Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2004, Blaðsíða 37

Læknablaðið - 15.09.2004, Blaðsíða 37
FRÆÐIGREINAR / MEÐFÆDD VÉLINDALOKUN Aðrir meðfæddir gallar voru algengir í þessum sjúklingahópi og komu fram hjá 21 barni (57%) þar sem hjartagallarnir voru algengastir. Petta samrýmist erlendum samantektum (2). Aðeins eitt barn (2,7%) greindist þó með litningagalla (þrístæða 18) sem er óvenju lítið og ekkert barnanna reyndist hafa fulla VACTERL samsöfnun galla en í erlendum saman- tektum kemur það fyrir hjá allt að 25% barnanna (2), Arangur aðgerða er fyrst og fremst metinn með tilliti til lifunar eftir aðgerð. Prjátíuogþrjú börn geng- ust undir aðgerð hérlendis þar sem níu létust innan 60 daga frá aðgerð, það er að segja 73% lifun yfir allt tímabilið. Þetta er heldur lakari lifun samanborið við erlendar samantektir en þar sem þessi samantekt nær yfir langt tímabil er réttara að líta á lifun eftir tíma- bilum og er þá greinileg batnandi meðferð, frá 58% lifun á fyrsta tímabili, 75% á öðru, til 89% á því þriðja sem er sambærilegt við árangur erlendis síðustu tvo áratugi. A síðasta tímabilinu greindust einungis fjög- ur börn og eitt þeirra lést eftir aðgerð sem gefur lifun 75%, en erfitt er að draga ályktun um árangur með- ferðar þar með svona fáa einstaklinga. Ef litið er á lifun eftir Waterston áhættuflokkun létust fimm börn á fyrsta tímabilinu, þrjú í flokki A, eitt í B og eitt í flokki C. Á tímabili II létust tvö börn í flokki C og eitt á tímabilum III og IV, bæði í flokki C sem hefur versta forspárgildið. Því er lifun 70% í flokki A, 93% í flokki B og aðeins 44% í flokki C. Þetta er lakur árangur fyrir flokk A sem skýrist allt þó af skurðdauða á fyrsta tímabilinu. Mjög góður árangur var hjá börnum í flokki B en lakastur í flokki C eins og vænta mátti (2, 14). Algengasta dánarorsök var lungnabólga (67%). Erfitt er að draga ályktanir varðandi langtímaár- angur aðgerða við aftursýna rannsókn sem þessa. Samkvæmt sjúkraskrám náði eftirlit allt að 22,5 árum. Níu sjúklingar (27%) komu endurtekið vegna kyng- ingarörðugleika og sami fjöldi vegna endurtekinna öndunarfærasýkinga. Einungis var getið sérstaklega um vélindabakflæði hjá tveimur sjúklingum sem er óvenju lítið, í flestum samantektum er um 15-60% þessara sjúklinga með bakflæði og/eða bólgu í vélinda (15-17). Ekki hefur verið um reglubundið eftirlit að ræða hjá þessum sjúklingahópi hérlendis með tilliti til vélindastarfsemi og bakflæðis og má því ætla að mjög sé vangreint bakflæðisvandamál hjá þessum börnum sem þyrftu hugsanlega frekari meðferð. Mikið er rætt um með hvaða hætti þess konar eftirlit ætti að vera. Flestir eru sammála um að til eftirlits þurfi að koma en óljóst hversu lengi. Rannsóknarhópur frá Helsinki sem einna mest hefur rannsakað langtímafylgikvilla eftir sammynningu á vélinda mælir með reglubundnu eftirliti til þriggja ára aldurs með sýrumælingum og maga- og vélindaspeglun (18). Ávinningur með slíku eftirliti væri að finna þann hóp einstaklinga með vélindabakflæði sem þyrfti á frekari meðferð að halda til að komast hjá frumubreytingum í vélinda (Barrett‘s) sem gæti aukið líkur á vélindakrabbameini seinna meir. Klárlega er því þörf á nánari rannsókn til að meta líðan og ástand þessara sjúklinga með tilliti til langtímaárangurs eftir aðgerð. Þakkir Sérstakar þakkir fyrir veitta aðstoð fær Örn Ólafsson fyrir aðstoð við tölfræðilega úrvinnslu. Rannsóknin var styrkt af Vísindasjóði Landspítala. Heimildir 1. Myers N, Aberdeen, E. The Esophagus. Congenital Esophageal Atresia and Tracheoesophageal Fistula. In: Ravitch MMWK, editor. Pediatric surgery. 