Fréttatíminn - 12.09.2014, Síða 32
Biblíunámskeið
Aðgangur er ókeypis - gott aðgengi fyrir hreyhamlaða Tími endurkomu Krists er í nánd
Björgvin Snorrason, PhD, guðfræðingur og kirkjusagnfræðingur ytur fyrirlestrana.
Hann hefur utt fyrirlestra á Íslandi og víðar um þessi efni í mörg ár.
Biblían er án efa ein merkasta bók allra tíma. Hún er til á
flestum heimilum og hefur orðið þúsundum til mikillar blessunar
öldum saman. Missið ekki af þessu einstaka tækifæri til að
fræðast um veigamikil efni hennar.
Átta fyrirlestrar verða haldnir um eftirfarandi efni á þriðjudögum
kl. 20.00 í Loftsalnum, Hólshrauni 3, Hafnarfirði (Við Fjarðar-
kaup).
Hvað segir Biblían um:
16. sept. Hvernig Biblían varð til?
23. sept. Áreiðanleika Biblíunnar?
30. sept. Hver Jesús Kristur sé?
7. okt. Helgidóminn, fagnaðarerindið í myndmáli?
14. okt. Starf Jesú Krists í dag í hinum himneska helgidómi?
21. okt. Pétur og lyklavaldið?
28. okt. Endurkomu Jesú Krists?
4. nóv. Sköpun nýs himins og nýrrar jarðar?
Ó lafur Darri er mjög upp-tekinn maður og því ekki auðvelt að finna tíma fyrir
viðtal. Fyrir utan að vera stöðugt
á ferðalagi til og frá Bandaríkj-
unum, þar sem hann er að leika í
bíó með frægum Hollywood-leik-
urum, þá er hann nýorðinn faðir
í annað sinn og vill að sjálfsögðu
njóta frítímans í faðmi fjölskyld-
unnar. En honum tekst þó að finna
tíma til að segja frá ferð sinni
með UNICEF til Madagaskar,
enda málefni sem er honum mjög
hugleikið .„Mig hefur mjög lengi
langað til að fara eitthvert í burtu
og vinna við að gera gagn. Þess
vegna þótti mér rosalega vænt um
það þegar UNICEF bað mig um
að koma með til Madagaskar. Ég
sagði bara nei við öllu öðru um
leið. Enda er þessi ferð þannig
eðlis að ég gat bara sagt; „hey ég
er farinn í tvær vikur og get ekk-
ert annað gert á meðan,“ og mínir
vinnuveitendur voru mjög skiln-
ingsríkir á það.“
Forréttindi að fá að fylgjast
með starfinu
Ólafur Darri segir það hafa verið
algjör forréttindi að hafa fengið að
fara með og fá þannig að upplifa
beint í æð hvað peningarnir sem
renna til UNICEF fara í. Tilgang-
Það er ekkert
mikilvægara
en börnin
Ólafur Darri Ólafsson leikari
er heimsforeldri og varð því
sérstaklega glaður þegar
honum bauðst að fylgja UNICEF,
Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna,
til Madagaskar á dögunum. Hann
mun seint gleyma upplifunum
sinum úr ferðinni og eyjan sjálf
snerti hann það djúpt að hann
hefur ákveðið að heimsækja
hana aftur síðar.
Ólafur Darri er þakklátur fyrir að hafa fengið að heimsækja
og kynnast Madagaskar. „Ég hef líka alltaf verið einkar
spenntur fyrir eyjum, líklega vegna þess að ég kem frá
Íslandi. Ég á til að mynda bók heima um eyjar og Mada-
gaskar er einhver forvitnilegasta eyja sem til er, um 80%
af plöntu- og dýralífi eyjarinnar finnst bara þar og hvergi
annars staðar. Það er því öruggt að ég muni snúa aftur.
Ljósmynd/Hari
32 viðtal Helgin 12.-14. september 2014