Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.07.2005, Qupperneq 55

Læknablaðið - 15.07.2005, Qupperneq 55
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ÍÐORÐ 178 Blindar rannsóknir Blind investigation Fyrirspurn barst úr lyfjafyrirtæki um hvaða heiti ætti að nota á rannsókn sem lýst er þannig á ensku að hún sé „double blind, double durnmy". Af því tilefni var flett upp skilgreiningum þessara fyrir- bæra. Læknisfræðiorðabók Dorlands frá árinu 2000 kom þar að mestu gagni. Rannsókn eða meðferðartilraun, sem lýst er á ensku með lýsingarorðinu „blind“, fer þannig fram að sjúklingar, meðferðaraðilar eða þeir sem stýra rannsókninni og leggja mat á niðurstöður, vita ekki hvaða meðferð hver einstakur sjúklingur fær. Vel þekkt er í klínískum prófunum að double blind merkir að hvorki sjúklingar né læknar vita hver fær lyf og hver fær lyfleysu. Single blind merkir að að- eins einn af hópunum er án slíkrar vitneskju, oftast sjúklingarnir, en triple blind merkir að allir fyrr- nefndir hópar eru án vitneskju um útdeilingu með- ferðar. Á íslensku er komin á hefð fyrir því að tala um einblindar. tvíblindar og þríblindar rannsóknir eða prófanir. Reyndar hefur einnig verið talað um „blindaðar" rannsóknir, en það finnst undirrituðum síðra. Enska orðið duniniy hefur margar merkingar. Pær sem hér eiga helst við eru brúða, eftirlíking, leppur og snuð. Sértæka merkingin í þessu samhengi er þó lyfleysa, efni sem notað er til samanburðar við lyfjaprófun og hefur ekki lyfjaverkun. Gamla latn- eska heitið er plaeebo, en þess ber að geta að það heiti var upphaflega notað um ýmis óvirk lyfjaefni, sem gefin voru tilteknum sjúklingum í stað lyfja, til þess að hafa sálræn áhrif á einkenni, en ekki bein líkamleg áhrif á sjúkdóm. Að þessu sögðu má lýsa double blind, double dummy rannsókn þannig að um sé að ræða tvíblinda rannsókn með tveimur lyfleysum. Roði, roðnun Frá starfsmanni annars lyfjafyrirtækis barst fyrir- spurn sem varðaði aukaverkunina flushing sem oft kemur fyrir í lyfjatextum. Undirritaður lýsti því samviskusamlega að til væru nafnorðið flush, roði, sögnin flush, að roðna, og svo þetta orð flushing. sem oft væri notað til að lýsa atburði eða ferli, roðnun. Rétt er að geta þess að íðorðasafn lækna birtir enska nafnorðið flush og tilgreinir þrjár mismunandi þýðingar 1. kinnroði. 2. hitasteypa. 3. andlitsroði. Inn í umræðuna skutust einnig nafn- orðið blush, sem íðorðasafnið tilgreinir sem jafn- gilt samheiti, og gríska nafnorðið erythema, sem íðorðasafn lækna nefnir hörundsroða, roðaþot. Tiltækar læknisfræðiorðabækur gefa þeim þó ekki neina aðra merkingu en nafnorðinu flush. Lupus pernio Björn Guðbjörnsson, læknir á lyflækningadeild Landspítala, sendi fyrirspurn um íslenskt heiti á lupus pernio. Samkvæmt læknisfræðiorðabókum. og þeim upplýsingum sem Björn lét fylgja, er um að ræða húðsjúkdóm sem fylgir langvinnu formi af sarklíki, sarcoidosis. Húðsjúkdómurinn kemur fram sem þéttar eða harðar skellur, plaques, í and- liti, einkum á nefi, nasavængjum, kinnum, vörum og eyrum. Pessar breytingar geta einnig teygt sig upp eftir slímhúð nefsins. Meingerðinni í skellunum var fyrst lýst árið 1892 og einkennist hún af hnúðabólgu (granulomatous inflammation) með uppsöfnun á þekjulíkum frumum (epithelioid cells). Orðfræðilegur uppruni þessa samsetta heitis verður ekki til mikils gagns. Latneska nafnorðið lupus táknar úlfur og heitið pernio var notað um kuldabólgu, pcrniosis eða chilblain. Samsetningin lupus pernio finnst ekki í Iðorðasafni lækna og eftir nokkrar tölvuskeytasendingar fram og til baka kom okkur Birni saman um að einfaldast væri að nefna meinsemdirnar sarklíkisskellur. Það má stytta í sarkskellur í réttu samhengi og þegar víst er hvað við er átt. Keratosis pilaris Michael Clausen, barnalæknir, vakti máls á því að íðorðasafn lækna geymir ekki heiti á keratosis pil- aris. Heimildir fjalla um þetta fyrirbæri sem ástand (condition) fremur en sjúkdóm. Breytingarnar koma einkum fram í húð á upphandleggjum, þjóhnöppum og lærum hjá unglingum, en einnig geta þær fundist í kinnum hjá ungbörnum. Húðin verður hrjúf og með grófri áferð, sem oft er líkt við sandpappír, en kláði eða roði eru sjaldnast vanda- mál. Ástæður eru að mestu ókunnar og oft lagast þetta eða hverfur með árunum. í sumum tilvikum er ástandið þó ættgengt og í sumum tilvikum teng- ist það ofnæmishneigð. Heitið keratosis vísar í ofhyrningu, þykknun á hyrnilagi húðarinnar, og pilaris vísar í hár. í þessu tilviki er ofhyrningin bundin við hársekki húðar- innar, eða op þeirra, og þar myndast svonefndir hyrnitappar, sem skaga út úr yfirborði húðarinnar og gefa fyrrnefnda sandpappírsáferð. Michael lagði til að keratosis pilaris nefndist hnökrahúö. Það er í sjálfu sér ágætt, almennt heiti, en undirrituðum finnst þó vanta þá vísun sem latn- eska heitið gefur. Búa má til nákvæmari heiti, svo sem hárhnökrahúð eða hyrnihnökrahúð, en vera má að þau séu of löng. Gaman væri að heyra frá húðsjúkdómalæknum og öðrum sem telja sig málið varða. Jóhann Heiðar Jóhannsson johannhj@landspitali. is Jóhann Heiðar er læknir á Landspítala Hringbraut. Læknablaðið 2005/91 623
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.