Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2005, Síða 24

Læknablaðið - 15.07.2005, Síða 24
FRÆÐIGREINAR / HRÖRNUN í AUGNBOTNUM alla miðju sjónhimnunnar er síðan lokastigið. Vot ellihrörnun er skæðari sjúkdómur borið saman við þurra að því leyti að sjónskerðing gerist mjög hratt og niðurstaðan oft lakari sjón með stærra blint svæði miðlægt í sjónsviði. Orsakir og áhættuþættir hrörnunar í augnbotnum Orsakir hrörnunar í augnbotnum eru ekki þekktar en ýmsar tilgátur hafa verið lagðar fram. Líkur hafa verið leiddar að galla í erfðamengi. Nýleg íslensk rannsókn sýndi fram auknar líkur á skyld- leika tveggja einstaklinga með þurra ellihrörnun sem bendir til þess að um erfðagalla geti verið að ræða (5). Önnur rannsókn sýndi fram á aukna fylgni ellihrörnunar milli tvíbura samanborið við rnaka þeirra (6). Af öðrum þáttum sem skoðaðir Mynd 3. „Drusen" íaugnbotni. hafa verið má nefna súrefnisskort í sjónhimnu, afbrigðilega nýæðamyndun og augnbotnahrörnun sem bólgusjúkdóm (7). Nokkrir áhættuþættir hafa verið greindir og er aldur sá mikilvægasti. Aðrir áhættuþættir eru hár blóðþrýstingur, ættarsaga og reykingar. Ýmis einkenni í auga eru tengd aukinni áhættu á votri ellihrörnun en þau eru mjúk drusen og litþekju- breytingar í makúlu sem og vot ellihrörnun í hinu auganu (8, 9). Faraldsfræði Samkvæmt rannsókn er birtist í Læknablaðinu 1992 reyndist helmingur þeirra er greindist með ellihrörnun í augnbotnum vera með þurra hrörnun og 40,6% með vota hrörnun (10). í nýlegum greinum úr Reykjavíkurrannsókninni kemur fram að algengi og nýgengi ellihrörnunar í augnbotnum er svipað því sem gerist í hinum vestræna heimi, með nokkrum undantekningum (5). Erlendis er vot ellihrörnun hjá fólki 70 ára og eldri mun algengari en þurr hrörnun á seinni stig- um (geographic atrophy) með hlutfallið 2/1 en á íslandi er þessu öfugt farið með hlutfallið 3/1, það er þrír sjúklingar með þurra hrörnun fyrir hvern einn með vota hrörnun (5). Klínísk einkenni Algengustu einkenni votrar hrörnunar eru aflögun á sjón og minnkuð sjónskerpa. Með tímanum leið- Mynd 2. Þversnið í gegn- um miðgróf og nýœða- myndun undir sjónhimnu við ellihrörnun. 592 Læknablaðið 2005/91

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.