Fréttatíminn - 12.09.2014, Síða 33
H
V
ÍT
A
H
Ú
SI
Ð
/
S
ÍA
ur ferðarinnar var að kynna sér
þann árangur sem náðst hefur í
uppbyggingarstarfinu og að sama
skapi til að sjá hvað mætti betur
fara.
„Við byrjuðum á að vera í höf-
uðborginni Antananarivo en svo
ferðuðumst við til Tamatave sem
er borg á austurströnd eyjunnar.
Þar heimsóttum við heilsugæslu-
stöðvar og skóla og fylgdumst
með starfinu þar. Mér fannst fal-
legt að sjá hversu mikið af heima-
mönnum og þá sérstaklega mæð-
ur vinna fyrir UNICEF, jafnvel
sem sjálfboðaliðar. Þær fylgjast
með börnum og öðrum mæðrum
í þorpunum sínum, hjálpa til við
bólusetningar og nota málbönd
til að mæla litla handleggina til að
greina merki um vannæringu.“.
Ólafur Darri heimsótti líka
spítala. „Það var erfitt að sjá að-
búnaðinn þar, hversu lítið er til af
tækjabúnaði og hvað fólk hefur út
litlu að spila. Allt er hreint og fínt
en undir hreinu yfirborðinu sér
maður gamlar vélar, nánast úr-
eltan tækjakost og gamlar dýnur
sem sjúklingarnir liggja á. En
allir gera sitt besta og UNICEF
styrkir spítala eins og þennan til
að sinna allt frá fæðingarhjálp
til meðferðar við vannæringu og
malaríu.“
Ljúfsár upplifun í fátækrahverfinu
Í Tamatave heimsótti Ólafur Darri líka
félagsmiðstöð, sem rekin er með hjálp UNI-
CEF. „Ég var frekar hissa þegar ég kom þar
inn því hér á Íslandi erum við vön því að fé-
lagsmiðstöðvar séu fyrir unglinga en þarna
virtist vera fólk á öllum aldri, og þá var mér
var sagt að aldursbilið væri fimm til þrjátíu
og fimm ára. Þarna héngu bara allir saman,
að spila á spil, syngja karaoke eða bara
að hafa það notalegt. Húsið sjálft er ekki
meira en tvö herbergi, hrein og fín með
góðum græjum og allir eru þar velkomnir,
sama hvort þeir hafa leiðst á vafasama
braut í lífinu eða búa einfaldlega við mikla
fátækt. Markmiðið er að veita börnum og
ungu fólki stuðning og von, von um að láta
drauma sína fyrir framtíðina rætast. Þetta
fannst mér alveg stórkostlegt að upplifa.“
Framhald a næstu opnu
Dagur rauða nefsins er í dag,
föstudaginn 12. september. Hann
nær hámarki í metnaðarfullum
skemmti- og söfnunarþætti á RÚV
í kvöld. Útsendingin hefst strax
að loknum kvöldfréttum en þar
kemur fram fjöldinn allur af lista-
mönnum; tónlistarfólki, leikurum og
uppistöndurum, sem allir gefa vinnu
sína í þágu góðs málefnis. Tugir
sjálfboðaliða verða einnig í símaveri
Vodafone og taka við símtölum frá
fólki sem kýs að leggja málefninu lið.
Í þættinum verður sýnt frá starfi
UNICEF, meðal annars á Madagaskar,
þar sem Ólafur Darri kynnti sér
starfið á vettvangi og sá með eigin
augum hvernig gjafir heimsforeldra
skipta sköpum.
viðtal 33 Helgin 12.-14. september 2014