Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.09.2014, Side 22

Fréttatíminn - 12.09.2014, Side 22
Otrivin Comp, nefúði, lausn. Innihaldslýsing: Xýlómetazólínhýdróklóríð 0,5 mg/ml og ipratrópíumbrómið. Ábendingar: Einkenni nefstíflu (þrútinnar nefslímhúðar) og nefrennslis af völdum kvefs. Skammtar og lyfjagjöf fyrir fullorðna eldri en 18 ára: 1 úðaskammtur í hvora nös eftir þörfum, að hámarki þrisvar á sólarhring. Að minnsta kosti 6 klukkustundir skulu líða milli tveggja skammta, draga skal úr skömmtum þegar einkenni lagast. Ekki má nota Otrivin Comp lengur en 7 daga þar sem langvarandi notkun xýlómetazólínhýdróklóríðs getur leitt til bólgu í nefslímhúð og aukinnar slímmyndunar. Snýttu þér. Fjarlægðu glæru plasthettuna. Skorðaðu úðaflöskuna milli fingranna. Úðað er með því að þrýsta kraganum niður að flöskunni. Hallaðu höfðinu örlítið fram. Stúturinn á úðaflöskunni er settur upp í nösina. Úðað er einu sinni, um leið og andað er að sér inn um nefið. Farðu eins að í hina nösina. Ekki má nota lyfið ef þú ert með ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefnanna, ofnæmi fyrir atrópíni eða svipuðum efnum (t.d. hýoscýamín eða skópólamín), ef þú hefur gengist undir aðgerð í gegnum nefið eða munninn, ef þú ert með nefþurrk vegna slímhúðarbólgu eða ert með gláku. Ráðfærðu þig við lækni áður en lyfið er notað ef þú ert: Þunguð, með barn á brjósti, næmur fyrir adrenvirkum efnum, hjarta- eða æðasjúkdóm, skjaldvakaóhóf, sykursýki, háþrýsting, erfiðleika við þvaglát (stækkaðan blöðruhálskirtil), æxli í nýrnahettum, ef þú færð oft blóðnasir (t.d. aldraðir), ert með þarmalömun, slímseigjusjúkdóm, þunglyndi og ert á lyfjameðferð við því. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Sjá notkunarleiðbeiningar í fylgiseðli. Markaðsleyfishafi: Novartis Healthcare. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ. Otrivin Comp - gegn nefstíflu og nefrennsli Andaðu með nefinu Með hundrað manns í vinnu við að setja upp sýningar É g hef haft það að leiðarljósi að fólk upplifi eitthvað sem það hafi ekki séð áður á Íslandi. Þetta er að stærstum hluta tónlist eft- ir listamenn sem eru ekki lengur að og eru ekki að fara að koma hingað til lands. Þetta er því flott leið fyrir gamla aðdáendur að koma með börn- in sín og barnabörnin og kynna tón- listina fyrir næstu kynslóðum,“ segir Friðrik Ómar Hjörleifsson, söngvari og framleiðandi. Friðrik Ómar er landskunnur tón- listarmaður en hefur síðustu misseri skapað sér nafn sem afkastamikill tónleikahaldari. Sérsvið hans eru sýn- ingar þar sem íslenskir tónlistarmenn flytja lög erlendra tónlistarmanna. Eins og á Broadway í gamla daga Það er vitaskuld ekkert nýtt að ís- lenskir tónlistarmenn flytji lög er- lendra listamanna. Árum saman voru sett upp sjóv á Broadway og Hótel Íslandi og hljómsveitin Dúnd- urfréttir, sem fagnar á næsta ári 20 ára afmæli, hefur sérhæft sig í að flytja lög eftir hljómsveitir á borð við Pink Floyd og Led Zeppelin. Það sem vekur athygli er annars vegar að mjög mikið er lagt í tónleikana og sýningarnar en hins vegar, og alls ekki síður, magnið sem í boði er. Svo farið sé á hundavaði yfir fram- boðið á heiðurstónleikum og sýn- ingum síðustu misserin má nefna: Eagles, Afmæli Sgt. Peppers, Freddie Mercury, Bee Gees, Led Zeppelin, Abba, Meatloaf, ELO, Eurovision og Tom Waits. Þá eru ótaldir ýmsir tónleikar á Gauknum þar sem rokksveitir á borð við Nirv- ana, Pearl Jam, Alice in Chains og Jeff Buckley eru heiðraðar. Friðrik Ómar virðist staðráðinn í að fara lengra með þetta en nokk- ur