Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.07.2005, Qupperneq 45

Læknablaðið - 15.07.2005, Qupperneq 45
UMRÆÐA & FRÉTTIR / KRABBAMEINSRANNSÓKNIR Norrænu krabbameinsfélögin verja hundruðum milljóna til rannsókna Norrænu krabbameinsfélögin samþykktu nýlega sameiginlega stefnumörkun um að eíla krabba- meinsrannsóknir á næstu fimm árum. Fjármagni að heildarupphæð fimm milljónum evra, eða tæp- lega 400 milljónum íslenskra króna, verður ráðstaf- að í rannsóknir á árunum 2006-2010. Er þetta um- talsvert hærri upphæð en félögin hafa áður varið sameiginlega til slíkra rannsókna. Krabbameinsfélögin í Finnlandi, Noregi, Sví- þjóð, Færeyjum og á íslandi leggja áherslu á að ráðamenn og stjórnvöld á norrænum og evrópsk- um vettvangi geri sér glögga grein fyrir mikilvægi þess að rannsóknir njóti stuðnings og hvetja til þess að opinberir aðilar leggi aukið fé af mörkum líkt og félögin hafa gert. Faraldsfræði krabbameina Sérstök áhersla verður lögð á að styrkja rannsókn- ir á faraldsfræði krabbameina til þess að auka skilning á orsökum og tíðni krabbameins og gangi sjúkdómsins. Það er grundvöllur þess að þróa ár- angursríkar og markvissar forvarnir gegn krabba- meini. Áætlað er að 85% af öllu krabbameini stafi af neikvæðum áhrifum umhverfis og lífshátta. Sérstakar orsakir eru nú þekktar fyrir 35% þess krabbameins sem greinist. Heilsubætandi aðgerðir og endurhæfing sjúklinga Annað áherslusvið norrænu krabbameinsfélag- anna er rannsóknir á heilsubætandi aðgerðum. Aukinn skilningur á þessu sviði er lykilatriði til þess að þróa áhrifaríkar forvarnir. Auk þess þarf aukna vitneskju um hvernig best er að skipuleggja endurhæfingu krabbameinssjúklinga. Þetta er mikilvægt þar sem æ fleiri sjúklingar læknast eða lifa lengur eftir að hafa greinst með krabbamein. Krabbameinsfélögin kalla eftir norrænum rann- sóknum á sviði endurhæfingar krabbameinssjúk- linga sem eiga að ná til sálrænna, félagslegra og líkamlegra þátta í tengslum við greiningu, meðferð og það að lifa með krabbamein. Framtíðaraðgerðir Sérstök áhersla verður lögð á rannsóknartengd verkefni eins og að fylgjast með, skrá og greina upplýsingar og gögn (til dæmis tíðni og dánartíðni krabbameina, lifun eftir greiningu krabbameins). Framfarir við sjúkdómsgreiningu og meðferð eru stöðugar. Söfnun gagna og upplýsinga, greining þeirra og mat á þróuninni mun skapa þekkingu sem er nauðsynleg til að vísa á þá þætti sem þarfnast úr- bóta. Einnig verður veittur stuðningur til þjálfunar vísindafólks og annarra áhugaverðra verkefna sem tengjast aðgerðum varðandi krabbamein. Samstarf síðan 1949 Félögin hafa starfað saman innan vébanda Nor- rænu krabbameinssamtakanna (Nordic Cancer Union, NCU) síðan 1949 að því að bæta þekkingu og skilning á krabbameinssjúkdómum. Þau vinna að forvörnum, krabbameinsmeðferð og endurhæf- ingu og ýta undir árangursríka beitingu hennar á Norðurlöndunum. Mikilvægur þáttur samstarfsins er að örva og fjármagna norrænar krabbameins- rannsóknir. Fjárhagslegum stuðningi er miðlað með rannsóknarstyrkjum sem samtökin annast. Ákvarðanir um styrkveitingar byggjast á kröfum um gæði rannsókna og faglegt mat. Mat á verk- efnum sem styrkt eru og framgangi þeirra og nýt- ingu rannsóknarniðurstaðna á Norðurlöndunum verður eflt á þessu fimm ára tímabili. Norðurlöndin eru einstakt kjörsvæði fyrir rann- sóknarsamstarf og skráningu krabbameins. Þar eru sérstök skilyrði til þess að sinna víðtækum lýð- grunduðum rannsóknum sem geta gefið almennar vísbendingar fyrir aðrar þjóðir. Þetta má gera með því að nýta hina mörgu vönduðu gagnagrunna og skrár sem er að finna á Norðurlöndum. Ibúar eru tiltölulega einsleitur hópur sem nemur um 25 millj- ónum manna og það gefur líka kost á einstökum samanburðarrannsóknum. Krabbameinsfélag íslands hefur jafnan séð um að birta auglýsingar um styrkveitingar á vegum norrænu samtakanna í Læknablaðinu, á háskóla- vefnum og á innra neti Landspítala, auk heimasíðu Krabbameinsfélagsins www.krabb.is Væntanlega verður auglýst eftir umsóknum um ofangreinda styrki á næsta ári. Guðrún Agnarsdóttir gudrunag@krabb. is Höfundur er læknir og for- stjóri Krabbameinsfélags íslands. Læknablaðið 2005/91 613
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.