Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2005, Síða 32

Læknablaðið - 15.07.2005, Síða 32
UMRÆÐA & FRETTIR / MALAREKSTUR Ll starfi yfirlæknis í stöðu sérfræðings. Er það krafa hans að þessi ákvörðun verði ógilt. Forsaga þessa máls teygir sig aftur til 13. desem- ber 2001 þegar stjórnarnefnd Landspítala ákváð að yfirlæknar skyldu eftirleiðis vera í 100% starfs- hlutfalli og að þeir mættu ekki reka einkastofu samhliða starfi sínu. Tómas byggir málflutning sinn á því að þessi ákvörðun hafi verið ólögmæt og að hún hafi verið tekin einhliða án þess að þeim sem hana vörðuðu hafi verið gefinn kostur á að nýta sér andmælarétt sinn. í minnisblaði sem Gunnar Armannsson hefur tekið saman um mál Tómasar sem byggjast á stefn- unni eru tíundaðar eftirfarandi málsástæður fyrir ógildingarkröfunni: í fyrsta lagi sé um að ræða tilfærslu í lægra sett starf en ekki breytingu á starfi. Það sé í raun lausn úr embætti án þess að farið sé eftir leikreglum starfsmannalaga. í öðru lagi sé Tómas ráðherraskipaður og því séu forstöðumenn Landspítala ekki bærir til að taka ákvörðun um starfslok hans sem yfirlæknis. í þriðja lagi sé brotið gegn lögmætisreglu stjórn- sýsluréttarins vegna þess að Landspítali byggi á ákvörðuninni frá 2001 sem sé ólögmæt. Tómas hafi ekki tekið við neinu aukastarfi eftir að hann var skipaður yfirlæknir og ekki hafi verið sýnt fram á að aukastarf hans samrýmist ekki starfi hans hjá Landspítala en um það beri spítalinn sönnunar- byrðina. Tómas hafi ekki hafnað því að láta af aukastarfinu en beðið um rökstuðning sem ekki hafi fengist. Þá hafi réttur yfirlækna til að tjá sig um ákvörðunina frá 2001 ekki verið virtur. í fjórða lagi segir að ákvörðunin frá 27. aprfl brjóti gegn jafnræðis- og meðalhófsreglum stjórn- sýslulaga því vitað sé að ýmsum yfirlæknum spít- alans sé heimilað að stunda aukastörf. Loks segir að brotið hafi verið gegn reglum um málshraða og rannsóknarreglu og að ekki hafi verið haft lögbundið samráð við læknaráð spítal- ans áður en ákvörðunin var tekin. Kjarabaráttan ekki á leið í dómsalina Eins og áður segir hefur úrskurður þegar fallið í fyrstnefnda málinu en um hin málin gildir að ríkis- lögmaður hafði frest fram undir lok júnímánaðar til að skila greinargerð verjanda. Réttarhlé er nú hafið og stendur fram í lok ágúst en eftir það má búast við að dragi til tíðinda í þessum málum. Gunnar Armannsson segir að þessi málarekstur þýði ekki að kjarabarátta lækna sé almennt að færast inn í dómsalina. Mál Tómasar hafi sérstöðu en um hin málin gildi það að þau séu eftirhreytur af málum sem fjallað hafi verið um í samstarfsnefndinni á samningstímabilinu. „Við teljum eðlilegt að láta reyna á þessi atriði fyrir dómstólum áður en við- ræður hefjast um næsta kjarasamning. Finnist LI atvinnurekendur lækna ósveigjanlegir og túlka kjaramál læknum í óhag vílar félagið ekki fyrir sér að láta reyna á deilumál fyrir dómstólum. Við viljum fá endanlega niðurstöðu um málin," sagði Gunnar. 600 Læknablaðið 2005/91

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.