Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.09.2014, Page 44

Fréttatíminn - 12.09.2014, Page 44
Siglfirskur zorbadans V Vera kann að kótelettur í raspi séu karl- lægur matur. Slík matreiðsla á kótelett- um var algeng í æsku minni en hefur mikið til horfið í seinni tíð. Grun hef ég um að konur séu ekkert sérstaklega hrifnar af raspi utan um lambakótelettur, þyki það helst til feit fæða, þótt ég geti vitaskuld ekki alhæft um slíkt. Ég kann að meta kótelettur eins og þær koma fyrir af skepnunni, grillaðar og gjarnan nag- aðar með frumstæðum hætti þótt beita megi amboðum á þær í fínni boðum. Í raspi færast kóteletturnar hins vegar yfir á annað plan – og kannski hættulegri nútímamanninum sem fær víst næga fitu í kroppinn – en endrum og eins ætti að vera í lagi að gæða sér á slíku hnossgæti. Kótelettur í raspi mega vegna þessa ekki falla í gleymskunnar dá, nú á tímum spínats, klettasalats, baunaspíra og engi- ferrótar. Siglfirðingar, bæði heimamenn og brottfluttir, hafa því tekið höndum saman um varðveislu þessarar sérstöku matreiðslu lambakjöts. Siglufjörður á sér merka sögu sem áhersla hefur verið lögð á að varðveita í seinni tíð. Líklegt er að síldarsjómenn í landlegum og söltunar- stúlkur hafi stundum fengið kótelettur í raspi í mötuneytum þeirrar tíðar á Sigló, eða jafnvel haft með sér í nesti í róman- tíska för í Hvanneyrarskál. Allir hafa verið komnir með upp í kok af fiski, ekki síst síld. Því hefur af sér genginn vinnu- lýðurinn fagnað kjöti og ekki veitt af fitu- ríku raspi utan um kótelettuna, löðrandi í steikarfitu, líklega fremur smjörlíki en smjöri. Ég er ekki að segja að raspaða kóte- lettan hafa horfið með jafn dramatískum hætti og síldin á sjöunda áratug liðinnar aldar – en samt. Vinsældir hennar dvín- uðu til muna. Síldin er hins vegar komin á sinn hátt aftur til Siglufjarðar, þótt hún sé ekki verkuð þar lengur. Á Síldar- minjasafninu er sú merka saga fyrrihluta 20. aldar rakin þegar Siglufjörður skipti sköpum í þjóðarbúskapnum og þau ár komu þegar síldarútflutningur þaðan nam meira en fimmtungi af útflutningi landsmanna. Saga kótelettunnar hefur með sama hætti verið endurvakin á Siglufirði, að minnsta kosti þeirrar í raspinu. Kótelet- tufjelag Siglufjarðar heldur uppi merk- inu og býður upp á kótelettur í raspi. Einkunnarorð félagsins, eða öllu heldur boðorð þess, er tiltölulega einfalt: „Borða skaltu grænar baunir og rauðkál með kótelettum í raspi og kartöflur og ekkert annað grænmeti hafa.“ Siglfirska félagið á sér bræðrafélag í Reykjavík, Kótelettu- félag togarajaxla. Það skipa þeir sem á einhverjum tímapunkti voru skipverjar á siglfirska síðutogaranum Hafliða SI 2. Stofnun félags togarajaxlanna bendir til þess að kótelettur í raspi hafi ekki síður notið vinsælda um borð en í landi. Vinnan var enda erfið, hvort heldur var, svo næga orku þurfti í kroppinn til að standa vaktina. Vinahjón okkar Kópavogshjóna eru frá Siglufirði, eiga sér hús þar í bæ og hugsa til fjarðarins lognmilda í vöku jafnt sem draumi þótt þau hafi lengi búið í höfuð- borginni. Þau hafa undanfarin ár boðið hópi góðra vina í heimsókn, haldið uppi stuði og stolt sýnt okkur uppbyggingu Siglufjarðar sem svo sannarlega er risinn úr öskustónni og er að verða einn falleg- asti