- legrar rannsóknar á geðröskunum á íslandi, þar sem geðraskanir reyndust algengari hjá körlum en konum (16). Hjá báðum kynjum var mun minni hluti þeirra sem metnir höfðu verið til örorku vegna geðraskana í hjúskap eða sambúð en gengur og gerist hjá þjóðinni. Á meðal öryrkjanna reyndist hins vegar mun stærri hluti kvenna en karla vera í hjúskap eða sambúð og talsvert stærri hluti kvenna en karla reyndist einnig fráskilinn. Mjög stór hluti karlanna hafði aldrei verið í hjúskap eða sambúð. Var þar einkum um að ræða karla sem voru þroskaheftir, með aðrar þroskaraskanir, atferlis- og geðbrigðaraskanir sem hefjast í bernsku eða geðklofa og aðrar hugvilluraskanir. Með því að sleppa þeim jafnast munurinn hvað varðar hjúskap og sambúð á körlum með örorku vegna geðraskana og körlum almennt í þjóðfélaginu að miklu leyti út. Örorka vegna geðraskana var hjá báðum kynjum marktækt algengari á höfuðborgarsvæðinu en utan þess. Örorka almennt (allir sjúkdómaflokkar) var hins vegar marktækt algengari hjá konum utan höf- uðborgarsvæðisins, en ekki var marktækur munur hjá körlum í þessu tilliti (6). Algengi geðraskana hefur hins vegar reynst vera svipað á höfuðborgarsvæðinu og í öðrum landshlutum (16). Örorka vegna geðrask- ana á höfuðborgarsvæðinu er því umfram það sem við er að búast út frá algengi geðraskana í þjóðfélaginu og algengi örorku almennt. Líklegasta skýringin er að þeir sem hafa geðraskanir á svo háu stigi að þeir hafi verið metnir til örorku sæki á höfuðborgarsvæðið til að fá sérhæfða þjónustu sem er meiri og fjölbreyttari þar en annars staðar á landinu. Þeir sem metnir höfðu verið til örorku vegna geð- raskana voru nokkru yngri (meðalaldur 44 ár) en ör- yrkjar almennt (meðalaldur 48 ár) (6). Geðraskanir valda þannig færniskerðingu fyrr á ævinni en sjúk- dómar almennt. Þetta er í samræmi við niðurstöðu nýrrar sænskrar úttektar (17). Af geðröskunum sem valda örorku voru lyndis- raskanir algengastar hjá konum, en hjá körlum var geðklofi og aðrar hugvilluraskanir algengasta orsök en næst komu þroskahefting og lyndisraskanir. Ör- orka vegna lyndisraskana og hugraskana, streitu- tengdra raskana og líkömnunarraskana var algengari hjá konum en körlum. Örorka vegna geð- og atferl- israskana af völdum notkunar geðvirkra efna og geð- klofa, geðklofagerðar- og hugvilluraskana var hins vegar algengari hjá körlum. Þetta er í samræmi við niðurstöður framangreindrar rannsóknar á algengi geðraskana á íslandi (16). í núverandi rannsókn var örorka vegna raskana á sálarþroska og atferlis- og geðbrigðaraskana sem hefjast venjulega í bernsku eða á unglingsárum einnig algengari hjá körlum en konum, en ekki var hægt að bera þá niðurstöðu sam- an við niðurstöður framangreindrar rannsóknar (16). Þessi niðurstaða er hins vegar í samræmi við niður- stöður rannsóknar á geðheilsu íslenskra barna (18) og niðurstöður finnskrar rannsóknar (19). Samanburður við niðurstöður rannsókna á lífsal- gengi geðraskana á íslandi (14-16) bendir til þess að flestir sem hafi geðklofagerðar- og hugvilluröskun séu öryrkjar, en aðeins lítill hluti þeirra sem hafa lynd- israskanir, kvíðaraskanir eða misnota vímuefni. Þetta sýnir að geðklofagerðar- og hugvilluröskun veldur djúpstæðri og varanlegri skerðingu á færni fólks. I rannsókn sem náði til allra sem metnir höfðu ver- ið til örorku hér á landi í desember 1996 höfðu 28% kvenna og 31% karla geðröskun sem megin sjúk- dómsgreiningu (3). Á þessum tíma hafði orðið mark- tæk aukning á örorku vegna geðraskana hjá báðum kynjum frá árinu 1976 (7, 8) og áfram varð marktæk aukning á örorku vegna geðraskana hjá báðum kynj- um frá árinu 1996 til ársins 2002 (6). I rannsókn sem náði til þeirra sem metnir voru í fyrsta sinn til örorku á íslandi á árunum 1944 og 1945 reyndust 12,7% kvenna og 14,5% karla hafa geðrösk- un sem megin sjúkdómsgreiningu (9). Örorka var þá almennt algengari á meðal kvenna en karla, en eins og nú var hlutfallslega meira um örorku vegna geð- raskana hjá körlum en konum, miðað við örorku almennt. Hjá þeim sem metnir voru í fyrsta sinn til örorku á Islandi á árinu 1962 reyndust 19,5% kvenna og 17,4% karla hafa geðröskun sem megin sjúkdóms- greiningu (10). Hjá þeim sem metnir voru í fyrsta sinn til örorku á íslandi á tímabilinu 1. september 1999 til 30. nóvember 2003 höfðu 22,0% kvenna og 26,2% karla geðröskun sem megin sjúkdómsgreiningu (20). Vægi geðraskana þegar örorka er metin í fyrsta sinn hefur því aukist talsvert frá því á miðjum fimmta ára- tug síðustu aldar. Algengi örorku vegna geðraskana hefur þannig farið vaxandi hér á landi. Nauðsynlegt er að reyna að sporna við þessari þróun með aukinni áherslu á að greina og meðhöndla alvarlegar geðraskanir snemma og aukinni áherslu á starfsendurhæfingu sem miðast við þarfir fólks sem er að missa fótfestu á vinnumark- aðnum vegna geðraskana. Heimildir 1. Lög um almannatryggingar nr. 117/1993. 2. Lög nr. 62/1999 um breytingar á lögum um almannatryggingar nr. 117/1993. 3. Thorlacius S, Stefánsson S, Ólafsson S. Umfang og einkenni ör- orku á íslandi árið 1996. Læknablaðið 1998; 84: 629-35. 4. Thorlacius S, Stefánsson S, Jóhannsson H. Örorkumat fyrir og eftir gildistöku örorkumatsstaðals. Læknablaðið 2001; 87: 721-3. 5. Thorlacius S, Stefansson S, Johannsson H. Incidence of disability pension in Iceland before and after introduction of the British functional capacity evaluation “All work test“. Disability Medic- ine 2003; 3:5-8. 6. Thorlacius S, Stefánsson SB. Algengi örorku á íslandi 1. desem- ber 2002. Læknablaðið 2004; 90:21-5. 7. Thorlacius S, Stefánsson S, Ólafsson S, Rafnsson V. Breytingar á algengi örorku á íslandi 1976-1996. Læknablaðið 2001; 87: 205- 9. 618 Læknablaðið 2004/90

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.