Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.07.2005, Page 15

Læknablaðið - 15.07.2005, Page 15
FRÆÐIGREINAR / D-VÍTAMÍNBÚSKAPUR BARNA Tafla II. D-vítamín inntaka ungbarna. Meöal- Hundraöshlutar Aldur n tal (pg) SD 5 10 25 50 75 90 95 RDS* Allir 2 mán. 120 8,3 6,6 0,2 0,3 0,4 7,3 13,4 14,0 19,0 4 mán. 120 9,5 6,5 0,3 0,3 6,1 8,5 13,5 17,2 21,6 6 mán. 116 7,5 6,0 0,2 0,3 1,0 6,8 13,4 14,2 19,0 10,0 9 mán. 110 7,0 5,3 0,3 0,5 1,0 7,0 10,6 14,3 14,9 10,0 12 mán. 110 6,5 5,5 0,6 0,7 1,2 5,7 10,6 13,6 14,9 10,0 Strákar 2 mán. 58 6,8 6,3 4 mán. 59 8,4 6,2 6 mán. 57 6,7 5,9 9 mán. 57 6,5 4,8 12 mán. 53 6,3 5,12 Stelpur 2 mán. 62 9,7 6,7 4 mán. 61 10,6 6,5 6 mán. 59 8,3 6,0 9 mán. 53 7,6 5,8 12 mán. 57 6,7 5,9 *RDS er ekki gefiö fyrir 0-6 mánaða börn, en samkvæmt NNR er æskilegt að ungbörnum, 4 vikna og eldri, sé gefið 10 pg/dag af D-vítamíni (2). RDS - Ráðlagöur dagsskammtur. NNR - Nordic nutrition recommendations - Norrænar ráðleggingar um næringarefni. að skrá sérstaklega gerð eða tegund matar, að láta fylgja skráningunni uppskriftir af heimatilbúnum réttum og að skrá alla drykkjar- og vítamíninntöku. Dagmæðrum, leikskólakennurum og grunnskóla- kennurum var einnig leiðbeint eftir atvikum. Á Stór-Reykjavíkursvæðinu voru fjölskyldur þátttak- enda heimsóttar og þeim leiðbeint um framkvæmd rannsóknarinnar, en fjölskyldur þátttakenda annars staðar á landinu fengu skriflegar leiðbeiningar, auk þess sem upplýsingar voru veittar símleiðis. Útrcikningar næringarefna Útreikningar í rannsókn á mataræði íslenskra ung- barna og rannsókn á mataræði tveggja ára barna voru unnir í Comp-Eat-Nutrition System (Carlson Bengston Consultants Ltd, London). Upplýsingar um ungbarnafæði voru fengnar frá framleiðanda. íslenski gagnagrunnurinn um næringarefnainnhald (Rannsóknarstofnun Landbúnaðarins) var megin- undirstaða útreikninganna, auk gagnagrunna frá Danmörku (Levnedsmiddeltabeller 1989, Stor- kpkkencentret Levnedsmiddelstyrelsen), Svíþjóð (Livsmedelstabell, Statens Livsmedelsverk), Bret- landi (The Composition of Foods, McCance and Widdowson, Royal Society of Chemistry) og USA ( USDA Nutrient Laboratory: USDA Nutrient Database for Standard Reference). D- vítamín í brjóstamjólk var reiknað út frá magni brjóstamjólkur og breski gagnagrunnurinn lagður til grundvallar við ákvörðun á D-vítamíninni- haldi í brjóstamjólkinni. í rannsókn á mataræði sex ára barna voru útreikningar unnir í forriti Manneldisráðs; ICEFOOD. Tveir gagnagrunnar Tafla III. Inntaka lýsis og AD dropa hjá ungbörnum og börnum. Aldur AD dropar Lýsi AD-dropar og/eöa lýsi 2 ja mánaða 61% i% 62% 4 ra mánaða 67% 3% 68% 6 mánaða 52% 13% 65% 9 mánaða 25% 45% 67% 12 mánaða 7% 42% 49% 2ja ára 60% 6 ára 40% voru undirstaða þeirra útreikninga; íslenski gagna- grunnurinn um efnainnihald matvæla (ÍSGEM) og gagnagunnur Manneldisráðs um samsetningu algengra rétta og skyndibita á íslenskum markaði. Niðurstöður Matarœði íslenskra ungbarna Tafla II sýnir að meira en fjórðungur ungbarnanna fékk ekki helming af RDS og stór hluti þess hóps náði ekki skilgreindum lægri mörkum D-vítamín- inntöku (2,5 pg/dag). Dreifing á neyslu var mjög mikil þar sem hún náði frá 0,2 pg/dag upp í meira en 23 pg/dag á fyrsta æviárinu. í töflu III koma fram upplýsingar um inntöku barnanna á lýsi og AD dropum og þar má sjá að milli 60 og 70% barnanna tóku inn D-vítamín á fyrsta ári. Við 12 mánaða aldur lóku tæplega 50% barnanna inn lýsi eða AD dropa og fengu þessi börn að meðaltali 10,4 pg/dag af D-vítamíni í sínu fæði. Börnin sem ekki tóku lýsi eða AD dropa fengu umtalsvert lægra magn D-vítamíns úr sínu fæði, eða að meðaltali 2,7 pg/dag. Læknablaðið 2005/91 583

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.