bær landsins. Það má ekki síst þakka athafnamanninum Róbert Guðfinnssyni sem af miklum myndarskap hefur endur- byggt gömul hús sem litskrúðug prýða Siglufjörð sem veitinga- og kaffihús við höfnina. Þar rís líka 68 herbergja hótel á vegum Róberts. Grænt Sunnuhótelið, sem fullbúið verður á næsta ári, rammar því hafnarsvæðið endanlega inn með Kaffi Rauðku í rauða húsinu, veitinga- staðnum Hannesi Boy í því fagurgula og Bláa húsinu. Siglufjörður er því í regn- bogans litum. Bæjarbúar hafa ekki látið sitt eftir liggja og gert upp gömul hús sem hvert og eitt á sína sögu. Sama á við um þá sem eiga hús í bænum og nýta sem frí- stundahús. Héðinsfjarðargöngin hafa síðan komið Siglufirði í alfaraleið svo nú streyma ferðamenn þangað og njóta veislu fyrir munn og augu. Það gerði fyrr- nefndur vinahópur um liðna helgi. Siglufjörður er ekki stærri en svo að auðvelt er að rata um götur bæjarins – og ekki skaðar að séra Bjarni Þorsteinsson, réttnefndur faðir Siglufjarðar, skipulagði byggð með þeim hætti að þar mætast stræti og „breiðgötur“ með svipuðum hætti og á Manhattan í New York. Leið- sögumaður vinahópsins taldi því senni- legt að skipuleggjendur stórborgarinnar hefðu haft skipulagstillögur séra Bjarna til hliðsjónar þegar drög voru lögð að strætum og stórhýsabyggð á Manhattan! Eftir fræðslugöngu um „miðborg“ Siglufjarðar, fram hjá kirkju, sparisjóði, tískubúð, Allanum, apóteki og bakaríi, gat túrinn varla ratað annað en í faðm for- ráðamanna Kótelettufjelags Siglufjarðar enda annar gestgjafa okkar fyrrum skipverji á Hafliða og áhrifamaður í Kóte- lettufélagi togarajaxla. Þar biðu okkar kótelettur í raspi, feitar og girnilegar, með brúnuðum kartöflum, rauðkáli og grænum baunum – og sérstaklega tekið fram að þær væru frá Ora. Auk þess var feiti út á, brætt smjör annars vegar og sykraður laukur í feiti hins vegar. Máltíðin var, sem sagt, svakaleg og svo orkurík að fítonskraftur færðist í kótelettukarlana ekki síður en gestina. Þeir slógu því upp tónleikum í bland við uppistand og dansæfingar við frumsam- inn siglfirskan dans sem vart verður stig- inn annars staðar en á siglfirskri grund. Hann á sér sess á heimaslóð með sama hætti og sirtaki, grískur dans Grikkjans Zorba, og líkist honum að hluta með hægum taktföstum hreyfingum sem stig- magnast í hraða sveiflu – en á Sigló eink- um undir sterkum áhrifum kótelettunn- ar. Siglfirski dansinn er jafnvel frumlegri en sá gríski, með lokahnykk í sérhæfðu mjaðmaskaki sem aðeins er á færi liðugustu manna – þó því aðeins að þeir séu vel smurðir sykraðri laukfeiti. Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL Te ik ni ng /H ar i SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í PENNANUM EYMUNDSSON UM LAND ALLT METSÖLULISTI EYMUNDSSON VIKAN 02.09.14 - 09.09.14 1 2 5 6 7 8 109 43 Iceland Small World - lítil Sigurgeir Sigurjónsson Síðasti hlekkurinn Fredrik T.Olsson Lífið að leysa Alice Munro Afdalabarn Guðrún frá Lundi Amma biður að heilsa Fredrik Backman Skúli skelfir og draugarnir Francesca Simon Piparkökuhúsið Carin Gerhardsen Fangi himinsins Carlos Ruiz Zafón Niceland Kristján Ingi Einarsson Skrifað í stjörnurnar John Green 44 viðhorf Helgin 12.-14. september 2014

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.