Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.07.2005, Qupperneq 51

Læknablaðið - 15.07.2005, Qupperneq 51
UMRÆÐA & FRETTIR / HUGÐAREFNI Öðru máli gegnir með Snorralaug. Hún er alveg eins og hún var fyrir 800 árum. Sagan segir að Snorra hafi þótt gott að sitja í lauginni. „Þat var eitt kveld, er Snorri sat í laugu, at talat var um höfð- ingja. Sögðu menn at þá var engi höfðingi slrkur sem Snorri...“. „Sturla Bárðarson hafði haldið vörð yfir lauginni, ok leiddi hann Snorra heim...”. Þá hefur Snorri verið haltur. Ári seinna var hann á Alþingi. „Snorri tók ámusótt um þingit ok mátti hann ekki ganga“ (19). Hann hefur líklega haft þvagsýrugigt. Snorri var veisluglaður höfðingi sem hélt dýrlegar veislur og „jóladrykki eftir norrænum sið“, og hann var kvennamaður mikill. Slíkir menn fá Podagra. Sturla Sighvatsson sat í Reykjalaug í Miðfirði þegar honum bárust tíðindi úr Sauðafellsför Vatnsfirðinga sem sótlust eftir lífi hans. Þeir rændu bæinn og drápu fjölda manns og ógnuðu Sólveigu húsfreyju sem lá á sæng. „Sturla spurði, hvort þeir gerðu ekki Sólveigu. Þeir sögðu hana heila. Síðan spurði hann einskis (19).“ Þetta er kjarnyrt og fögur ástarjátning. Gamla laugin er horfin. Úr Þorgilssögu skarða tek ég þessa fróðlegu og skemmtilegu frásögn: Þat var einn dag, er Þorgils reiðtil Lýsuhválslaugar at skemmta sér ok fylgdarmenn hans með honum. Þar bjó Vestarr Torfason. Jóreiður var kona hans, hon var væn. Þeir Þorgils stigu af baki við sundlaug. Jóreiður var þar fyrir ok þó klæði. Þorgils tók í hönd henni ok glensaði við hana. Bónda hennar mislíkaði og greip til vopna og lá við vígaferlum (19). Lýsuhólslaug hefur verið mikil laug úr því hún var sundlaug, þvottalaug og samkomustaður sveit- arinnar. Hún er nú löngu horfin en heita vatnið sem er ölkelduvatn rennur í skólasundlaugina. Sturlunga nefnir þrjár laugar í sambandi við Örlygsstaðabardaga: Sighvatur og Sturla hittust við Vallalaug og Gissur og Kolbeinn lágu með herinn við Skíðastaða- og Reykjalaug í Tungusveit fyrir bardagann (19). Þess er og getið að maður var veginn við Barðslaug í Fljótum (19). Sveinn Pálsson lýsir þessum laugum á ferð sinni 1792: rétt fyrir austan kirkjuna á Reykjum er köld upp- spretta, sem hefur verið löguð fyrir baðtjörn. Er hægt að hita vatnið í henni að viljð hvers og eins með því að hleypa í hana vatni úr heitum lauga- læk, sem rennur fram hjá henni. Spottakorn fyrir sunnan Reyki er hin fagra Steinsstaðalaug, sem er ekki heitari en svo að þægilegt er að þvo í henni. Þess vegna hefur verið gert þar þvotta- og þófarastæði fyrir hérumbil alla sveitina (þófara- bálkur). Skíðastaðalaug er lík Steinsstaðalaug (2). Vindheimalaug var höggvin í klöpp og hægt að Vígðalaug áLaugarvatni. tæma hana eftir vild (2). Hjá bænum Reykjavöllum er fallega hlaðin laug sem margir telja heilsulind (2). Hjá Reykjunt á Reykjaströnd sá Kaalund litla steinlagða baðlaug „Grettisker" (20). Fleiri laugar eru í Skagafirði sent mér er ekki kunnugt að sögur fari af. Jón Kærnested, frumkvöðull sundkennslu á Islandi, kenndi sund í Reykjalaug eða Steinsstaða- laug árið 1822. Kristmundur Bjarnason, fræði- ntaður í Sjávarborg, telur að hann hafi kennt þar Fjölnismönnum að synda. „Margt bendir til þess, að áhugi Fjölnismanna á sundiðkuninni megi rekja til sundkennslu Jóns Kærnesteds við Steinsstaðalaug vordagana 1822." Þetta var þó ekki fyrsta sund- kennsla í Skagafirði, því að kennt var „fornmanna- sund“ við Reykjalaug á Reykjaströnd á fyrrihluta 18. aldar (21). Fornritin lýsa ekki laugunum sjálfum, bara at- burðum og athöfnum í og við laugar. Fyrstur til að lýsa íslenskum laugunt er Dithmar Blefken sem var hér á landi 1563. Hann ritar í bók sína Islandia: Á stað þeim á ströndinni sem heitir Turlocks- haven, eru tvær uppspretlur, ólíks eðlis, önnur heit og hin köld. Er vatn leitt úr þeim í baðlaug eina og blandað svo að hæfilegt sé. Er afar heil- næmt að baða sig þar (22). Ekki er vitað hver laugin er. En tvær laugar sem ég hef ekki enn minnst á voru þekktar á fyrri öldum og voru þessa eðlis. Laugarneslaug er fyrst lýst í Ferðabók Eggerts og Bjarna: Hverinn, sem heita vatnið rennur frá, er all- vatnsmikill og sjóðandi heitur... Baðlaugin er allstór og djúp. Heiti lækurinn frá hvernum rennur í hana, en einnig kalt vatn, sem tempr- ar mjög hitann í lauginni ...einkum er laugin sótt af farmönnum úr Hólminum og starfsfólki Læknablaðið 2005/91 619
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.