Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.09.2014, Side 64

Fréttatíminn - 12.09.2014, Side 64
Grillaður lax með nýjum kartöflum, spergil- káli, rúgbrauði, og sítrónusósu Uppskrift fyrir 4 1 laxaflak Beinhreinsið og flakið fiskinn, skerið frá fituna sem best frá. Skerið fiskinn niður í um það bil 8 steikur. Hitið grillið vel. Penslið lítið af olíu á fiskinn. Grillið fiskinn á annarri hliðinni í u.þ.b. 2-3 mínútur og látið hann standa í smá stund svo hann klárist að eldast. Kryddið með salti og hvítum pipar og örlitlu af sítrónusafa. Smælki Smælki Smjör Skalottulaukur Sólselja Sjóðið 16 stk. smælki kartöflur. Setjið í skál og stappið þær svo með um það bil 100 grömmum af íslensku smjöri. Saxið lauk mjög fínt ásamt sólselju og smakkið til með salti. 2 hausar spergilkál Skerið spergilkálið í jafn stóra bita og sjóðið í u.þ.b. 3 mín- útur. Setjið helminginn í skál og setjið smá olíu og edik með og smakkið til með salti. Hinn helminginn látið þið í blandara og látið maukast í nokkrar mín- útur, smakkið til með salti. Rúgbrauð Skerið í þunnar sneiðar, penslið brauðið með smjöri og þurrkið í ofni á 140 gráðum þar til brauðið er orðið stökkt. Sítrónu-kjúklingasósa 1 laukur 2 geirar hvítlaukur 1 rósmarín grein 1 anis 4 kardimommur Skorið niður og sett í pott með smá olíu. 100 ml hvítvín 500 ml kjúklingasoð Soðið niður um helming. 200 ml rjómi Soðið niður og smakkað til með sítrónusafa og salti. 64 matur & vín Helgin 12.-14. september 2014  RéttuR vikunnaR Grillaður lax með sítrónusósu Strákarnir á Sjávargrillinu við Skólavörðustíg hafa í nógu að snúast um þessar mundir en létu sig ekki muna um að vippa saman girnilegri uppskrift að laxi á grillið. Nú er um að gera að nota síðustu grilldaga sumarsins og fara eftir leiðbeiningum Ara Freys Valdimarssonar. Vín vikunnar Ari Freyr Valdimarsson, kokkur á Sjávargrillinu, grillar gómsætan haustlax. Ljósmyndir/Hari G rillsumarinu er að ljúka og grillhaustið er að taka við. Það er nefnilega alltaf tími til að grilla, við bara breytum að- eins því sem fer á grillið. Núna væri t.d. gott að grilla hráefni í kröftuga haustsúpu sem fær svo að malla í rólegheitunum, já eða bara halda sig við klassíkina eins og naut og lamb en velja aðeins feitari bita og gefa þeim smá tíma líka á óbeinum hita á grillinu til að ná mýkt í kjötið. Með svona mat er gott að hafa vínin kröftug og bragðmikil og þar eru Spánverjarnir á heimavelli. Frá Ricardo Guelbenzu, höfundi Evo, Azul og Lautus. Guelbenzu fjölskyldan litríka varð gjaldþrota og missti fjölskylduvíngerðina fyrir nokkuð löngu en stofnaði nýja, Bodegas del Jardín 1851. 1Pulso er dökkt á lit, þétt í bragði og eikað. Þetta vín er á kynningarverði þessa dagana, ætti að kosta hátt í þrjú þúsund en fæst á undir tvö þúsund kalli í betri Vínbúðum nærri þér. El Vinculo Crianza Gerð: Rauðvín Uppruni: La Mancha, Spánn, 2006 Styrkleiki: 14% Verð í Vínbúðunum: Kr. 3.545 Nýjasta afkvæmi hinnar spænsku Alejandro Fernández- fjölskyldu sem fræg er fyrir vín sín Pesquera og Condado de Haza. El Vínculo kemur frá La Mancha héraðinu og er dökkt vöðvabúnt, með sterkum spænskum ilmi af svörtum berjum, sveit eða eiginlega fjósalykt, jarðvegi og eik. Ávaxtaríkt, bragðmikið og tannískt. Kröfugt og sýruríkt þannig að sumum þykir eflaust nóg um. Kallar á bragðmikinn mat, og passar með söltum mat, t.d. saltfiski. Dökkt vöðvabúnt og fleiri kraftajötnar frá Spáni Þetta er léttfetinn í hópnum, ávaxtaríkt og berjað en um leið nokkuð gróft vín. Þroskaður rauður litur, mild lykt af rauðum berjum og vaxbor- inni eik. Ræktað og unnið í La Mancha, vindmyllu- vígvelli hr. Kíkóta. Hentar best með grófari mat, t.d. grilluðum eða brösuðum. Þetta er eitt þekktasta Gran Reserva frá Rioja héraðinu á Spáni. Vínið er blanda af nokkrum þrúgum en aðalþrúgan er hin spænska Tempranillo. Þetta vín fær að vera lengi í tunnu, 26 mánuði, og hefur því þróað með sér djúpan karakter og þroska. 1Pulso 2007 Bodegas del Jardín Gerð: Rauðvín Uppruni: Ribera del Queiles, Spánn, 2007 Styrkleiki: 14% Verð í Vínbúðunum: Kr. 1.965 Faustino I Gran Reserva Gerð: Rauðvín. Uppruni: Spánn, 2001. Styrkleiki: 13,5% Verð í Vínbúðunum: 3.998 kr. (750 ml) Monte Don Lucio Reserva Gerð: Rauðvín Uppruni: La Mancha, Spánn, 2007 Styrkleiki: 12,5% Verð í Vínbúðunum: Kr. 1.385 fjöldi tilboða borðstofu- borðum og -stólum borðstofudagar í september 2 fyrir1 tekk company og habitat kauptún 3 sími 564 4400 vefverslun á www.tekk.is opið mánudaga til laugardaga kl. 11-18 og sunnudaga kl. 13-18 tilboðsverð: frá 148.000 kr. tilboðsverð: 11.920 kr. tilboðsverð: 18.000 kr. tilboðsverð: 29.500 kr. tilboðsverð: 111.200 kr. tilboðsverð: 99.200 kr. tilboðsverð: 4.720 kr. tilboðsverð: 22.500 kr. 2 stk. tilboðsverð: 34.500 kr. 2 stk. “Frábær mynd, einstaklega sönn” - Óli Palli, Rás 2 “Grípandi sýn á listamanni sem hefur fulla stjórn á list sinni” - Variety

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.