3rd edition ed. Chicago, London: Year book medical publishers; 1979:446-69. 2. Carroll M. Harmon AGC. Congenital Anomalies of the Esop- hagus. In: 0746111 JAR, MI.; Grosfeld, J.L.; Fonkalsrud, EW.; Coran, A.G., editor. Pediatric surgery. 5th edition ed: Mosby; 1998: 941-67. 3. Depaepe A, Dolk H, Lechat MF. The epidemiology of tracheo- oesophageal fistula and oesophageal atresia in Europe. EUR- OCAT Working Group. Arch Dis Child 1993; 68: 743-8. 4. Hallgrímsson H, Tryggvason, K. Frá handlæknis- og barnadeild Landspítalans. Vansköpun á vélindi. Nokkur orö um orsakir, tíöni og aögerðir ásamt horfum. Nokkur orð um greiningu og meðferð fyrir og eftir aðgerð. Læknablaðið 1963; 47:3-12. 5. Okada A, Usui N, Inoue M, Kawahara H, Kubota A, Imura K, et al. Esophageal atresia in Osaka: a review of 39 years’ experience. JPediatrSurg 1997; 32:1570-4. 6. Crisera CA, Connelly PR, Marmureanu AR, Colen KL, Rose MI, Li M, et al. Esophageal atresia with tracheoesophageal fist- ula: suggested mechanism in faulty organogenesis. J Pediatr Surg 1999; 34:204-8. 7. Chetcuti P, Myers NA, Phelan PD, Beasley SW. Adults who sur- vived repair of congenital oesophageal atresia and tracheo-oes- ophageal fistula. BMJ 1988; 297:344-6. 8. Choudhury SR, Ashcraft KW, Sharp RJ, Murphy JP, Snyder CL, Sigalet DL. Survival of patients with esophageal atresia: influence of birth weight, cardiac anomaly, and late respiratory complications. J Pediatr Surg 1999; 34: 70-3. 9. Dunn JC, Fonkalsrud EW, Atkinson JB. Simplifying the Water- ston’s stratification of infants with tracheoesophageal fistula. Am Surg 1999; 65: 908-10. 10. Goh DW, Brereton RJ. Success and failure with neonatal trac- heo-oesophageal anomalies. Br J Surg 1991; 78:834-7. 11. Leendertse-Verloop K. Postoperative morbidity in patients with esophageal atresia. Pediatr Surg Int 1987; 2: 2-5. 12. Nawaz A, Matta H, Shawis R, Jazcobsz A, Kassir S, Al-Salem AH. Esophageal atresia and tracheoesophageal fistula: success and failure rates in the United Arab Emirates. Pediatr Surg Int 1998; 14:214-7. 13. Waterston D, Bonham CRE, Aberdeen,E. Oesophageal atresia: Tracheo-oesophageal fistula. A study of survival in 218 infants. Lancet 1962; 1:819-22. 14. Konkin DE, O’Hali WA, Webber EM, Blair GK. Outcomes in esophageal atresia and tracheoesophageal fistula. J Pediatr Surg 2003; 38:1726-9. 15. Tomaselli V, Volpi ML, Dell’Agnola CA, Bini M, Rossi A, Indri- olo A. Long-term evaluation of esophageal function in patients treated at birth for esophageal atresia. Pediatr Surg Int 2003; 19: 40-3. 16. Deurloo JA, Ekkelkamp S, Bartelsman JF, Ten Kate FJ, Schoorl M, Heij HA, et al. Gastroesophageal reflux: prevalence in adults older than 28 years after correction of esophageal atresia. Ann Surg 2003; 238: 686-9. 17. Somppi E, Tammela O, Ruuska T, Rahnasto J, Laitinen J,Turjan- maa V, et al. Outcome of patients operated on for esophageal atresia: 30 years' experience. J Pediatr Surg 1998; 33:1341-6. 18. Schalamon J, Lindahl H, Saarikoski H, Rintala RJ. Endoscopic follow-up in esophageal atresia-for how long is it necessary? J Pediatr Surg 2003; 38:702-4. Læknablaðið 2004/90 633
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.