Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.09.2014, Page 24

Fréttatíminn - 12.09.2014, Page 24
Ég er leikkona Tinna Gunnlaugsdóttir leikkona er nú á sínu síðasta ári í stöðu þjóðleikhússtjóra. Hún segir þessi 10 ár hafa liðið mjög hratt enda hafi verið mikið að gera og hver dagur falið í sér enda- lausar áskoranir. Tinna ætlar að leyfa tímanum að ráða því hvað hún tekur sér næst fyrir hendur, en útilokar ekki að hún eigi eftir að stíga á svið aftur. É g er leikkona, þó ég hafi að mestu lagt leikkonuna á hill-una fyrir leikhússtjórann á umliðnum árum. Það er svo sannar- lega fullt starf að stýra Þjóðleikhús- inu, og oft meira en það, en þegar því tímabili lýkur kitlar það auðvitað að rifja upp gamla takta. Ég vil líka skoða aðra möguleika, en að svo stöddu er ég aðeins að hugsa um að ljúka starfstímanum og skilja við húsið með eins miklum sóma og ég framast megna,“ segir Tinna. Þegar Tinna sest niður þá er mik- ið líf í húsinu. Latibær er á síðustu metrunum við æfingar á Stóra svið- inu, meðan Karitas er í æfingu í æf- ingasal og Konan við 1000° er farin að taka á sig mynd í Kassanum, leik- hússalnum við Lindargötu 7. Þjóð- leikhúsið iðar af lífi og auðvelt að finna kraftinn sem er þar í gangi. „Ég þekki þetta hús frá blautu barnsbeini og lærði snemma að bera óblandna virðingu fyrir því, bæði húsinu sjálfu og því starfi sem þar var unnið. Móðir mín lék hér frá opnun leikhússins og ég naut þeirra forréttinda að vera talsvert hand- gengin leikhúsinu,“ segir Tinna, en eins og alþjóð veit er hún dóttir Her- dísar Þorvaldsdóttur heitinnar sem var ein ástsælasta leikkona þjóðar- innar í áratugi. „Ég fékk að sjá mikið af sýning- um í leikhúsinu, barnasýningar og líka fullorðinssýningar, það var hluti af uppeldinu, en ég fékk líka stundum að kíkja á æfingar og jafn- vel að taka þátt. Fyrsta hlutverkið mitt hér var barn í skrúðgöngu í sýningunni Andorra. Þá var ég átta ára og byrjuð í Ballettskóla Þjóð- leikhússins og við vorum fengnar nokkrar til að ganga yfir sviðið með blómakransa á höfðinu. Fyrir mér var leikhúsið ævintýraheimur en líka vinnustaður mömmu og ég vissi það að til þess að geta búið til þau ævintýri sem ég fékk að njóta á sviðinu ásamt öllum hinum leikhús- gestunum þurftu margir að leggja á sig mikla vinnu og vera mikið að heiman. Móðir mín var mjög agaður listamaður og kom því alltaf skýrt til skila til okkar barnanna að það væri enginn dans á rósum að vera leikari á Íslandi.“ Tinna segir því að það hafi ekki verið sjálfgefið að hún færi í leiklist og sem unglingur gerði hún ítrek- aðar tilraunir til þess að fjarlægjast leikhúsið. „Ég var samt alltaf viðloðandi, tók þátt í leiklistarstarfi í gagnfræða- skóla og svo Herranótt í MR. Ég gat samt hugsað mér að gera ýmislegt annað í lífinu. Ég vildi gera gagn, jafnvel verða læknir og var komin í líffræðinám þegar Gunnar Rafn Guðmundsson heitinn, félagi minn úr Herranótt og góður vinur, hvatti mig til að koma með í SÁL skólann, sem var spennandi leik- listarksóli rekinn af nemendunum sjálfum og gefa leiklistinni sjens. Fljótlega varð ekki aftur snúið.“ Þjóðleikhúsið er áskorun Áður en Tinna tók við starfi þjóð- leikhússtjóra hafði hún verið leik- kona við Þjóðleikhúsið í 25 ár. „Það kom mér gleðilega á óvart að ég skyldi fá þetta starf á sínum tíma, en áskorunin var mikil. Það getur verið flókið að vera allt í senn, listrænn stjórnandi og axla rekstrar- lega ábyrgð. Þjóðleikhúsið er vinnu- staður þar sem sköpunargleði er ríkjandi en um leið óvissa, þar sem alltaf er verið að búa til eitthvað al- veg nýtt sem aldrei hefur verið til áður. Andrúmsloftið er því oft á tíð- um brothætt og þrungið spennu.“ Hver finnst þér hafa verið stærsta áskorunin á þessum áratug? „Það hefur verið svo margt og ekki endilega allt snúið að list- rænni stefnumótun og sýn. Húsið sem slíkt var stór pakki að axla, en ástand þess var með þeim hætti að það varð ekki undan því vikist að setja viðgerðir á leikhúsbygg- ingunni í algeran forgang. Þetta er glæsilegt hús og einstakt í okkar byggingar- og menningarsögu og það var ekki hægt að horfa á það lengur vera beinlínis að grotna nið- ur. Það tók allt í allt tæp þrjú ár, en allan þann tíma var haldið úti fullri starfsemi. Í dag er húsið aftur orðið stórglæsilegt og það sem meira er, það heldur bæði vatni og vindum. Fjárhagsstaðan var ekki heldur góð í upphafi starfstímans, en húsið hef- ur lengst af verið undirfjármagnað miðað við umfang starfseminnar og sambærileg leikhús erlendis. Þjóðleikhúsið er ríkisstyrkt leik- hús og þegar fjárveiting er skorin niður er ekki annað í stöðunni en að leita leiða til að mæta niðurskurðar- kröfunni. Það hefur verið gífurleg Demantshringur 0.70ct Verð 680.000.- siggaogtimo.is Hvítagull og demantar 24 viðtal Helgin 12.-14. september 2014

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.