Læknablaðið - 15.09.2004, Blaðsíða 44
UMRÆÐA & FRÉTTIR / DRG Á LANDSPÍTALA
Jón Hilmar Alfreðsson
sviðsstjóri kvennasviðs
Landspítala segir DRG-
kerfið þegarfarið að hafa
áhrifá viðhorf starfsfólks
sviðsins.
DRG-forminu. Kvennasviðið var talið heppilegt, það
er ekki stórt, reksturinn kostar tæpan milljarð af 25
milljörðum sem rekstur spítalans kostar alls. Það er
líka tiltölulega afmarkað þó við kaupum þjónustu af
ýmsum öðrum sviðum."
Undirbúningurinn tók sinn tíma því það þurfti að
kostnaðargreina hverja aðgerð sem unnin er. „Það
þurfti að greina það nákvæmlega hvað hver fæðing
kostar sem og keisaraskurður, legnám og allt annað.
Síðan þurfti að ákveða DRG-einingaverð og þá fóru
þeir strax að bera okkur saman við Svíþjóð og Nor-
eg og sáu að við vorum í ódýrari kantinum. Eftir það
hefur einingaverðið hækkað í takt við verðlagið."
Vitum hvað við höfum
Jón Hilmar segir að honum lítist að ýmsu leyti vel á
þetta stjórntæki. „Þetta er virðingarverð tilraun til að
ná utan um kostnaðinn og leggja mat á hvort hann
sé eðlilegur. Spítalinn er að verðleggja þjónustu sína
svo kaupandinn geti athugað hvort hún er dýrari eða
ódýrari en annars staðar.
Fyrir okkur þýðir þetta að við vitum hvað við fáum
fyrir hverja aðgerð og getum gert betri áætlanir en
áður. Og þar sem við vitum um tekjurnar hvetur það
okkur til að athuga hvort ekki er hægt að gera eitt-
hvað til að lækka kostnaðinn. Þetta síast út frá okkur
sviðsstjórunum til yíirlæknanna og áfram til annarra
starfsmanna. Hagfræðingarnir tóku eftir því að við
vorum strax byrjuð að ræða um leiðir til að ná niður
kostnaðinum og þá brostu þeir breitt því tilganginum
var náð.“
- Breytir þetta vinnubrögðum starfsfólks? Hefur
þessi flokkun ekki aukna skriffinnsku í för með sér?
„Jú, en þá kemur þessi nýja rafræna tækni okkur
til góða. Henni hefur fleygt fram og DRG-kerfið ýtir
undir hana. Það þarf að ljúka við sjúkraskýrslu hvers
sjúklings ekki síðar en 10 dögum eftir að hann er út-
skrifaður. Skráningin þarf líka að vera rétt því ef sjúk-
lingur er skráður inn með hálsbólgu og svo er tekinn
úr honum botnlanginn þá lætur kerfið vita af því að
hér sé einhver villa í skráningunni. Flokkunin getur
hins vegar breyst eftir að meðferð sjúklings er hafin.
Stundum kemur í ljós að það er meira að honum en
talið var við innlögn og eins getur meðferðin haft í för
með sér ófyrirséða fylgikvilla. Þetta kallar á nákvæma
skráningu, að öðrum kosti fær deildin ekki greitt fyrir
þær aðgerðir sem þarf að gera.“
Þafnast stöðugrar endurskoðunar
Eins og áður er nefnt er DRG-kerfið rúmlega tuttugu
ára gamalt og á þeim tíma hefur það verið í stöðugri
endurskoðun. Norðurlöndin hafa þróað sína eigin út-
gáfu af kerfinu og raunar þarf að laga það að hverri
stofnun og hverri deild. Jón Hilmar segir að kerfið
virki best í þeim tilvikum sem sjúklingur er lagður
inn og eitthvað gert við hann. Það hefur ekki virkað
eins vel á göngudeildum og raunar er verið að þróa
sérstaka útgáfu fyrir þær. Sama máli gegnir um end-
urhæfingar-, öldrunar-, líknar- og geðdeildir. Öldrun-
ardeildir hafa um árabil notast við annað kerfi sem
nefnist RAI og áformað er að halda sig við það en
laga það ef til vill að DRG-kerfinu að einhverju leyti.
„En það þarf stöðugt að endurskoða kerfið því
meðferðir breytast og ýmsir óvissuþættir koma til
sögunnar. Það er kannski ákveðið að kaupa einhverja
þjónustu utan að í stað þess að sinna henni sjálf og
það breytir forsendunum. Enn á eftir að reikna ýmis-
legt inn í kerfið, til dæmis kennslu- og rannsóknar-
kostnað. Svo geta komið upp faraldrar sem kollvarpa
öllum áætlunum. í slíkur tilvikum verður eflaust að
semja upp á nýtt.“
Hann segir að DRG-kerfið geti auðveldað saman-
burð við aðrar stofnanir, bæði innanlands og utan.
„Við erum þegar farin að sjá að við gerum suma hluti
öðruvísi en aðrir. Til dæmis hefur komið í ljós að
sjúklingar okkar liggja lengur inni eftir aðgerð en á
sambærilegum sjúkrahúsum á Norðurlöndum. Þar er
reynt að senda þá heim sem fyrst en veita þeim meiri
stuðning heimafyrir. Hér virðumst við ekki komin
eins langt í að byggja upp slíka heimaþjónustu."
Jón Hilmar lætur vel af því samstarfi sem starfsfólk
sviðsins hefur átt við yfirstjórnina og vinnuhópinn
sem skipaður var til að undirbúa innleiðingu kerfis-
ins. „Mér sýnist ýmislegt gott hafa komið út úr þessu.
En þetta er ekki einfalt og ekki alltaf víst að menn nái
samkomulagi um alla hluti. Og það er ljóst að þetta
leysir ekki allan rekstrarvanda sjúkrahússins."
640 Læknablaðið 2004/90