Fréttatíminn - 12.09.2014, Side 86
— 2 — 12. september 2014
Á þriðja þúsund
látin vegna ebólu
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin
greindi frá því í vikunni að um
2.300 manns hafi látist úr ebólu
í Gíneu, Líberíu og Sierra Leone
síðan sjúkdómurinn kom upp þar í
byrjun árs. Veiran dregur nafn sitt
af ánni Ebólu í Austur-Kongó en
þar og í Súdan kom hún fyrst fram
á sjónarsviðið árið 1976. Talið er að
ebóla smitist frá dýrum í menn en
vísindamenn hafa ekki enn komist
að því hvort apar eru dýrahýs-
illinn eða hvort önnur spendýr,
fuglar, skriðdýr, moskítóflugur eða
blóðmítlar komi við sögu í lífsferli
veirunnar. Ebóla veldur því að
frumur og vefir skemmast. Tíminn
frá smiti til einkenna getur verið
4 til 16 dagar en er oftast innan
við tvær vikur. Tíminn frá því að
sjúkdómurinn gerir vart við sig þar
til sjúklingurinn annað hvort deyr
eða byrjar að jafna sig er oftast sjö
til tíu dagar.
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300.
Ritstjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@
frettatiminn.is. Ritstjórnarfulltrúi: Dagný Hulda
Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is.
Auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@
frettatiminn.is. Framkvæmdastjóri: Teitur Jónas-
son teitur@frettatiminn.is . Líftíminn er gefinn
út af Morgundegi ehf., prentaður í 85.000 ein-
tökum í Landsprenti og dreift mánaðarlega með
Fréttatímanum og á heilbrigðisstofnanir.
Ný tækni
við göngu-
greiningu
Flexor notast við nýja tækni við
göngugreiningu. Göngu- og hlaupa-
brettið okkar býr yfir innbyggðum
þrýstinemum sem skilar nákvæmum
upplýsingum um göngulag.
Fáðu góð ráð, faglega göngugreiningu
og lausnir við stoðkerfisvandamálum
hjá Flexor.
Pantaðu
tíma
í síma
5173900
Orkhúsinu / Suðurlandsbraut 34 / 517 3900
Niðurstöður rannsókna vísinda-
manna við University of Illinois
benda til að efnið BPA geti haft
skaðleg áhrif á frjósemi. BPA er
skammstöfun á orðinu Bisphenol
A. Efnið má finna í plastílátum,
drykkjarflöskum og matarílátum úr
plasti, niðursuðudósum og kassa-
kvittunum. Efnið er notað til að
herða plast. Í rannsókninni var ung-
um kvenkyns músum gefið ákveðið
magn af BPA daglega í mánuð og
eggjastokkar þeirra síðan rannsak-
aðir. Niðurstöðurnar bentu ótví-
rætt til að egg músanna sem fengið
höfðu BPA voru færri og smærri en
annarra músa. Frekari rannsóknir
sýndu að BPA getur valdið röskun á
starfsemi hormóna. Þá sýndu niður-
stöðurnar að mýsnar hættu að fram-
leiða lífvænleg egg óeðlilega ungar.
Niðurstöður annarra rannsókna
hafa jafnframt sýnt fram á áhrif BPA
á menn og dýr. Vísindamenn hafa
áhyggjur af því að BPA á æskuár-
um geti haft áhrif á frjósemi kvenna
síðar meir og að innbyrði fullorðnar
konur efnið geti það haft þau áhrif
að barneignaraldur þeirra styttist.
BPA var bannað í pelum fyrir
ungbörn á Íslandi árið 2011. Frá
og með 1. janúar 2015 verður efnið
bannað í matarumbúðum í Frakk-
landi. Nokkur lönd hafa þegar bann-
að sölu á ungbarnapelum, snuðum
og fleiru sem inniheldur BPA.
Áhrif BPA á frjósemi kvenna
Dagn ý HulDa Er lEnDsDót tir
H júkrunarfræðingar sækja enn mikið til Noregs þar sem mik-il eftirspurn er eftir
starfskröftum þeirra, að sögn
Ólafs G. Skúlasonar, formanns
Félags íslenskra hjúkrunarfræð-
inga. „Sífellt fleiri vinna í lotum
í Noregi. Í einhverjum tilfellum
minnkar fólk við sig starfshlutfall
hér á landi og hefur lotuvinnuna á
móti. Með flutningum á norskum
launum yfir til Íslands fást mun
hærri laun en hjúkrunarfræðingur
fær fyrir sama starf hér á landi.“
Þá segir hann einnig töluvert um
að hjúkrunarfræðingar flytji bú-
ferlum til Noregs og nú nýlega í
auknum mæli til Svíþjóðar. „Erfitt
hefur verið að manna stöður hjúkr-
unarfræðinga upp á síðkastið og
er ástandið sérstaklega slæmt á
hjúkrunarheimilum. Einnig hefur
borið á skorti á stærri heilbrigðis-
stofnunum.“ Á næstu þremur árum
geta um 900 hjúkrunarfræðingar
farið á eftirlaun og telst Ólafi til að
á þeim tíma muni um 400 hjúkr-
unarfræðingar útskrifast. Því
blasi við verulegur vandi varðandi
mönnun hjúkrunarfræðinga.
