Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2005, Síða 44

Læknablaðið - 15.07.2005, Síða 44
UMRÆÐA & FRÉTTIR / UPPLÝSINGATÆKNI Burðarlag af bestu gerð Eins og áður segir virkaði burðarlag tölvukerf- isins eins og til var ætlast og segja þeir Ólafur og Friðþjófur að það sé orðið afar gott. „Við höfum verið í samstarfi við bandaríska tölvufyrirtækið Cisco sem hefur gefið því þá einkunn að það sé í fremstu röð í heiminum,“ segir Friðþjófur og vísar þar til verkefnis sem nefnist Medical Great Networks sem 11 stórir spítalar taka þátt í. „Cisco hefur unnið að úttekt á kerfinu okkar og segir okkur vel búna miðað við hin sjúkrahúsin.“ Ólalur segir að stjórnendur spítalans hafi farið þess á leit við Cisco að gerð yrði sérstök úttekt á biluninni sem varð 31. maí. „Pað þarf að vera tryggt að ef ein flutningsleið bilar séu aðrar til taks, varaleiðir sem umferðin flyst sjálfkrafa yfir á. Við höfum unnið að þessu og kerfið er að heila má allt orðið tvöfalt. Með því að fjölfalda búnaðinn og prófa hann slöðugt getum við tryggt öryggi kerf- isins. Að sjálfsögðu er aldrei hægt að útiloka allar bilanir en með því að skipta kerfinu upp í litlar ein- ingar, eins konar eyjar sem geta starfað sjálfstætt, er hægt að koma í veg fyrir að bilanir dreifist um allan spítalann. Við vinnum að því að koma okkur upp öryggis- og gæðastöðlum sem taka á flestum þáttum sem varða rekstraröryggið og stefnum að því fá vottun samkvæmt tvenns konar stöðlum, BS 7799 og ISO 9000, fyrir ársIok,“ segir Ólafur. Svona ráðstafanir kosta að sjálfsögðu sitt og Ólafur segir að stjórnendur spítalans geri sér grein fyrir því. „Við munum gera ráðstafanir til þess að mæta þeim kostnaði sem leiðir af endurbótum á kerfinu. Það eru í sjálfu sér ekki háar fjárhæðir miðað við veltu sjúkrahússins og í Ijósi þess hversu mikilvægt tölvukerfið er fyrir öryggi sjúklinga. Um síðustu áramót fengum við heimild til þess að setja UPP nýjan vélasal, þann þriðja sem spítalinn hefur til umráða, en það gerir okkur kleift að tvöfalda gagnageymslugetu kerfisins.“ Auknar kröfur um afköst Þeir Ólafur og Friðþjófur segja að læknar og aðrir starfsmenn geri stöðugt auknar kröfur til tölvu- kerfisins sem kalli á meiri afköst og flutningsgetu. Nú er til dæmis unnið að því að gera allar myndir úr myndgreiningu stafrænar. Það hefur þegar dreg- ið töluvert úr því að myndir séu keyrðar út á filmu eða prentara því innan deilda er víða eingöngu unnið með stafrænar myndir á skjá. Búist er við að kerfið verði orðið stafrænt innan tveggja ára. „Þá getum við veitt aðilum utan spítalans, svo sem sjúkrahúsunum á landsbyggðinni, betri mynd- greiningarþjónustu. Við getum nefnt sem dæmi að nú er ekið með röntgenmyndir sem teknar eru á Selfossi hingað til okkar og svo þarf að koma grein- ingunni aftur til baka. Með nýja kerfinu væri hægt að stytta þetta ferli úr tveimur eða þremur dögum í eina til tvær klukkustundir," segir Friðþjófur og bætir því við að eins og kerfið hafi verið uppbyggt á Landspítalanum sé það í raun fært um að taka að sér hlutverk Heilbrigðisnetsins sem lengi hefur verið í undirbúningi. „Við höfum allt sem þarf í það,“ segir hann. Fram kom í spjallinu við þá Ólaf og Friðþjóf að búið er að setja upp umferðarstjórana í tölvu- kerfið og prófa þá. Þeir reyndust starfa eins og til er ætlast af þeim. Hins vegar þarf meira fé til þess að Ijúka stjórnunarlaginu. „Þetta er vandi sem ein- ungis stærstu fyrirtæki landsins þurfa að glíma við og raunar stutt síðan tæknin komst á þetta stig,“ segir Friðþjófur og bætir því við að nú séu einungis tveir bankar búnir að koma sér upp fullmótuðu stjórnunarlagi. Aður en blaðamaður kvaddi þá félaga vildi Ólafur koma því á framfæri að bilunin 31. maí hafi á engan hált tengst Og Vodafone sem er símafyrir- tæki Landspítalans. „Við erum með tvær sjálfstæð- ar tengingar við fyrirtækið og þær eru hvor við sína símstöð þannig að þó önnur detti út er hin inni og enginn á að finna fyrir neinu,“ segir hann. Læknablaðið 2005/91

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.