annar. Honum hefur enda tek- ist mjög vel upp. Freddie Mercury- sýningin hans var til að mynda sett fimmtán sinnum upp á sínum tíma og Bat out of Hell, þrjátíu ára gömul plata Meatloaf, komst inn á topp tíu yfir söluhæstu plötur landsins eftir Meatloaf-sýningu Friðriks. „Þetta hefur haft mjög víðtæk áhrif. Fólk sem hefur sett sig í sam- band við mig hefur til dæmis sagt frá krökkum sem hafa ekki hlustað á annað en Meatloaf eftir sýning- una,“ segir Friðrik. Hver er hugsunin hjá þér? „Ég sviðset lögin upp á nýtt og reyni að nota þau í annarri umgjörð en þau hafa kannski verið. Ég legg meira upp úr sjóinu en kannski hef- ur þekkst, búningum og sviðsmynd. Þetta er samt ekkert annað en það sem var að gerast á Broadway, kons- eptið er það sama en allt er stærra. Tæknin nú býður upp á meira.“ 40-50 manns á launaskrá Friðrik segir að mikil vinna fari í að setja upp tónleika og sýningar eins og hann geri það. „Það eru á milli 40-50 manns sem vinna við hverja sýningu, fólk sem er á sviðinu að skemmta og fólk á bak við sem sér um búninga, lýsingu og svo framvegis. Þetta er fólk sem er á minni launaskrá. Í vetur er ég með fimm verk- efni í gangi og það eru yfir hundrað manns sem taka þátt í þeim.“ Er þetta þitt aðalstarf? „Þetta er mín 9 -5 vinna. Ég byrjaði á þessu sem krakki á Dalvík, að setja upp sjóv í leikhúsinu. Nú er ég farinn að blanda þessu meira saman, tón- leikum og sýningum.“ Alltaf með í maganum Telurðu að þessar sýningar séu viðbót við markaðinn eða fer fólk á færri tónleika fyrir vikið? „Með tilkomu húsa eins og Hörpu og Hofs eru fleiri og fleiri farnir að fara á tónleika. Það hefur viljað loða við að það er alltaf sama fólkið sem fer á tónleika en mér sýnist það vera að breytast. Ég hef til dæmis boðið fólki sem hafði aldrei farið á tón- leika en er í kjölfarið farið að sækja þá. Sveitaböllin eru farin þannig að þetta er leiðin til að hlusta á lifandi tónlist í dag. Ég fæ ekki betur séð en að allt styðji þetta við hvert annað. Það má vera að það sé of mikið framboð en ég tek ekki eftir því á stærri viðburðunum. Vissulega er áhættan allt- af mjög mikil þegar þú ert að halda stóra tónleika, eins og í Eldborg. Maður er alltaf með í maganum enda er fullt af fólki að vinna fyrir mann. Þegar fram- boðið er mikið þá verður fólk meira „pikkí“ og þá treystir maður á góðar umsagnir. Ég er að byggja upp vöru- merki.“ Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is Friðrik Ómar setur upp fimm sýningar í vetur og verður með yfir hundrað manns í vinnu. Mynd/Gassi Hópurinn sem setti upp Bat out of Hell í Eldborgarsal Hörpu var ánægður að sýningunni lokinni. Heiðurstónleikum og sýningum þar sem íslenskir tónlistarmenn flytja lög erlendra kollega sinna hefur fjölgað til muna að undan- förnu. Íslenskir tónleika- haldarar nýttu sér glufu á markaði þegar Harpa og Hof voru opnuð og hlé varð á inn- flutningi erlendra listamanna eftir hrun. Friðrik Ómar virðist ákveðinn í að gera sýninga- hald að nýrri iðn. Framundan hjá Friðriki Bat out of Hell í september. U2 tónleikasýning í október. Töfrar Tom Jones í nóvember. Afmælistónleikar Vilhjálms Vilhjálms- sonar í apríl. Til heiðurs Tinu Turner í maí. Magni Ásgeirsson Matti Matt Friðrik Ómar Eyþór Ingi Eiki Hauks Regína Ósk Erna Hrönn Heiða Ólafs Jógvan Pétur Jesú Persónur og leikendur Mikill fjöldi tónlistarmanna tekur þátt í heiðurstónleikum og sýningum hér á landi en þetta fólk virðist alltaf vera í framlínunni: 22 úttekt Helgin 12.-14. september 2014

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.