Að sögn Kristínar Á. Guð-
mundsdóttur, formanns Sjúkra-
liðafélags Íslands, heldur straum-
ur íslenskra sjúkraliða til Noregs
áfram en einnig er algengt að þeir
starfi í Svíþjóð og Danmörku. „Nú
hefur keyrt um þverbak varðandi
fjöldann sem starfar í Noregi.
Einnig er mikið um að fólk nýti
sumarfríin sín frá vinnu á Íslandi
til að vinna þar.“ Þá segir Kristín
nokkuð um að sjúkraliðar sem
vilji flytja aftur til Íslands treysti
sér ekki til þess og að launin séu
ekki eina ástæðan, heldur einnig
gríðarlegt álag í vinnu. „Á hinum
Norðurlöndunum er menntun
sjúkraliða mun betur nýtt. Þar
sinna þeir þeim störfum sem þeir
hafa menntun og þjálfun til. Hér á
landi er það orðið þannig á sumum
hjúkrunarheimilum að sjúkraliðar
starfa í þvottahúsum og við skúr-
ingar.“ Mikill meirihluti sjúkraliða
á Íslandi er kominn yfir fimmtugt
og því líkur á enn meiri vöntun á
þeim á næstu árum. Á Landspítal-
anum eru aðeins 58 sjúkraliðar 50
ára eða yngri en 309 eru komnir
yfir fimmtugt.
Flótti meðal íslenskra lækna
var mestur árin 2009 og 2010 og
fækkaði þeim þá um 10 prósent.
Að sögn Þorbjörns Jónssonar, for-
manns Læknafélags Íslands, hefur
þeirri þróun ekki enn verið snúið
við. „Megin vandinn er sá að ungir
læknar flytja ekki til Íslands að sér-
námi loknu. Frá hruni hefur með-
alaldur sérfræðinga og yfirlækna á
Íslandi hækkað um 3 ár og er í dag
liðlega 55 ár. Þá er einnig töluvert
um að læknar á miðjum aldri ann-
að hvort minnki við sig vinnu á Ís-
landi og vinni að hluta til erlendis
eða starfi alfarið erlendis.“
Samantekt Læknafélagsins
leiddi í ljós að af þeim læknum sem
fengu lækningaleyfi og störfuðu
á Íslandi á árunum 2004 til 2006
hafi aðeins fjórðungur komið til
baka að loknu sérnámi. Þorbjörn
segir það mun minna en fyrir hrun
þegar búast mátti við að 80 til 90
prósent lækna flyttu til baka. Á
næstu fimm árum fara 130 læknar
á eftirlaun sem er helmingi meira
en síðustu fimm ár.
Ekkert lát á flóttanum
Frá hruni hafa margir heilbrigðisstarfsmenn sótt sér atvinnu
á erlendri grund þar sem laun og vinnuaðstæður eru betri.
Þó sex ár séu liðin virðist lítið lát vera á flóttanum og stefnir
í óefni. Nýliðun er ekki næg meðal sjúkraliða, lækna og
hjúkrunarfræðinga og fer aldur stéttanna hækkandi. 900
hjúkrunarfræðingar geta farið á eftirlaun á næstu þremur
árum. Á sama tíma er áætlað að um 400 nýir hjúkrunar-
fræðingar ljúki námi.
Hér á landi er það orðið þannig
á sumum hjúkrunarheimilum að
sjúkraliðar starfa í þvottahúsum
og við skúringar.
Árin 2009 og 2010 fækkaði læknum á Íslandi
um 10 prósent. Ungir læknar flytja síður hingað
til lands að loknu sérnámi og töluvert er um að
þeir eldri starfi að hluta til eða alfarið erlendis.
Ljósmynd/NordicPhoto/GettyImages
Í dag koma
25% lækna
aftur til Ís-
lands að loknu
sérnámi. Áður
var hlutfallið 80
til 90%.
Á Landspítal-
anum eru 58
sjúkraliðar yngri
en 50 ára en
309 eldri en
50 ára.
900 hjúkrun-
arfræðingar geta
farið á eftirlaun á
næstu 3 árum.