Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.07.2005, Page 23

Læknablaðið - 15.07.2005, Page 23
FRÆÐIGREINAR / HRÖRNUN í AUGNBOTNUM Ólafur Már Björnsson1,2 SÉRFRÆÐINGUR í AUGNLÆKNINGUM Bettina Kinge1 SÉRFRÆÐINGUR I AUGNLÆKNINGUM Á myndinni sést dœmi um vota ellihrörnun í augn- botnum. 'Retinaklinikken Omnia, Osló, Noregi, 2Sjónlag hf, Reykjavík, ísland. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Ólafur Már Björnsson; Sjónlag, Spönginni 39, 112 Reykjavík. omb@sjonlag. is Lykilorö: ellihrörnun í augn- botnum, drusen, litþekju- breytingar, œðamyndatökur, leysimeðferð. Hrörnun í augnbotnum - yfirlit Ágrip Hrörnun í augnbotnum er ein algengasta orsök lögblindu eldri borgara á íslandi og víðar í hinum vestræna heimi. Með stórauknu hlutfalli eldri borgara fer þetta vandamál vaxandi og mun draga verulega úr lífsgæðum þessa hóps. Enda þótt skiln- ingur á þeim efnaskipta- og frumubreytingum sem verða í sjónhimnu hafi aukist nokkuð á síðustu árum er orsök sjúkdómsins enn á huldu og með- ferðarmöguleikar takmarkaðir. Akveðin þróun hefur þó orðið með tilkomu nýrra lyfja og leysi- meðferðar á síðustu árum. Þannig hefur tekist að draga úr skemmdum í augnbotnum og koma í veg fyrir sjóntap og bæta með því lífsgæði. Hrörnun í augnbotnum - algengasta orsök lögblíndu á íslandi Samkvæmt upplýsingum Hagstofu íslands mun fjöldi borgara 70 ára og eldri tvöfaldast fyrir árið 2030, úr 23.000 í rúmlega 47.000 (1). í ársskýrslu Sjónstöðvar íslands kemur fram að um helmingur sjúklinga á blindraskrá þjáist af hrörnun í augn- botnum sem gerir sjúkdóminn að algengustu orsök lögblindu á Islandi. 789 einstaklingar voru skráðir blindir eða sjónskertir sökum þessa árið 2004 (2). Nýgengi seinni stiga ellihrörnunar í augn- botnum hjá 70 ára og eldri er um 5% á ári sem þýðir að fjöldi nýrra sjúklinga eykst úr 1150 í 2300 á ári fram til 2030 (3). Líffærafræði Augað er lagskipt kúla með skleru yst, svo æða- þekja og lithimnuþekja, því næst stafir og keilur og innst taugafrumur. Æðaþekjan inniheldur miklar og stórar æðar og ekkert líffæri í líkamanum er með eins mikið blóðflæði pr mm2. Eitt af aðalhlut- verkum þess er öflug kæling sjónhimnunnar enda mikil orka sem leysist úr læðingi þegar ljósi er breytt í rafboð. Sjónhimnan er gerð úr ljósnæmum frumum, taugafrumum og stoðfrumum. I miðgróf eru keilur eða litaskynfrumur í miklum meirihluta en utan miðgrófar eru stafir algengastir. Ennfremur er taugafrumunum ýtt til liliðar í miðgróf og keil- unum þjappað saman til hins ýtrasta til að fá sem besta upplausn, sjá mynd la-lc. Holrúmið er síðan fyllt með glerhlaupi sem heldur auganu stöðugu en um það flæða líka næringarefni. ENGLISH SUMMARY Björnsson ÓM, Kinge B Age Related Macular degeneration - a review Læknablaðið 2005; 91; 591-5 Age-Related Macular Degeneration is the leading cause of legal blindness in elderly people in lceland as well as in the western world. If not adressed this will have a huge impact on the quality of life in the ever increasing elderly population. The etiology remains unknown inspite of a better understanding of the pathogenesis. Our treatment options have therfore been limited in the past. For the last few years we have seen a certain progress in drug development and introduction of new drugs into the treatment regime wich have reduced severe vision loss somewhat and increased quality of life for these patients. It has also given hope for better treatments to come, which ultimately will be able to stop the disease completely or even prevent it. Keywords: AMD, ARM, geographic atrophy, choroidal neovascularisation, occult, classic, photodynamic therapy, laser treatment. Correspondence: Ólafur Már Björnsson, omb@sjonlag.is Meinafræði hrörnunar í augnbotnum í þessum sjúkdómi leikur litþekjan lykilhlutverk Þróunin er oftast á tvo vegu. Sameiginlegt báðum er öldrun litþekjunnar sem lendir í vandræðum með að sinna hlutverki sínu sem felst í næringu sjónhimnu og fjarlægingu úrgangsefna, „sorp- hirðu“. Við það safnast úrgangsefni, „drusen“, fyrir milli litþekju og sjónhimnu sem aftur hemur starfsemi litþekjunnar (sjá mynd 2). Það leiðir til hrörnunar sjónhimnu og sjónskerðingar. Drusen og litþekjubreytingar í sjónhimnu sjást á byrjunar- stigi augnbotnahrörnunar (4). Alvarlegri stig augnbotnahrörnunar eru þurr rýrnun eða votar breytingar. Rýrnunin (Geo- graphic Atrophy) er vanalega hægfara og einstak- lingurinn tapar sjón á löngum tíma. Vot ellihrörn- un (Exudative AMD) felst í litþekjulosi eða nýæðamyndun sem byggir á rofi í Bruchs himnu. Nýæðamyndun gelur komið fram bæði undir litþekju og undir sjónhimnu og myndað þar æða- himnu eða net. Þessar æðar leka og valda bjúg- myndun eða blæðingum sem leiðir til sjónskerð- ingar (sjá mynd 3). Örvefsmyndun sem oft þekur Læknablaðið 2005/91 591

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.