Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2004, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 15.09.2004, Blaðsíða 19
FRÆÐIGREINAR / ALGENGI ÖRORKU OG GEÐRASKANIR Algengi örorku vegna geðraskana á íslandi 1. desember 2002 Sigurður Thorlacius1,2 SÉRFRÆÐINGUR í HEILA- OG TAUGASJÚKDÓMUM Sigurjón B. Stefánsson1,2,3 SÉRFRÆÐINGUR í GEÐLÆKNINGUM OG KLÍNÍSKRI TAUGALÍFEÐLISFRÆÐI 'Tryggingastofnun ríkisins, 2læknadeild Háskóla íslands og 3taugasjúkdómadeild Landspítala. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Siguröur Thorlacius, Trygg- ingastofnun ríkisins, Lauga- vegi 114,150 Reykjavík. Sími 5604400, bréfsími 5604461. sigurdur. thorlacius@tr. is Lykilorö: geðraskanir, örorka, örorkubœtur, almanna- tryggingar. Agrip Tilgangur: Að kanna umfang örorku vegna geðrask- ana á Islandi, hvernig hún skiptist eftir kyni, búsetu og hjúskaparstöðu og hvaða geðraskanir það eru sem einkum valda örorku. Efniviður og aðferðir: Fengnar voru upplýsingar úr gagnasafni Tryggingastofnunar ríkisins um örorku- stig, kyn, aldur, búsetu, hjúskaparstöðu og helstu sjúkdómsgreiningu hjá þeim sem voru öryrkjar 1. desember 2002. Fengnar voru upplýsingar frá Hag- stofu íslands um fjölda íslendinga á aldrinum 16-66 ára og dreifingu þeirra eftir kyni, aldri, búsetu og hjúskaparstöðu. Reiknað var algengi örorku vegna geðraskana. Niðurstöður: Algengi örorku vegna geðraskana á íslandi þann 1. desember 2002 var 2,32% hjá konum og 1,98% hjá körlum. Þótt fleiri konur en karlar séu öryrkjar vegna geðraskana, þá er hlutfall geðraskana af allri örorku hærra hjá körlum en konum. Hjá kon- um var örorka algengust vegna lyndisraskana, en hjá körlum vegna geðklofa og annarra hugvilluraskana. Flestir sem hafa geðklofagerðar- og hugvilluröskun á Islandi eru öryrkjar. Örorka vegna geðraskana var marktækt algengari á höfuðborgarsvæðinu en á öðr- um landssvæðum. Hjá öryrkjum með geðraskanir var mun minna um hjúskap eða skráða sambúð en hjá þjóðinni almennt. Alyktun: Mikil örorka vegna geðraskana á höfuð- borgarsvæðinu er umfram það sem við er að búast út frá algengi geðraskana í þjóðfélaginu og algengi örorku almennt. Tiltölulega mikil örorka vegna geð- raskana hjá körlum er í samræmi við hærri tíðni geð- raskana hjá körlum en konurn. Örorka vegna geð- raskana hefur farið vaxandi hér á Iandi. Þörf er á að sporna við þeirri þróun með aukinni áherslu á starfs- endurhæfingu sem miðast sérstaklega við þarfir fólks með geðraskanir og aukinni áherslu á að greina og meðhöndla alvarlegar geðraskanir snemma. Inngangur Örorka vegna lífeyristrygginga almannatrygginga er metin á grundvelli almannatryggingalaganna (1-6). Samkvæmt 12. grein laganna er hærra stig örorku (að minnsta kosti 75% örorka) metið þeim sem eru á aldrinum 16 til 66 ára og hafa verulega og lang- varandi skerðingu á starfsgetu vegna sjúkdóma eða fötlunar, en samkvæmt 13. grein laganna er lægra örorkustigið (örorka 50-74%) metið þeim sem hafa ENGLISH SUMMARY ThorlaciusS, StefánssonSB Disability due to mental and behavioural dis- orders in lceland Læknablaðið 2004; 90: 615-9 Aims: To determine the prevalence of disability in lceland on December 1s' 2002 due to mental and behavioural disorders according to gender, place of residence and marital status and main subcategories. Material and methods: The disability register of the State Social Security Institute was used to obtain information on the number, gender, age, place of res- idence, marital status and main diagnosis of recipients of disability pension. From Statistics lceland the same information was obtained for the lcelandic population between the age of 16 and 66. Results: The prevalence of disability due to mental and behavioural disorders was 2.32% for females and 1.98% for males. For males receiving disability pension the proportion having mental disorders as the main cause of disability was larger than for females. Among females the most common cause of disability was mood disorders whereas among males it was schizop- hrenia, schizotypal and delusional disorders. Most of those with schizophrenia, schizotypal and delusional disorders in lceland receive full disability pension. The prevalence of disability due to mental and behavioural disorders was significantly higher in the capital region than in the rest of the country. Marriage and registered co-habitation was considerably less common among recipients of disability pension due to mentai and be- havioural disorders than among the nation in general. Conclusion: The prevalence of disability due to mental and behavioural disorders in the capital region is in excess of what is to be expected from the prevalence of these disorders and from disability in general in lceland. The relatively high prevalence of disability due to mental and behavioural disorders among males is in line with epidemiological data. The prevalence of disability due to mental and behavioural disorders in lceland has been rising. This needs to be addressed by improving vocational rehabilitation programs for those suffering from these disorders. Keywords: mental disorders, disability, benefits, social securíty. Correspondence: Sigurður Thorlacius, sigurdur. thoríacius@tr.is minna skerta starfsgetu eða verða fyrir umtalsverð- um aukakostnaði vegna örorku sinnar. í örorkumati Tryggingastofnunar ríkisins (TR) eru þannig mikil- vægar upplýsingar um heilsufar þjóðarinnar. Læknablaðið 2004/90 615
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.