Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.07.2005, Side 53

Læknablaðið - 15.07.2005, Side 53
UMRÆÐA & FRÉTTIR / HUGÐAREFNI staðfestir frásögn ensks ferðalangs á seinni hluta 19. aldar sem kom ríðandi frá Geysi allur lurkum laminn, flýtti sér í baðið og hefur síðan ekki fundið til gigtar (30). Eg tek svo undir með Sveini Pálssyni sem fór í Þjórsárholtsbaðið fyrir 200 árum síðan: Ef svo ágæl böð væru í Þýskslandi, mundu menn kunna að nota þau og meta öðruvísi en hér á okkar fátæka landi. (2) A Sturlureykjum hafði staðið frá ómunatíð lítill og að ytra útliti ómerkilegur húskofi, en bjó þó yfir leyndum kostum. Kofi þessi var að nokkru grafinn í jörð, og var gengið í hann eftir steintröppum um lágar dyr. Þegar inn kom,var þar þurrt hellugólf og veggir hlaðnir úr grjóti að innan, en ytri hleðsla og þak úr torfi. En undir- þessu hellugólfi kraumaði í litlu gufuauga frá hvernum. Var því dúnheitt þar inni. Hús þetta var nefnt „Baðhús". Var á því nokkur átrúnaður, sem einskonar heilsuhæli í smáum stíl ... Lágu þar oft gigtveikir menn og fengu sumir þeirra góðan bata (6). Þannig farast Kristleifi á Stóra-Kroppi orð. Annar virtur fræðimaður, Kristian Kaalund, tók undir þessi orð, en þá voru tvö rúm fyrir gigtarsjúklinga í kofanum (20). Erlendur bóndi á Sturlu-Reykjum virkjaði hverinn og leiddi gufuna inn í hús árið 1908 (6). Hjá Stóra-Klofa á Landi var fyrrum þurrabað sem nú er horfið. Heimildir eru fyrir því að þangað liafi menn og konur sótt sér lækningu um langan veg (31). Þar sem ekki var jarðhiti gerðu menn bað- stofur og góð lýsing er í Eyrbyggju á gufubaði því er Víga-Styrr lét gera víkingunum og í Sturlungu er víða getið um baðstofur, menn voru að ganga til baðstofunnar eða að koma úr baðinu þegar atburðir gerðust. Þrifnaður var mikill á söguöld. Að lokum vitna ég til mesta fræðimanns á þessu sviði, Skúla Guðjónssonar: „líkamshirðing manna virðist hafa verið með ágætum á Norðurlöndum á víkingaöld, gagnstætt því, sem síðar varð, á hinum myrku miðöldum í Evrópu, er þvottar og böð voru oft beinlínis bönnuð, og fólk gekk í sekk og ösku“ (32). Biskupslaugin í Reykjum Heimildir í Hjaltadal 1. Ólafsson E, Pálsson B. Feröabók. Pjóðhátíöarútgáfan. Reykja- vík 1974. 2. Pálsson S. Ferðabók. Reykjavík 1945. 3. Thoroddsen Þ. De varme kilder paa Island. Kaupmannahöfn 1910. 4. Pálmason G. Jarðhitabók. Reykjavík 2005. 5. Landnámabók. Helgafell, Reykjavík 1948. 6. Þorsteinsson K. Úr byggðum Borgarfjarðar II. Reykjavík 1972. 7. Egilssaga Skallagrímssonar. Hið íslenzka fornritafélag, Reykja- vík 1933. 8. Harðarson P. Skírnir, Reykjavík 1984. 9. Byock J. Skírnir, Reykjavík 1994. 10. Laxdæla saga. Hið íslenzka fornritafélag, Reykjavík 1934. 11. Grettis saga Ásmundarsonar. Hið íslenzka fornritafélag, Reykjavík 1936. 12. Ljósvetninga saga. Hið íslenzka fornritafélag, Reykjavík 1940. 13. Víga-Glúms saga. Hið íslenzka fornritafélag, Reykjavík 1956. 14. Kjalnesinga saga. Hið íslenzka fornritafélag, Reykjavík 1959. 15. Sigurðsson F. Borgarfjarðarhérað. Árbók Ferðafélags íslands, 2004. 16. Hungurvaka. Biskupasögur I. íslendingasagnaútgáfan, Reykja- vík 1948. 17. Jóhannesson Á. Bóndi, Reykjum í Hjaltadal: munnleg heimild 2005. 18. Biskupasögur II. íslendingasagnaútgáfan, Reykjavík 1948. 19. Sturlunga saga I og II. Sturlungaútgáfan, Reykjavík 1946. 20. Kaalund K. Bidrag til historisk-topographisk beskrivelse af Island. Kaupmannahöfn 1877. 21. Guðjónsson SV. Manneldi og heilsufar í fornöld. Reykjavík 1949. 22. Blefken D. Islandia. Glöggt er gests augað. Reykjavík 1946. 23. Stephensen M. Klausturpósturinnl824; 7. 24. Henderson E. Ferðabók. Ferðalög 1814-1815. Reykjavik 1957. 25. Jónsson B. Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 1894. 26. Jónasson J. íslenzkir þjóðhættir. Reykjavík 1934. 27. Einarsson O. íslandslýsing. Bókaútgáfa menningarsjóðs, Reykja- vík 1971. 28. Árnadóttir Þ. Skútustaðaætt. Reykjavík 1951. 29. Pétursson G. Stutt lýsing á Mývatnssveit til leiðbeiningar fyrir ferðamenn. Akureyri 1948. 30. Coles J. Summertravelling in Iceland. London 1882. 31. Sunnlenskar byggðir 5. Búnaðarsamband Suðurlands, 1987. 32. Bjarnason K. Saga Sauðárkróks. 1969-1973. Læknabladið 2005/91 621

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.