Fréttatíminn - 12.09.2014, Page 84
HELGARBLAÐ
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is
Valgerður Björk Pálsdóttir
Bakhliðin
Ævintýragjarn
fiðluleikari
Aldur: 27 ára.
Maki: Trúlofuð Eyþóri Sæmundssyni,
blaðamanni og fjölmiðlafræðinema.
Börn: Engin enn.
Menntun: Er að klára meistaranám í
alþjóða stjórnmálafræði.
Starf: Framkvæmdarstjóri Bjartrar
framtíðar.
Fyrri störf: Sendiráðið í Berlín. Verk-
efnastjóri Mannréttindaskrifstofu
Íslands. Blaðamaður á Víkurfréttum.
Áhugamál: Ferðalög, körfuknatt-
leikur og stjórnmál.
Stjörnumerki: Hrútur.
Stjörnuspá: Reyndu að bíta á jaxlinn
og ljúka verkefnum sem þér eru falin.
Ef þú finnur handfangið opnast dyr og
hleypa þér inn í leynigöng sem liggja
þangað sem þú vilt.
Valgerður er skipulögð og mjög metnaðargjörn, en alls ekki ferköntuð,“ segir
Eyþór Sæmundsson, unnusti
Valgerðar. „Hún er mjög ævin-
týragjörn, flippuð og alltaf stutt
í léttleikann. Hún á mjög auðvelt
með að draga mig út í hin ýmsu
ævintýri. Hún er mjög músík-
ölsk, lærði í 14 ár á fiðlu og getur
glamrað á gítar og píanó ásamt
því að halda lagi.“
Valgerður Björk Pálsdóttir, stjórnmála-
fræðingur úr Reykjanesbæ, var ráðin
framkvæmdastjóri Bjartrar framtíðar á
dögunum. Mikil samkeppni var um stöð-
una, sem er ný innan Bjartrar framtíðar,
og var valið mjög vandasamt. Alls bárust
54 umsóknir. Kom Valgerður að mati val-
nefndar best út úr viðtölum og hæfnis-
greiningu.
Hrósið...
... fær Gylfi Sigurðsson sem var
frábær í sigri Íslands á Tyrklandi í
vikunni. Hann hefur auk þess byrjað
frábærlega með Swansea í ensku
úrvalsdeildinni og er tilnefndur sem
leikmaður ágústmánaðar.
Flottir
plötuspilarar
Laugavegur 45
Sími: 519 66 99
Vefverslun: www.myconceptstore.is
Verð 59.900,-