Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.07.2005, Page 14

Læknablaðið - 15.07.2005, Page 14
FRÆÐIGREINAR / D-VITAMINBUSKAPUR BARNA Tafla 1. D-vítamíninnihald í 100 g afvöldum fæðutegund- um (5). Mg/100 g Soðin lúða 22 Marineruð síld 11,5 D-vítamínbætt smjörlíki 7,5 Mjólk ætluö ungbörnum 1,2 frá 6 mánaða aldri D-vitamínbætt léttmjólk 0,5 Þorskalýsi 18,4 pg 110 ml Þorskalýsisperlur 6 pg i 4 perlum leiðingar D-vítamínskorts eru beinkröm í börnum og beinmeyra í fullorðnum (2). Afar fáar fæðutegundir gefa D-vítamín í ein- hverju magni en lýsi og feitur fiskur eru bestu D-vítamíngjafarnir, smjörlíki og D-vílamínbætt mjólk gefa einnig nokkuð magn D-vítamíns (4,5). Tafla I sýnir D-vítamínmagn í völdum fæðuteg- undum. Samkvæmt niðurstöðum landskönnunar á mataræði fullorðinna Islendinga frá árinu 2002 var meðalinntaka allra þátttakenda á D-vítamíni 6,0 |ig/dag (6). Ekki var unnt að skoða dreifingu D-vítamíninntöku í landskönnun, en miðað við fyrri könnun frá 1990 verður að teljast líklegt að ákveðinn hluti þjóðarinnar neyti mjög lítils magns af D-vítamíni (7). Ráðlagður dagsskammtur (RDS) er það magn næringarefnis sem fullnægir þörfum alls þorra ein- staklinga sem ráðleggingin nær til. Pað magn sem þarf til að hindra skort er skilgreint sem þörf eða lágmarksinntaka. Lágmarksinntaka fyrir D-víta- míninntöku hefur verið sett við 2,5 gg/dag (2), en neysla undir þeim mörkum yfir langt tímabil eykur líkur á skortseinkennum. RDS og gildi fyrir lág- marksinntöku má nota til að meta inntöku út frá neyslukönnunum. Rannsóknastofa í næringarfræði (RIN) sérhæfir sig í rannsóknum á börnum og er eini staðurinn hérlendis þar sem rannsóknir á mataræði barna fara fram. I þessari grein koma fram upplýsingar sem unnar eru úr þremur mismunandi rannsóknum á vegum RÍN; Rannsókn á mataræði ungbarna frá 1998 (8), rannsókn á mataræði tveggja ára barna frá 2000 (9) og rannsókn á mataræði sex ára barna frá 2003 (10). Markmiö rannsóknarinnar sem greint er frá í þessari grein var að rannsaka D-víta- mínneyslu ungra íslenskra barna. Rannsóknirnar voru á sínum tíma allar samþykktar af viðeigandi siðanefndum og tölvunefnd. Efniviður og aðferðir Þátttakendur Matarœði íslenskra ungbarna Handahófsúrtak 180 heilbrigðra nýbura var tekið við fæðingu á fjórum fæðingardeildum, Reykjavík, Akureyri, ísafirði og Selfossi, frá apríl 1995 til mars 1996. Greint hefur verið frá skilyrðum fyrir þátttöku annars staðar (8). Þátttaka rannsókn- arhóps var 77%, eða 138 ungbörn af 180 ungbarna úrlaki. Af 138 þátttakendum hættu 11 meðan á rannsókn stóð, eða 8%. Rannsóknin á mataræði ungbarna stóð í eitt ár og var upplýsingum safnað mánaðarlega. Samsvörun þýðis og þátttakenda í rannsókninni hvað varðar dreifingu fæðinga á landinu var mjög góð (8). Matarœði tveggja ára íslendinga Þátttakendur voru valdir af handahófi úr þjóðskrá og voru börnin fædd frá október 1995 til desember 1996 (9). Af 140 börnum (foreldrum) sem boðin var þátttaka, samþykktu 70% (n=95) þátttöku, þrír voru útilokaðir vegna ófullnægjandi skráning- ar og ein skráning komst ekki til skila. Matarœði sex ára lslendinga Börnin í sex ára rannsókninni voru þau sömu og tóku þátt í fyrri rannsóknunum tveimur (11). Þátttaka í þriggja daga skráningu á fæðuinntöku var 71%, sex voru útilokaðir vegna ófullnægjandi skráningar og ein skráning komst ekki til skila. Skráning á fæðuinntöku I öllum rannsóknunum þremur var notuð vigtun og skráning á neyslu. Matur var veginn á þar til gerðum vogum (PHILIPS HR 2385, Austria) og var foreldrum barnanna leiðbeint um notkun voganna. Gagnasöfnun í rannsóknunum þremur náði í öllum tilfellum yfir að minnsta kosti eitt almanaksár. I rannsókninni á mataræði ungbarna var neysla vigtuð og skráð í tvo daga samfellt við tveggja, fjögurra, sex, níu og tólf mánaða aldur. Til að fá upplýsingar um magn brjóstamjólkur voru börnin vegin fyrir og eftir brjóstagjöf (TANITA 1581, Japan). Tveggja daga skráning er talin fullnægjandi til að meta meðalneyslu ungbarna þar sem breytileiki í fæðuvenjum er mjög lítill á þessum aldri (12). í rannsókn á mataræði tveggja ára barna og rannsókn á mataræði sex ára barna var neysla skráð á sama hátt í þrjá daga samfellt (tvo virka daga og einn helgardag). í rannsókn á mataræði tveggja ára barna var meðalaldur rannsóknarhóps- ins 26,4 mánuðir og var aldur barnanna á bilinu 24,5 til 30,5 mánuðir. í rannsókn á mataræði sex ára barna var meðalaldur rannsóknarhópsins við skráningu 72,3 mánuðir og var aldur barnanna á bilinu 70 til 77 mánuðir. Foreldrum þátttakenda í öllum rannsóknunum var leiðbeint um að skrá dagsetningu og tíma neyslu. 582 Læknablaðið 2005/91

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.